Almenningur hafður að féþúfu fjárglæframanna Heimir Már Pétursson skrifar 10. mars 2016 13:38 Þingmenn fordæmdu græðgisvæðinguna í þjóðfélaginu á þingfundi í morgun og gagnrýndu harðlega bónusgreiðslur til stjórnenda banka og arðgreiðslur tryggingafélaga. Almenningur væri hafður að féþúfu fjárglæframanna. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, reið á vaðið á þingfundi í morgun og sagði bónusgreiðslur í bönkunum sem ýmist væru að hluta eða alfarið í eigu ríkisins venjulegum Íslendingum óskiljanlegir. „Okkur er sagt að þetta sé alþjóðlegt samkeppnisumhverfi sem kalli á þessar greiðslur,“ sagði Þorsteinn. En honum væri ekki kunnugt um að margir íslenskir bankamenn störfuðu á háum launum í útlöndum. „Herra forseti ég er reiðubúinn að taka áhættuna af því að hér verði spekileki meðal bankamanna og þeir streymi til útlanda og fari að vinna og fari að vinna í erlendum stórbönkum. Svo illa vill til að það eru rúmlega tvö hundruð viðskiptamenntaðir menn á atvinnuleysisskrá á Íslandi og þeir geta örugglega hlaupið í skarðið,“ sagði Þorsteinn. Og þá fyrir laun sem samræmdust íslenskum veruleika. Alþingi hafi sett lög í fyrra til að stemma stigu viðóhóflegum bónusgreiðslum til bankamanna og ef til vill þyrfti að endurskoða þau lög. Karl Garðarsson, samflokksmaður Þorsteins, gagnrýndi þetta líka sem og arðgreiðslur tryggingafélaganna og borgunarmálið svo kallaða. Þessi mál öll vektu upp spurningar um í hvers konar þjóðfélagi Íslendingar vildu búa í framtíðinni. „Þeir sem auðguðust vel fyrir bankahrun eru ekki búnir að gleyma ljómanum sem var yfir öllu. Í dag eru komnar nýjar persónur og leikendur á sviðið en hugmyndafræðin er sú sama og hún byggist á eftirfarandi: Ég, um mig frá mér til mín,“ sagði Karl.Sjálftökuliðið komið aftur á kreikÓlína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði uggvænleg merki um það í samfélaginu að óminnisdansinn í kring um gullkálfinn væri hafinn á ný, rétt eins og árið 2007 væri runnið upp aftur. Þetta endurspeglaðist líka í skeitingarleysi á vettvangi strjórnmálanna. „Einkavæðing og markaðslausnir eiga að leysa hvers manns vanda. Viðskiptafrelsið skal í hávegum haft. En velferð almennings, nærgætni og umhyggja gagnvart manneskjunni eru lítils metin,“ sagði Ólína. Borgun væri seld útvöldum hópi á bakvið tjöldin og tryggingarfélögin létu greipar sópa um bótasjóðina sem safnast hefðu upp af uppsrengdum iðgjöldum vegna ofáætlana á tjóni. „Það er mál að linni. Það er nóg komið af því að íslenskur almenningur sé misnotaður svona og ítrekað hafður að féþúfu fjárglæframanna. Stjórnvöld verða að grípa til sinna ráða til að stöðva þessa óvissu. Það hafa verið sett lög á Íslandi af minna tilefni,“ sagði Ólína. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, tók undir með öðrum ræðumönnum og sagði þetta ástand ekki boðlegt. „Sjálftökuliðið sem rak þjóðarbúið í þrot með taumlausri græðgi sinni er komið á fullt aftur. Skömm sé þeim,“ sagði Bjarkey. Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira
Þingmenn fordæmdu græðgisvæðinguna í þjóðfélaginu á þingfundi í morgun og gagnrýndu harðlega bónusgreiðslur til stjórnenda banka og arðgreiðslur tryggingafélaga. Almenningur væri hafður að féþúfu fjárglæframanna. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, reið á vaðið á þingfundi í morgun og sagði bónusgreiðslur í bönkunum sem ýmist væru að hluta eða alfarið í eigu ríkisins venjulegum Íslendingum óskiljanlegir. „Okkur er sagt að þetta sé alþjóðlegt samkeppnisumhverfi sem kalli á þessar greiðslur,“ sagði Þorsteinn. En honum væri ekki kunnugt um að margir íslenskir bankamenn störfuðu á háum launum í útlöndum. „Herra forseti ég er reiðubúinn að taka áhættuna af því að hér verði spekileki meðal bankamanna og þeir streymi til útlanda og fari að vinna og fari að vinna í erlendum stórbönkum. Svo illa vill til að það eru rúmlega tvö hundruð viðskiptamenntaðir menn á atvinnuleysisskrá á Íslandi og þeir geta örugglega hlaupið í skarðið,“ sagði Þorsteinn. Og þá fyrir laun sem samræmdust íslenskum veruleika. Alþingi hafi sett lög í fyrra til að stemma stigu viðóhóflegum bónusgreiðslum til bankamanna og ef til vill þyrfti að endurskoða þau lög. Karl Garðarsson, samflokksmaður Þorsteins, gagnrýndi þetta líka sem og arðgreiðslur tryggingafélaganna og borgunarmálið svo kallaða. Þessi mál öll vektu upp spurningar um í hvers konar þjóðfélagi Íslendingar vildu búa í framtíðinni. „Þeir sem auðguðust vel fyrir bankahrun eru ekki búnir að gleyma ljómanum sem var yfir öllu. Í dag eru komnar nýjar persónur og leikendur á sviðið en hugmyndafræðin er sú sama og hún byggist á eftirfarandi: Ég, um mig frá mér til mín,“ sagði Karl.Sjálftökuliðið komið aftur á kreikÓlína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði uggvænleg merki um það í samfélaginu að óminnisdansinn í kring um gullkálfinn væri hafinn á ný, rétt eins og árið 2007 væri runnið upp aftur. Þetta endurspeglaðist líka í skeitingarleysi á vettvangi strjórnmálanna. „Einkavæðing og markaðslausnir eiga að leysa hvers manns vanda. Viðskiptafrelsið skal í hávegum haft. En velferð almennings, nærgætni og umhyggja gagnvart manneskjunni eru lítils metin,“ sagði Ólína. Borgun væri seld útvöldum hópi á bakvið tjöldin og tryggingarfélögin létu greipar sópa um bótasjóðina sem safnast hefðu upp af uppsrengdum iðgjöldum vegna ofáætlana á tjóni. „Það er mál að linni. Það er nóg komið af því að íslenskur almenningur sé misnotaður svona og ítrekað hafður að féþúfu fjárglæframanna. Stjórnvöld verða að grípa til sinna ráða til að stöðva þessa óvissu. Það hafa verið sett lög á Íslandi af minna tilefni,“ sagði Ólína. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, tók undir með öðrum ræðumönnum og sagði þetta ástand ekki boðlegt. „Sjálftökuliðið sem rak þjóðarbúið í þrot með taumlausri græðgi sinni er komið á fullt aftur. Skömm sé þeim,“ sagði Bjarkey.
Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira