„Þetta er fáránleg yfirlýsing frú Sóley Tómasdóttir“ Jakob Bjarnar skrifar 10. mars 2016 12:40 Sóley sakar Sjálfstæðismenn um aðför gegn mannréttindaskrifstofu, ummæli sem þær Hildur og Áslaug vísa á bug sem fáránlegum. Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi sakar borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um aðför gegn mannréttindaskriftstofu Reykjavíkurborgar. Hildur Sverrisdóttir og Áslaug Friðriksdóttir hafa brugðist ókvæða við þeim ásökunum og Áslaug segir: „Þetta er fáránleg yfirlýsing frú Sóley Tómasdóttir“. Til nokkurra orðahnippinga milli borgarfulltrúa hefur komið inná síðu Sóleyjar Tómasdóttur borgarfulltrúa eftir að Vísir birti frétt um bréf Halldórs Auðar Svanssonar til borgarlögmanns þar sem hann fer fram á skýringar á lagalegri stöðu þeirra borgarstarfsmanna sem sitja undir ásökunum um meint hatursummæli sem þeir eiga að hafa látið falla. Anna Kristinsdóttir mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar hefur svarað fyrirspurnum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins en margir telja lítt á þeim svörum að græða. Ekkert liggur enn fyrir um hver sagði hvað um hvern við einhvern.Fullyrðingar úr lausu lofti gripnar Ljóst er að málið er umdeilt innan borgarinnar og varpar ljósi á talsverðan núning sem virðist vera milli borgarfulltrúa. Sóley tekur málið upp á Facebook-síðu sinni og tengir við frétt Vísis um málið. „Halldór [Auðar Svansson] hefur óskað eftir upplýsingum sem er hið besta mál. Það þýðir ekki að hann styðji við ásakanir Sjálfstæðisflokks um að hér sé einhver aðför í gangi gagnvart starfsfólki borgarinnar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks eru hér í ómaklegri aðför að mannréttindaskrifstofunni sem hefur það eitt til saka unnið að koma ábendingum frá borgarbúum á framfæri til viðeigandi sviða.“ Sóley bætir því við að þessi mál, sem og önnur starfsmannamál fari „bara í ferli sem er afar hæpið að kjörnir fulltrúar skipti sér af og fullyrðingar um áminningar og brottrektur eru úr lausu lofti gripnar.“Ósanngjörn ummæliHalldór, félagi Sóleyjar í meirihluta í borgarstjórn, reynir að stilla til friðar en bendir á að gott sé að halda því „til haga að mannréttindaskrifstofan virðist samkvæmt svörunum ekki vera í einhverju miðstýringar- eða boðvaldshlutverki þarna heldur snertir þetta ýmis svið borgarinnar og þá fyrst og fremst þau sem hafa með starfsmannahald að gera.“ En, Hildur Sverrisdóttir segir þetta ósanngjörn ummæli Sóleyjar og vísar því á bug að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borginni sé í ómaklegri aðför að mannréttindaskrifstofu. „Þetta mál byrjaði út af fréttaflutningi um að mannréttindaskrifstofa væri viðriðin athugasemdir varðandi hatursorðræðu. Það, plús það að tjáningarfrelsisréttindi eru mannréttindi, veldur því að fyrirspurn okkar beinist að því sviði. Gagnrýni okkar eftir svörin frá þeim hefur beinst að borginni almennt og stjórnkerfinu öllu og þeim sem bera ábyrgð á því, semsagt ykkur, en ekki bara mannréttindaskrifstofunni sem virðist einmitt bara vera einhver tengiliður í málinu. Það breytir því ekki að gagnrýni á kerfið í heild út af þessu máli á enn fyllilega rétt á sér.“ Og félagi Hildar, Áslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi, bætir við: „Ómakleg aðför? Þetta er fáránleg yfirlýsing frú Sóley Tómasdóttir. Hvernig væri bara að upplýsa málið og svara gagnrýninni.“Fáránleg og ódrengileg viðbrögðHildur heldur áfram að sauma að Sóley á Facebooksíðu þeirrar síðarnefndu og spyr hvað Sóley eigi við þegar hún segir fullyrðingar um áminningar og brotrekstur úr lausu lofti gripnar? „Ég hef auðvitað ekkert annað en svör skrifstofunnar við fyrirspurn okkar þar sem þetta kemur fram við spurningu minni um hverjar afleiðingarnar séu fyrir stöðu eða starf starfsmanna borgarinnar eftir að þeir hafa verið uppvísir að hatursorðræðu. Í svarinu segir: "Samkvæmt upplýsingum mannauðsskrifstofu eru afleiðingar þess að starfsmaður borgarinnar verði uppvís að hatursorðræðu getur það leitt til áminningar í starfi og brottreksturs láti viðkomandi ekki af slíku háttalagi eftir áminningu." Er þetta semsagt úr lausu lofti gripið í svari borgarinnar? Þá skrifast það á borgina en ekki okkur sem treystum því að svörin sem okkur berast séu auðvitað rétt. Fáránlegt og ódrengilegt að ýja að öðru.“Halldór hefur óskað eftir upplýsingum sem er hið besta mál. Það þýðir ekki að hann styðji við ásakanir Sjálfstæðisflokks...Posted by Sóley Tómasdóttir on 10. mars 2016 Tengdar fréttir Óskýr og loðin svör um meint hatursummæli borgarstarfsmanna Hildur Sverrisdóttir segir ótækt að borgin vilji hefta tjáningu starfsfólks á hæpnum forsendum, það sé í raun til skammar. 8. mars 2016 15:03 Reykjavíkurborg sökuð um stórabróðurathæfi Halldór Auðar Svansson telur hið dularfulla mál borgarinnar vegna meintra hatursummæla minna á mál Snorra í Betel. 10. mars 2016 10:12 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Sjá meira
Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi sakar borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um aðför gegn mannréttindaskriftstofu Reykjavíkurborgar. Hildur Sverrisdóttir og Áslaug Friðriksdóttir hafa brugðist ókvæða við þeim ásökunum og Áslaug segir: „Þetta er fáránleg yfirlýsing frú Sóley Tómasdóttir“. Til nokkurra orðahnippinga milli borgarfulltrúa hefur komið inná síðu Sóleyjar Tómasdóttur borgarfulltrúa eftir að Vísir birti frétt um bréf Halldórs Auðar Svanssonar til borgarlögmanns þar sem hann fer fram á skýringar á lagalegri stöðu þeirra borgarstarfsmanna sem sitja undir ásökunum um meint hatursummæli sem þeir eiga að hafa látið falla. Anna Kristinsdóttir mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar hefur svarað fyrirspurnum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins en margir telja lítt á þeim svörum að græða. Ekkert liggur enn fyrir um hver sagði hvað um hvern við einhvern.Fullyrðingar úr lausu lofti gripnar Ljóst er að málið er umdeilt innan borgarinnar og varpar ljósi á talsverðan núning sem virðist vera milli borgarfulltrúa. Sóley tekur málið upp á Facebook-síðu sinni og tengir við frétt Vísis um málið. „Halldór [Auðar Svansson] hefur óskað eftir upplýsingum sem er hið besta mál. Það þýðir ekki að hann styðji við ásakanir Sjálfstæðisflokks um að hér sé einhver aðför í gangi gagnvart starfsfólki borgarinnar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks eru hér í ómaklegri aðför að mannréttindaskrifstofunni sem hefur það eitt til saka unnið að koma ábendingum frá borgarbúum á framfæri til viðeigandi sviða.“ Sóley bætir því við að þessi mál, sem og önnur starfsmannamál fari „bara í ferli sem er afar hæpið að kjörnir fulltrúar skipti sér af og fullyrðingar um áminningar og brottrektur eru úr lausu lofti gripnar.“Ósanngjörn ummæliHalldór, félagi Sóleyjar í meirihluta í borgarstjórn, reynir að stilla til friðar en bendir á að gott sé að halda því „til haga að mannréttindaskrifstofan virðist samkvæmt svörunum ekki vera í einhverju miðstýringar- eða boðvaldshlutverki þarna heldur snertir þetta ýmis svið borgarinnar og þá fyrst og fremst þau sem hafa með starfsmannahald að gera.“ En, Hildur Sverrisdóttir segir þetta ósanngjörn ummæli Sóleyjar og vísar því á bug að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borginni sé í ómaklegri aðför að mannréttindaskrifstofu. „Þetta mál byrjaði út af fréttaflutningi um að mannréttindaskrifstofa væri viðriðin athugasemdir varðandi hatursorðræðu. Það, plús það að tjáningarfrelsisréttindi eru mannréttindi, veldur því að fyrirspurn okkar beinist að því sviði. Gagnrýni okkar eftir svörin frá þeim hefur beinst að borginni almennt og stjórnkerfinu öllu og þeim sem bera ábyrgð á því, semsagt ykkur, en ekki bara mannréttindaskrifstofunni sem virðist einmitt bara vera einhver tengiliður í málinu. Það breytir því ekki að gagnrýni á kerfið í heild út af þessu máli á enn fyllilega rétt á sér.“ Og félagi Hildar, Áslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi, bætir við: „Ómakleg aðför? Þetta er fáránleg yfirlýsing frú Sóley Tómasdóttir. Hvernig væri bara að upplýsa málið og svara gagnrýninni.“Fáránleg og ódrengileg viðbrögðHildur heldur áfram að sauma að Sóley á Facebooksíðu þeirrar síðarnefndu og spyr hvað Sóley eigi við þegar hún segir fullyrðingar um áminningar og brotrekstur úr lausu lofti gripnar? „Ég hef auðvitað ekkert annað en svör skrifstofunnar við fyrirspurn okkar þar sem þetta kemur fram við spurningu minni um hverjar afleiðingarnar séu fyrir stöðu eða starf starfsmanna borgarinnar eftir að þeir hafa verið uppvísir að hatursorðræðu. Í svarinu segir: "Samkvæmt upplýsingum mannauðsskrifstofu eru afleiðingar þess að starfsmaður borgarinnar verði uppvís að hatursorðræðu getur það leitt til áminningar í starfi og brottreksturs láti viðkomandi ekki af slíku háttalagi eftir áminningu." Er þetta semsagt úr lausu lofti gripið í svari borgarinnar? Þá skrifast það á borgina en ekki okkur sem treystum því að svörin sem okkur berast séu auðvitað rétt. Fáránlegt og ódrengilegt að ýja að öðru.“Halldór hefur óskað eftir upplýsingum sem er hið besta mál. Það þýðir ekki að hann styðji við ásakanir Sjálfstæðisflokks...Posted by Sóley Tómasdóttir on 10. mars 2016
Tengdar fréttir Óskýr og loðin svör um meint hatursummæli borgarstarfsmanna Hildur Sverrisdóttir segir ótækt að borgin vilji hefta tjáningu starfsfólks á hæpnum forsendum, það sé í raun til skammar. 8. mars 2016 15:03 Reykjavíkurborg sökuð um stórabróðurathæfi Halldór Auðar Svansson telur hið dularfulla mál borgarinnar vegna meintra hatursummæla minna á mál Snorra í Betel. 10. mars 2016 10:12 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Sjá meira
Óskýr og loðin svör um meint hatursummæli borgarstarfsmanna Hildur Sverrisdóttir segir ótækt að borgin vilji hefta tjáningu starfsfólks á hæpnum forsendum, það sé í raun til skammar. 8. mars 2016 15:03
Reykjavíkurborg sökuð um stórabróðurathæfi Halldór Auðar Svansson telur hið dularfulla mál borgarinnar vegna meintra hatursummæla minna á mál Snorra í Betel. 10. mars 2016 10:12