Hlaðið undir einkarekstur Gunnar Ólafsson skrifar 28. nóvember 2016 07:00 Um daginn birtist frétt um að heilsugæslan í Mosfellsbæ myndi hætta kvöld- og helgarþjónustu fyrir íbúa á þjónustusvæði þess og þjónustunni muni framvegis vera sinnt af Læknavaktinni í Kópavogi. Heilsugæslan í Mosfellsbæ er rekin af Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) sem er opinber stofnun. Læknavaktin (LV) er einkarekið fyrirtæki sem sinnir heilsugæsluþjónustu samkvæmt þjónustusamningi við velferðarráðuneytið um kvöld- og helgarþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Áhrif þessarar boðuðu breytingar eru þau að íbúar á þjónustusvæði heilsugæslunnar í Mosfellsbæ þurfa að fara miklu lengri leið til að fá kvöld- og helgarþjónustu heilsugæslu og er því í raun um skerðingu að ræða á þjónustu. Annað og verra er að með þessari breytingu er verið að draga úr opinberri heilbrigðisþjónustu til að hlaða undir einkarekstur. Það er með öllu óskiljanlegt að kvöld- og helgarþjónustu heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu sé sérstaklega útvistað til einkafyrirtækis sem þar að auki er illa staðsett hvað almenningssamgöngur snertir. Læknavaktin fær um 376 milljónir á ári úr ríkissjóði. Nær allir læknar sem vinna á LV eru einnig starfsmenn HH og sinna sínum störfum hjá LV sem verktakar. Það er furðuleg ákvörðun að slíta kvöld- og helgarþjónustu heilsugæslunnar frá HH og fela hana einkafyrirtæki þegar blasir við að HH hefur fulla burði til að sinna þessari þjónustu með öflugri hætti fyrir minna fé.Of langt gengiðHH rekur alls 15 heilsugæslustöðvar, ýmist í eigin húsnæði eða leiguhúsnæði. Öllum þessum stöðvum er lokað klukkan 18 en þá tekur LV við allri læknisþjónustu heilsugæslu um kvöld og helgar. Læknavaktin er í leiguhúsnæði á Smáratorgi sem er ekki hentug staðsetning hvað almenningssamgöngur snertir. Aftur á móti rekur HH stóra heilsugæslustöð við Mjóddina sem er mjög hentug staðsetning út frá almenningssamgöngum. Með því að útvista kvöld- og helgarþjónustu heilsugæslu er verið að flækja þjónustustig, gera notendum erfiðara fyrir og gera þjónustuna dýrari. Með því að færa kvöld- og helgarþjónustu heilsugæslu aftur til HH er hægt að spara á bilinu 50-60 milljónir á ári vegna lægri leigugreiðslna og minni kostnaðar vegna yfirstjórnar og samningsgerðar. Almennt er ég ekki mótfallinn einkarekstri í heilbrigðisþjónustu. Ég tel að á ýmsum sviðum heilbrigðisþjónustu geti einkarekstur þrifist vel eins og í tannlækna-, öldrunar- og sérfræðiþjónustu. Hins vegar er of langt gengið að slíta í sundur þjónustu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins með því að útvista kvöld- og helgarþjónustu og gera heilbrigðisþjónustuna torveldari og dýrari en ella. Betra væri að staðsetja kvöld- og helgarþjónustu heilsugæslunnar í opinberri heilsugæslustöð eins nálægt bráðamóttöku LSH eins og gert er á Akureyri. Í þessu sambandi má nefna að talið er að 15% þeirra sem leita til bráðamóttöku Landspítalans (14-18 þúsund manns á ári) ættu með réttu að leita til heilsugæslu með sín mál.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Um daginn birtist frétt um að heilsugæslan í Mosfellsbæ myndi hætta kvöld- og helgarþjónustu fyrir íbúa á þjónustusvæði þess og þjónustunni muni framvegis vera sinnt af Læknavaktinni í Kópavogi. Heilsugæslan í Mosfellsbæ er rekin af Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) sem er opinber stofnun. Læknavaktin (LV) er einkarekið fyrirtæki sem sinnir heilsugæsluþjónustu samkvæmt þjónustusamningi við velferðarráðuneytið um kvöld- og helgarþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Áhrif þessarar boðuðu breytingar eru þau að íbúar á þjónustusvæði heilsugæslunnar í Mosfellsbæ þurfa að fara miklu lengri leið til að fá kvöld- og helgarþjónustu heilsugæslu og er því í raun um skerðingu að ræða á þjónustu. Annað og verra er að með þessari breytingu er verið að draga úr opinberri heilbrigðisþjónustu til að hlaða undir einkarekstur. Það er með öllu óskiljanlegt að kvöld- og helgarþjónustu heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu sé sérstaklega útvistað til einkafyrirtækis sem þar að auki er illa staðsett hvað almenningssamgöngur snertir. Læknavaktin fær um 376 milljónir á ári úr ríkissjóði. Nær allir læknar sem vinna á LV eru einnig starfsmenn HH og sinna sínum störfum hjá LV sem verktakar. Það er furðuleg ákvörðun að slíta kvöld- og helgarþjónustu heilsugæslunnar frá HH og fela hana einkafyrirtæki þegar blasir við að HH hefur fulla burði til að sinna þessari þjónustu með öflugri hætti fyrir minna fé.Of langt gengiðHH rekur alls 15 heilsugæslustöðvar, ýmist í eigin húsnæði eða leiguhúsnæði. Öllum þessum stöðvum er lokað klukkan 18 en þá tekur LV við allri læknisþjónustu heilsugæslu um kvöld og helgar. Læknavaktin er í leiguhúsnæði á Smáratorgi sem er ekki hentug staðsetning hvað almenningssamgöngur snertir. Aftur á móti rekur HH stóra heilsugæslustöð við Mjóddina sem er mjög hentug staðsetning út frá almenningssamgöngum. Með því að útvista kvöld- og helgarþjónustu heilsugæslu er verið að flækja þjónustustig, gera notendum erfiðara fyrir og gera þjónustuna dýrari. Með því að færa kvöld- og helgarþjónustu heilsugæslu aftur til HH er hægt að spara á bilinu 50-60 milljónir á ári vegna lægri leigugreiðslna og minni kostnaðar vegna yfirstjórnar og samningsgerðar. Almennt er ég ekki mótfallinn einkarekstri í heilbrigðisþjónustu. Ég tel að á ýmsum sviðum heilbrigðisþjónustu geti einkarekstur þrifist vel eins og í tannlækna-, öldrunar- og sérfræðiþjónustu. Hins vegar er of langt gengið að slíta í sundur þjónustu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins með því að útvista kvöld- og helgarþjónustu og gera heilbrigðisþjónustuna torveldari og dýrari en ella. Betra væri að staðsetja kvöld- og helgarþjónustu heilsugæslunnar í opinberri heilsugæslustöð eins nálægt bráðamóttöku LSH eins og gert er á Akureyri. Í þessu sambandi má nefna að talið er að 15% þeirra sem leita til bráðamóttöku Landspítalans (14-18 þúsund manns á ári) ættu með réttu að leita til heilsugæslu með sín mál.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar