Aron: Er að leita að svörum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. janúar 2016 21:52 Aron Kristjánsson. Vísir/Ernir Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, segir að það hafi verið óþarfi að tapa fyrir Portúgal í kvöld en liðin mættust þá í Kaplakrika í æfingaleik. Ísland leiddi með einu marki í hálfleik, 17-16, en missti leikinn úr höndunum síðustu tíu mínúturnar og fögnuðu fjögurra marka sigri, 32-28. Aron var engu að síður ánægður með margt hjá sínum mönnum. „Vinnuframlagið var fínt og viljinn til staðar hjá leikmönnum. Menn voru að berjast en það vantaði aðeins upp á agann, sérstaklega í sókninni. Menn vildu þetta kannski aðeins of mikið,“ segir þjálfarinn.Vantaði jafnvægi Aron segir að það sé ýmislegt nýtt í leikskipulagi íslenska liðsins og því eðlilegt að það þurfi tíma til að fínpússa það. Fram undan séu æfingar, leikur gegn Portúgal á morgun og svo tveir leikir gegn Þýskalandi um helgina. „Það sem vantaði í þennan leik var jafnvægi á milli þess sem við spilum hraðan leik og þegar við þurfum að hægja á okkur. Við náðum ekki að hægja á leiknum nægilega mikið sem er sérstaklega mikilvægt í leikjum þar sem allt gengur ekki að óskum. Þá þarf maður að geta spilað lengri sóknir.“ Markvörður Portúgals átti stórleik í kvöld en þrátt fyrir það segir Aron að strákarnir hafi náð að spila sig í góð færi í leiknum. „Hann tók mörg skot hjá okkur úr ákjósanlegum færum. En það sem var ekki nægilega skynsamlegar ákvarðanir í línusendingunum okkar. Það kostaði mikið því við fengum mikið af hraðaupphlaupum í bakið.“Aðrir taka ábyrgð á morgun Aron segir að það sé ekki komin endanleg mynd á þann hóp sem fer til Póllands. Það hafi því ekki endilega verið vísbending í kvöld hverjir fengu að spila og hverjir voru á bekknum. „Ég er að leita að svörum og því erum við að hreyfa aðeins við mönnum. Á morgun þurfa svo aðrir leikmenn að taka ábyrgð og við þurfum að nota báða leikina gegn Portúgal til að fá þau svör sem við þurfum.“ „Rúnar Kárason og Guðmundur Hólmar Helgason fá til dæmis stærra hlutverk á morgun. Við sjáum svo hvernig það fer.“ Hann segir að Tandri Már Konráðsson hafi átt ágæta innkomu í leik Íslands í kvöld, sérstaklega í vörninni. „Svo datt hann niður á milli - sem var einkennandi fyrir allt liðið. Við vorum flottir en duttum svo of mikið niður. Það er erfitt að berjast í vörninni þegar við fáum of mikið af ódýrum mörkum á okkur og erum endurtekið að henda boltanum frá okkur í hraðaupphlaupum.“ EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Portúgal 28-32 | Skellur strákanna í Krikanum Síðasti alvöru heimaleikur strákanna okkar fyrir EM í Póllandi fór ekki vel. 6. janúar 2016 21:45 Guðjón Valur: Gefumst ekki upp eftir þrjá daga Landsliðsfyrirliðinn segir að leikurinn gegn Portúgal hafi ekki verið slæmur þrátt fyrir tap. 6. janúar 2016 21:36 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira
Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, segir að það hafi verið óþarfi að tapa fyrir Portúgal í kvöld en liðin mættust þá í Kaplakrika í æfingaleik. Ísland leiddi með einu marki í hálfleik, 17-16, en missti leikinn úr höndunum síðustu tíu mínúturnar og fögnuðu fjögurra marka sigri, 32-28. Aron var engu að síður ánægður með margt hjá sínum mönnum. „Vinnuframlagið var fínt og viljinn til staðar hjá leikmönnum. Menn voru að berjast en það vantaði aðeins upp á agann, sérstaklega í sókninni. Menn vildu þetta kannski aðeins of mikið,“ segir þjálfarinn.Vantaði jafnvægi Aron segir að það sé ýmislegt nýtt í leikskipulagi íslenska liðsins og því eðlilegt að það þurfi tíma til að fínpússa það. Fram undan séu æfingar, leikur gegn Portúgal á morgun og svo tveir leikir gegn Þýskalandi um helgina. „Það sem vantaði í þennan leik var jafnvægi á milli þess sem við spilum hraðan leik og þegar við þurfum að hægja á okkur. Við náðum ekki að hægja á leiknum nægilega mikið sem er sérstaklega mikilvægt í leikjum þar sem allt gengur ekki að óskum. Þá þarf maður að geta spilað lengri sóknir.“ Markvörður Portúgals átti stórleik í kvöld en þrátt fyrir það segir Aron að strákarnir hafi náð að spila sig í góð færi í leiknum. „Hann tók mörg skot hjá okkur úr ákjósanlegum færum. En það sem var ekki nægilega skynsamlegar ákvarðanir í línusendingunum okkar. Það kostaði mikið því við fengum mikið af hraðaupphlaupum í bakið.“Aðrir taka ábyrgð á morgun Aron segir að það sé ekki komin endanleg mynd á þann hóp sem fer til Póllands. Það hafi því ekki endilega verið vísbending í kvöld hverjir fengu að spila og hverjir voru á bekknum. „Ég er að leita að svörum og því erum við að hreyfa aðeins við mönnum. Á morgun þurfa svo aðrir leikmenn að taka ábyrgð og við þurfum að nota báða leikina gegn Portúgal til að fá þau svör sem við þurfum.“ „Rúnar Kárason og Guðmundur Hólmar Helgason fá til dæmis stærra hlutverk á morgun. Við sjáum svo hvernig það fer.“ Hann segir að Tandri Már Konráðsson hafi átt ágæta innkomu í leik Íslands í kvöld, sérstaklega í vörninni. „Svo datt hann niður á milli - sem var einkennandi fyrir allt liðið. Við vorum flottir en duttum svo of mikið niður. Það er erfitt að berjast í vörninni þegar við fáum of mikið af ódýrum mörkum á okkur og erum endurtekið að henda boltanum frá okkur í hraðaupphlaupum.“
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Portúgal 28-32 | Skellur strákanna í Krikanum Síðasti alvöru heimaleikur strákanna okkar fyrir EM í Póllandi fór ekki vel. 6. janúar 2016 21:45 Guðjón Valur: Gefumst ekki upp eftir þrjá daga Landsliðsfyrirliðinn segir að leikurinn gegn Portúgal hafi ekki verið slæmur þrátt fyrir tap. 6. janúar 2016 21:36 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Portúgal 28-32 | Skellur strákanna í Krikanum Síðasti alvöru heimaleikur strákanna okkar fyrir EM í Póllandi fór ekki vel. 6. janúar 2016 21:45
Guðjón Valur: Gefumst ekki upp eftir þrjá daga Landsliðsfyrirliðinn segir að leikurinn gegn Portúgal hafi ekki verið slæmur þrátt fyrir tap. 6. janúar 2016 21:36