Í sömu fötunum í rúmt ár Birta Björnsdóttir skrifar 7. maí 2016 19:30 Fyrir rétt rúmu ári síðan ákvað Júlíanna Ósk Hafberg að prófa að klæðast sömu fötunum í heilan mánuð. Síðan er liðið rúmt ár og Júlíanna hefur enn ekki skipt um föt. „Þetta var fyrst og fremst út frá umhverfissjónarmiði sem ég ákvað að prófa þetta. En ég vildi líka kanna viðbrögð samfélagsins, hvort fólk kippti sér upp við þetta eða tæki yfir höfuð eftir þessu. Það eru óskrifaðar reglur í samfélaginu að við megum ekki vera of mikið í sömu fötunum. Það má til dæmis ekki fara í sama kjólnum á tvær árshátíðir í röð, finnst manni. Þetta er svo brenglað og mig langaði að ýta aðeins við þessu," segir Júlíana. Hún keypti sér tvær eins skyrtur í versluninni Monki og hefur við hana klæðst sama jakkanum og sömu skónum í heilt ár. Buxurnar sem hún lagði upp með dugðu skammt svo þá fór hún í fataskápinn sinn og klæðist buxum sem hún átti fyrir. En hvernig hefur gengið að klæðast sömu flíkinni í heilt ár? Slitna flíkurnar ekki eða koma á þær blettir? „Jú það hefur auðvitað gengið á ýmsu. Ég reif gat á aðra skyrtuna mína og svo brenndi stelpa óvart gat á hina með sígarettu. Ég þarf bara að vera fljót að hugsa, laga flíkurnar og hugsa vel um þær. Það hafa auðvitað komið fullt af blettum á skyrturnar sem ég hef bara þurft að ná úr, og það hefur bara gengið." Júlíanna er á lokaári á fatahönnunarbraut í Listaháskóla Íslands. Endingargóð föt sem geta nýst vel og lengi var leiðarljós hennar í lokaverkefninu við skólann. Hún segist ekki vera búin að ákveða hvenær hún skipti um föt. „Þetta er búið að breyta mér og öllu mínu neyslumynstri. Ég mun allavega ekki fara til baka eins og ég var hvað varðar fatainnkaup," segir Júlíanna. Áhugasamir geta fylgst með tilraun Júlíönnu á bloggsíðu hennar, jhafberg.blogspot.is. Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Fyrir rétt rúmu ári síðan ákvað Júlíanna Ósk Hafberg að prófa að klæðast sömu fötunum í heilan mánuð. Síðan er liðið rúmt ár og Júlíanna hefur enn ekki skipt um föt. „Þetta var fyrst og fremst út frá umhverfissjónarmiði sem ég ákvað að prófa þetta. En ég vildi líka kanna viðbrögð samfélagsins, hvort fólk kippti sér upp við þetta eða tæki yfir höfuð eftir þessu. Það eru óskrifaðar reglur í samfélaginu að við megum ekki vera of mikið í sömu fötunum. Það má til dæmis ekki fara í sama kjólnum á tvær árshátíðir í röð, finnst manni. Þetta er svo brenglað og mig langaði að ýta aðeins við þessu," segir Júlíana. Hún keypti sér tvær eins skyrtur í versluninni Monki og hefur við hana klæðst sama jakkanum og sömu skónum í heilt ár. Buxurnar sem hún lagði upp með dugðu skammt svo þá fór hún í fataskápinn sinn og klæðist buxum sem hún átti fyrir. En hvernig hefur gengið að klæðast sömu flíkinni í heilt ár? Slitna flíkurnar ekki eða koma á þær blettir? „Jú það hefur auðvitað gengið á ýmsu. Ég reif gat á aðra skyrtuna mína og svo brenndi stelpa óvart gat á hina með sígarettu. Ég þarf bara að vera fljót að hugsa, laga flíkurnar og hugsa vel um þær. Það hafa auðvitað komið fullt af blettum á skyrturnar sem ég hef bara þurft að ná úr, og það hefur bara gengið." Júlíanna er á lokaári á fatahönnunarbraut í Listaháskóla Íslands. Endingargóð föt sem geta nýst vel og lengi var leiðarljós hennar í lokaverkefninu við skólann. Hún segist ekki vera búin að ákveða hvenær hún skipti um föt. „Þetta er búið að breyta mér og öllu mínu neyslumynstri. Ég mun allavega ekki fara til baka eins og ég var hvað varðar fatainnkaup," segir Júlíanna. Áhugasamir geta fylgst með tilraun Júlíönnu á bloggsíðu hennar, jhafberg.blogspot.is.
Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira