Ogier í svigi gegnum kúahjörð Finnur Thorlacius skrifar 10. mars 2016 11:18 Heimsmeistarin í rallakstri, Sebastian Ogier, var um síðustu helgi að keppa í Rally Mexico keppninni og lenti í þeirri óskemmtilegu reynslu að aka fram á hjörð af kúm og kálfum á leið sinni sem fannst ekkert sjálfsagðara en að vera á meðal áhorfenda. Það kom sér vel að vera heimsmeistari í rallakstri því honum tókst að sviga gegnum hjörðina án þess að aka neina þeirra niður. Bíllinn var þó óþyrmilega nálægt kálf einum sem væntanlega hefur brugðið nokkuð við heimsóknina. Ogier var að vonum á gríðarmikilli ferð sem fyrr en þessi uppákoma tók samt ekki mikinn tíma af heimsmeistaranum en kenndi honum hæfni í svigakstri. Ogier ekur 300 hestafla Volkswagen Polo R rallbíl. Í keppninni í Mexíkó náði Ogier öðru sæti og jók forystu sína í heimsmeistarakeppninni. Sigurvegarinn varð Finninn Jari-Matti Latvala sem færðist uppí sjötta sæti í heildina með sigri sínum. Á meðfylgjandi myndskeiði sést hve fimlega Ogier tekst að forðast árekstur við kýr og kálfa. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent
Heimsmeistarin í rallakstri, Sebastian Ogier, var um síðustu helgi að keppa í Rally Mexico keppninni og lenti í þeirri óskemmtilegu reynslu að aka fram á hjörð af kúm og kálfum á leið sinni sem fannst ekkert sjálfsagðara en að vera á meðal áhorfenda. Það kom sér vel að vera heimsmeistari í rallakstri því honum tókst að sviga gegnum hjörðina án þess að aka neina þeirra niður. Bíllinn var þó óþyrmilega nálægt kálf einum sem væntanlega hefur brugðið nokkuð við heimsóknina. Ogier var að vonum á gríðarmikilli ferð sem fyrr en þessi uppákoma tók samt ekki mikinn tíma af heimsmeistaranum en kenndi honum hæfni í svigakstri. Ogier ekur 300 hestafla Volkswagen Polo R rallbíl. Í keppninni í Mexíkó náði Ogier öðru sæti og jók forystu sína í heimsmeistarakeppninni. Sigurvegarinn varð Finninn Jari-Matti Latvala sem færðist uppí sjötta sæti í heildina með sigri sínum. Á meðfylgjandi myndskeiði sést hve fimlega Ogier tekst að forðast árekstur við kýr og kálfa.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent