Innlent

Leita vitnis vegna banaslyss á Þingvallavegi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar banaslys á Þingvallavegi og leitar vitna.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar banaslys á Þingvallavegi og leitar vitna. Vísir/Hari
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar banaslys sem varð á Þingvallavegi þann 30.5.s.l.  en þá lést ökumaður bifhjóls. Lögreglan hefur upplýsingar um að kona hafi verið fyrst á vettvang og sinnt fyrstu hjálp á vettvangi.

Lögreglan óskar eftir að fá upplýsingar um konuna eða að hún hafi samband, gegnum síma 444-1858, gegnum netfangið hildur.run@lrh.is en einnig er hægt að senda okkur einkaskilaboð á fésbókarsíðu embættisins.

Uppfært klukkan 13.17: Vitnið sem lögreglan leitaði að hefur gefið sig fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×