Innlent

Bein útsending: Fréttir Stöðvar 2

Lögregla þurfti að snúa niður mann og handtaka eftir að til átaka kom við samkomuhús múslima í Skógarhlíð í dag. Á annan tug lögreglumanna kom á staðinn til að framfylgja dómi héraðsdóms Reykjavíkur og bera út Menningarsetur múslima sem haft hefur aðstöðu í húsinu undanfarin ár.

Fjallað verður um málið í fréttum Stöðvar 2. Þá verður einnig rætt við Má Guðmundsson seðlabankastjóra sem segir þenslumerki vera farin að sjást í hagkerfinu. Við verðum í beinni frá Keflavíkurflugvelli en flugfélagið Wow tók í dag í notkun þrjár nýjar breiðþotur.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 hefjast klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×