Þungu fargi var létt af Rory McIlroy í gær er hann vann loksins mót á PGA-mótaröðinni.
Norður-Írinn var búinn að bíða í 16 mánuði eftir sigri en hann hafði það loksins á Deutsche Bank-meistaramótinu í gær.
Hann var sex höggum á eftir efsta manni fyrir lokadaginn en frábær lokadagur upp á 65 högg gerði gæfumuninn fyrir McIlroy sem vann með tveggja högga mun.
Þessi sigur kemur aðeins viku eftir að hann skipti um pútter sem og um púttþjálfara.
„Það var mjög ánægjulegt að vera efstur og vonandi get ég haldið svona áfram,“ sagði Rory kátur.
Fyrsti titill Rory í 16 mánuði
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM
Handbolti






Segir hitann á HM hættulegan
Fótbolti


Belgar kveðja EM með sigri
Fótbolti
