Þegar ég verð gamall Kjartan Þór Ingason skrifar 21. október 2016 15:22 Málefni unga fólksins hafa verið mikið í sviðsljósinu undanfarnar vikur enda kosningar rétt handan við hornið. Það fyrsta sem flestum dettur í hug þegar málefnum ungra kjósenda er veifað á loft er eflaust húsnæðisvandinn, Lánasjóður íslenskra námsmanna og fæðingarorlofssjóður enda allt brýn málefni sem tengjast veruleika margra á aldrinum 18 til 35 ára. Í mínum huga vantar þó inn í þessa upptalningu eitt stærsta hagsmunamál ungs fólks, lífeyrisjóðakerfið. Ef til vill finnst einhverjum skjóta skökku við að eitt helsta hagsmunamál unga fólksins sé kerfi sem einstaklingar á eftirlaunaaldri reiði sig á. Athyglisvert er þó að á sama tíma og þetta viðhorf er ríkjandi í umræðunni er talað um mikilvægi þess að þeir sem ungir eru að árum setji sér markmið og hugi vel að sinni framtíð. Á þessum tímapunkti sé ég ekki fram á að njóta verðskuldaðra þæginda á mínum efri árum, þegar ég hef lokið við að leggja mitt af mörkum við að byggja upp samfélagið. Í núverandi kerfi sé ég fram á að heildartekjur mínar verði langt undir lágmarkslaunum og að mér yrði refsað fyrir að starfa lengur í fullu- eða hlutastarfi (ef ég kýs það sjálfur og heilsan leyfir). Ef ég verð gamall í núverandi kerfi er eins gott að ég verði ekki einstæður, því þá yrði hætta á að mér yrði ómögulegt að borga hvort tveggja leigu- og lyfjakostnað. Í sannleika sagt vil ég síður þurfa að velja þarna á milli. Stjórnmálaaflið Viðreisn telur þennan veruleika ekki mannsæmandi endastöð fyrir fólk sem hefur stritað áratugum saman í þágu samfélagsins. Við viljum einfalda lífeyriskerfið og tryggja að heildartekjur verði aldrei lægri en sem nemur lágmarkslaunum hverju sinni. Með því að draga úr tekjutengingu getum við gefið fólki raunverulegt tækifæri til að bæta kjör sín, án þess að ríkið seilist með beinum hætti í vasa lífeyrisþega. Það er kominn tími til að hætta að tala um lífeyri eins og ölmusu og byrja að tala um lífeyrisgreiðslur sem laun, enda hefur þessi hópur svo sannarlega unnið fyrir þessum launum þótt þau séu greidd út síðar á lífsleiðinni. Ég vil ekki þurfa að eyða seinustu árum mínum í stöðuga baráttu fyrir sjálfsögðum réttindum, vitandi það að enginn muni taka hanskann upp fyrir mig. Ég ætla því ekki sitja og þegja um stöðu eldri borgara þar til lífsklukkan mín slær 65 heldur huga að framtíðinni, stuðla að viðreisn lífeyriskerfisins og fara hrukkóttur og áhyggjulaus inn í efri árin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Þór Ingason Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Fíkn er sjúkdómur sem rýfur tengsl Sigurður Páll Jónsson Skoðun Höfuðborgin sem þjóðgarður: Arfleifð til komandi kynslóða Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Málefni unga fólksins hafa verið mikið í sviðsljósinu undanfarnar vikur enda kosningar rétt handan við hornið. Það fyrsta sem flestum dettur í hug þegar málefnum ungra kjósenda er veifað á loft er eflaust húsnæðisvandinn, Lánasjóður íslenskra námsmanna og fæðingarorlofssjóður enda allt brýn málefni sem tengjast veruleika margra á aldrinum 18 til 35 ára. Í mínum huga vantar þó inn í þessa upptalningu eitt stærsta hagsmunamál ungs fólks, lífeyrisjóðakerfið. Ef til vill finnst einhverjum skjóta skökku við að eitt helsta hagsmunamál unga fólksins sé kerfi sem einstaklingar á eftirlaunaaldri reiði sig á. Athyglisvert er þó að á sama tíma og þetta viðhorf er ríkjandi í umræðunni er talað um mikilvægi þess að þeir sem ungir eru að árum setji sér markmið og hugi vel að sinni framtíð. Á þessum tímapunkti sé ég ekki fram á að njóta verðskuldaðra þæginda á mínum efri árum, þegar ég hef lokið við að leggja mitt af mörkum við að byggja upp samfélagið. Í núverandi kerfi sé ég fram á að heildartekjur mínar verði langt undir lágmarkslaunum og að mér yrði refsað fyrir að starfa lengur í fullu- eða hlutastarfi (ef ég kýs það sjálfur og heilsan leyfir). Ef ég verð gamall í núverandi kerfi er eins gott að ég verði ekki einstæður, því þá yrði hætta á að mér yrði ómögulegt að borga hvort tveggja leigu- og lyfjakostnað. Í sannleika sagt vil ég síður þurfa að velja þarna á milli. Stjórnmálaaflið Viðreisn telur þennan veruleika ekki mannsæmandi endastöð fyrir fólk sem hefur stritað áratugum saman í þágu samfélagsins. Við viljum einfalda lífeyriskerfið og tryggja að heildartekjur verði aldrei lægri en sem nemur lágmarkslaunum hverju sinni. Með því að draga úr tekjutengingu getum við gefið fólki raunverulegt tækifæri til að bæta kjör sín, án þess að ríkið seilist með beinum hætti í vasa lífeyrisþega. Það er kominn tími til að hætta að tala um lífeyri eins og ölmusu og byrja að tala um lífeyrisgreiðslur sem laun, enda hefur þessi hópur svo sannarlega unnið fyrir þessum launum þótt þau séu greidd út síðar á lífsleiðinni. Ég vil ekki þurfa að eyða seinustu árum mínum í stöðuga baráttu fyrir sjálfsögðum réttindum, vitandi það að enginn muni taka hanskann upp fyrir mig. Ég ætla því ekki sitja og þegja um stöðu eldri borgara þar til lífsklukkan mín slær 65 heldur huga að framtíðinni, stuðla að viðreisn lífeyriskerfisins og fara hrukkóttur og áhyggjulaus inn í efri árin.
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun