Kynning fornleifa í Sveitarfélaginu Vogum Þorvaldur Örn Árnason skrifar 10. mars 2016 09:50 Fyrir tæpum áratug síðan gerðu Sveitarfélagið Vogar og Fornleifastofnun Íslands með sér samning um aðalskráningu fornleifa í Sveitarfélaginu. Verkinu er að ljúka og verður afraksturinn kynntur á fundi í bókasafninu í Stóru-Vogaskóla á laugardaginn 12. mars kl. 15. Kristborg Þórsdóttir, fornleifafræðingur, verður með skygnusýningu og skýringar og svarar fyrirspurnum. Búast má við áhugaverðri kynningu, m.a. vegna þess að Kristborg hefur teiknað fjölda fornminja listavel og auk þess tekið ljósmyndir og teiknað fornleifakort þar sem fornleifar eru merktar inn á með GPS-nákvæmni eins og sjá má í skýrslunum. Allir eru velkomnir! Verkefnið er unnið samkvæmt stöðlum Fornleifastofnunar um skráningu fornleifa og niðurstöður skráðar í gagnagrunn sem nær til alls landsins. Þess má geta að Fornleifastofnun Íslands er sjálfseignarstofnun undir stjórn fornleifafræðinga, en ekki ríkisstofnun eins og nafnið gæti bent til. Samkvæmt lögum eru fornleifar hvers kyns mannvistarleifar, eitthvað sem menn hafa gert eða mannaverk eru á, og eru 100 ára og eldri. Ekki aðeins mannvirki heldur einnig staðir sem tengjast menningu og atvinnuvegum. Gott dæmi um það eru varirnar með allri ströndinni sem róið var úr um aldir. Ef nauðsynlegt er talið að spilla fornleifum eða hylja þær, þarf að leita heimildar Minjastofnunar Íslands. Starfsmenn Fornleifastofnunar skipulögðu tilhögun verksins, en tóku tillit til óska sveitarfélagsins um forgang tiltekinna skipulagssvæða. Sveitarfélagið veitti aðgang að tölvutækum loftmyndum til notkunar við skráninguna. Fornleifastofnun skilar staðsetningarhnitum fornleifa í sveitarfélaginu á tölvutæku formi sem má varpa inn á stafrænar loftmyndir og nýtist við skipulagsgerð. Sveitarfélagið Vogar hefur afnotarétt af afrakstri skráningarinnar, enda kostaði það vinnuna, en höfunda ber ætíð að geta. Verkinu er skilað í þremur skýrslum. Sú fyrsta kom út 2011, önnur 2014 og sú þriðja og síðasta er að koma út nú. Fornleifarnar eru vel á annað þúsund og skráðar og númeraðar eftir jörðum (lögbýlum). Hægt er að skoða tvær fyrstu skýrslurnar hér á vef sveitarfélagsins og sú þriðja verður aðgengileg þar innan skamms: https://www.vogar.is/Umhverfismal/Fornleifar_i_Vogum/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Skoðun Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Fyrir tæpum áratug síðan gerðu Sveitarfélagið Vogar og Fornleifastofnun Íslands með sér samning um aðalskráningu fornleifa í Sveitarfélaginu. Verkinu er að ljúka og verður afraksturinn kynntur á fundi í bókasafninu í Stóru-Vogaskóla á laugardaginn 12. mars kl. 15. Kristborg Þórsdóttir, fornleifafræðingur, verður með skygnusýningu og skýringar og svarar fyrirspurnum. Búast má við áhugaverðri kynningu, m.a. vegna þess að Kristborg hefur teiknað fjölda fornminja listavel og auk þess tekið ljósmyndir og teiknað fornleifakort þar sem fornleifar eru merktar inn á með GPS-nákvæmni eins og sjá má í skýrslunum. Allir eru velkomnir! Verkefnið er unnið samkvæmt stöðlum Fornleifastofnunar um skráningu fornleifa og niðurstöður skráðar í gagnagrunn sem nær til alls landsins. Þess má geta að Fornleifastofnun Íslands er sjálfseignarstofnun undir stjórn fornleifafræðinga, en ekki ríkisstofnun eins og nafnið gæti bent til. Samkvæmt lögum eru fornleifar hvers kyns mannvistarleifar, eitthvað sem menn hafa gert eða mannaverk eru á, og eru 100 ára og eldri. Ekki aðeins mannvirki heldur einnig staðir sem tengjast menningu og atvinnuvegum. Gott dæmi um það eru varirnar með allri ströndinni sem róið var úr um aldir. Ef nauðsynlegt er talið að spilla fornleifum eða hylja þær, þarf að leita heimildar Minjastofnunar Íslands. Starfsmenn Fornleifastofnunar skipulögðu tilhögun verksins, en tóku tillit til óska sveitarfélagsins um forgang tiltekinna skipulagssvæða. Sveitarfélagið veitti aðgang að tölvutækum loftmyndum til notkunar við skráninguna. Fornleifastofnun skilar staðsetningarhnitum fornleifa í sveitarfélaginu á tölvutæku formi sem má varpa inn á stafrænar loftmyndir og nýtist við skipulagsgerð. Sveitarfélagið Vogar hefur afnotarétt af afrakstri skráningarinnar, enda kostaði það vinnuna, en höfunda ber ætíð að geta. Verkinu er skilað í þremur skýrslum. Sú fyrsta kom út 2011, önnur 2014 og sú þriðja og síðasta er að koma út nú. Fornleifarnar eru vel á annað þúsund og skráðar og númeraðar eftir jörðum (lögbýlum). Hægt er að skoða tvær fyrstu skýrslurnar hér á vef sveitarfélagsins og sú þriðja verður aðgengileg þar innan skamms: https://www.vogar.is/Umhverfismal/Fornleifar_i_Vogum/
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar