Ogier í svigi gegnum kúahjörð Finnur Thorlacius skrifar 10. mars 2016 11:18 Heimsmeistarin í rallakstri, Sebastian Ogier, var um síðustu helgi að keppa í Rally Mexico keppninni og lenti í þeirri óskemmtilegu reynslu að aka fram á hjörð af kúm og kálfum á leið sinni sem fannst ekkert sjálfsagðara en að vera á meðal áhorfenda. Það kom sér vel að vera heimsmeistari í rallakstri því honum tókst að sviga gegnum hjörðina án þess að aka neina þeirra niður. Bíllinn var þó óþyrmilega nálægt kálf einum sem væntanlega hefur brugðið nokkuð við heimsóknina. Ogier var að vonum á gríðarmikilli ferð sem fyrr en þessi uppákoma tók samt ekki mikinn tíma af heimsmeistaranum en kenndi honum hæfni í svigakstri. Ogier ekur 300 hestafla Volkswagen Polo R rallbíl. Í keppninni í Mexíkó náði Ogier öðru sæti og jók forystu sína í heimsmeistarakeppninni. Sigurvegarinn varð Finninn Jari-Matti Latvala sem færðist uppí sjötta sæti í heildina með sigri sínum. Á meðfylgjandi myndskeiði sést hve fimlega Ogier tekst að forðast árekstur við kýr og kálfa. Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent
Heimsmeistarin í rallakstri, Sebastian Ogier, var um síðustu helgi að keppa í Rally Mexico keppninni og lenti í þeirri óskemmtilegu reynslu að aka fram á hjörð af kúm og kálfum á leið sinni sem fannst ekkert sjálfsagðara en að vera á meðal áhorfenda. Það kom sér vel að vera heimsmeistari í rallakstri því honum tókst að sviga gegnum hjörðina án þess að aka neina þeirra niður. Bíllinn var þó óþyrmilega nálægt kálf einum sem væntanlega hefur brugðið nokkuð við heimsóknina. Ogier var að vonum á gríðarmikilli ferð sem fyrr en þessi uppákoma tók samt ekki mikinn tíma af heimsmeistaranum en kenndi honum hæfni í svigakstri. Ogier ekur 300 hestafla Volkswagen Polo R rallbíl. Í keppninni í Mexíkó náði Ogier öðru sæti og jók forystu sína í heimsmeistarakeppninni. Sigurvegarinn varð Finninn Jari-Matti Latvala sem færðist uppí sjötta sæti í heildina með sigri sínum. Á meðfylgjandi myndskeiði sést hve fimlega Ogier tekst að forðast árekstur við kýr og kálfa.
Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent