Nýr Audi A8 á næsta ári Finnur Thorlacius skrifar 12. maí 2016 16:05 Audi A8. Þriðja og núverandi kynslóð Audi A8, flaggskips Audi bíla, er orðin 7 ára gömul en von er á fjórðu kynslóð hans á næsta ári. Þetta kom fram á hluthafafundi Audi sem haldinn var í vikunni. Líklega verður nýr Audi A8 kynntur á bílasýningunni í Genf í mars á næsta ári og koma í sölu nokkrum mánuðum síðar. Nýja kynslóðin á að vera fær um að aka meira og minna sjálfur og hann sér um að þvælast sjálfur í mikilli umferð á allt að 60 km hraða. Bíllinn mun léttast um heil 200 kíló á milli kynslóða og verður það að teljast mikið þar sem A8 hefur ávallt verið tiltölulega léttur bíll miðað við stærð þar sem hann hefur að mestu verið smíðaður úr áli. Hægt verður að fá bílinn með nýrri 600 hestafla W12 vél, þeirri sömu og finna má í nýja Bentley Bentayga jeppanum. Audi mun setja Plug-In-Hybrid útgáfu Q7 jeppans í haust og síðan kemur að glænýjum Q2 jepplingi þar á eftir. Von er á fyrsta rafmagnsbíl Audi árið 2018 með 500 km drægni. Audi er nú að setja mikla fjármuni í nýja bíla og verksmiðjur og ætlar að kynna 20 nýja bíla til ársins 2020. Audi hefur selt 4,9% fleiri bíla á fyrstu 4 mánuðum þessa árs en á sama tímabili í fyrra. Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent
Þriðja og núverandi kynslóð Audi A8, flaggskips Audi bíla, er orðin 7 ára gömul en von er á fjórðu kynslóð hans á næsta ári. Þetta kom fram á hluthafafundi Audi sem haldinn var í vikunni. Líklega verður nýr Audi A8 kynntur á bílasýningunni í Genf í mars á næsta ári og koma í sölu nokkrum mánuðum síðar. Nýja kynslóðin á að vera fær um að aka meira og minna sjálfur og hann sér um að þvælast sjálfur í mikilli umferð á allt að 60 km hraða. Bíllinn mun léttast um heil 200 kíló á milli kynslóða og verður það að teljast mikið þar sem A8 hefur ávallt verið tiltölulega léttur bíll miðað við stærð þar sem hann hefur að mestu verið smíðaður úr áli. Hægt verður að fá bílinn með nýrri 600 hestafla W12 vél, þeirri sömu og finna má í nýja Bentley Bentayga jeppanum. Audi mun setja Plug-In-Hybrid útgáfu Q7 jeppans í haust og síðan kemur að glænýjum Q2 jepplingi þar á eftir. Von er á fyrsta rafmagnsbíl Audi árið 2018 með 500 km drægni. Audi er nú að setja mikla fjármuni í nýja bíla og verksmiðjur og ætlar að kynna 20 nýja bíla til ársins 2020. Audi hefur selt 4,9% fleiri bíla á fyrstu 4 mánuðum þessa árs en á sama tímabili í fyrra.
Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent