100.000 Nissan Leaf seldir í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 15. nóvember 2016 16:36 Nissan Leaf. Nissan náði þeim áfanga að selja hundrað þúsundasta Leaf bíl sinn í Bandaríkjunum í septembermánuði. Mánuðurinn var einnig góður hvað sölu bílsins áhrærir því 14% fleiri slíkir seldust en í sama mánuði í fyrra. Engu að síður er heildarsala Nissan Leaf 28% undir sölunni í fyrra á fyrstu 9 mánuðum ársins og hafa alls selst 10.650 bílar í ár. Bandaríkin eru langstærsti markaður heims fyrir Nissan Leaf bíla, en Nissan hefur frá upphafi framleitt 239.000 Leaf bíla, svo 42% þeirra hafa selst í Bandaríkjunum. Í heimalandinu Japan hafa selst 70.000 bílar og 63.000 í Evrópu. Chevrolet Volt hefur frá upphafi verið aðal samkeppnisbíll Nissan leaf en Chevrolet náði því takmarki að selja 100.000 Volt bíla í júlí síðastliðinn og hefur nú alls selt ríflega 107.000 bíla. Nissan Leaf mun á næstunni fá stærri 60 kWh rafhlöður og ná þá 320 km drægni. Ef til vill mun salan á Leaf aftur taka kipp við markaðssetningu hans. Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent
Nissan náði þeim áfanga að selja hundrað þúsundasta Leaf bíl sinn í Bandaríkjunum í septembermánuði. Mánuðurinn var einnig góður hvað sölu bílsins áhrærir því 14% fleiri slíkir seldust en í sama mánuði í fyrra. Engu að síður er heildarsala Nissan Leaf 28% undir sölunni í fyrra á fyrstu 9 mánuðum ársins og hafa alls selst 10.650 bílar í ár. Bandaríkin eru langstærsti markaður heims fyrir Nissan Leaf bíla, en Nissan hefur frá upphafi framleitt 239.000 Leaf bíla, svo 42% þeirra hafa selst í Bandaríkjunum. Í heimalandinu Japan hafa selst 70.000 bílar og 63.000 í Evrópu. Chevrolet Volt hefur frá upphafi verið aðal samkeppnisbíll Nissan leaf en Chevrolet náði því takmarki að selja 100.000 Volt bíla í júlí síðastliðinn og hefur nú alls selt ríflega 107.000 bíla. Nissan Leaf mun á næstunni fá stærri 60 kWh rafhlöður og ná þá 320 km drægni. Ef til vill mun salan á Leaf aftur taka kipp við markaðssetningu hans.
Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent