Hópur eldri borgara íhugar málsókn vegna ágreinings um húsgjöld Höskuldur Kári Schram skrifar 10. mars 2016 20:00 Hópur íbúa í þjónustu og öryggisíbúðum Naustavarar í Kópavogi íhuga að höfða mál á hendur félaginu vegna ágreinings um hússjóð. Íbúarnir saka félagið um að nota sjóðinn til að standa straum af óskyldum kostnaði en heildarupphæðin hleypur á milljónum króna. Íbúðirnar sem eru við Boðaþing í Kópavogi eru sérhannaðar fyrir eldra fólk. Fyrstu íbúarnir fluttu inn árið 2010 og eru þeir nú um 120 talsins. Um er að ræða leiguíbúðir sem félagið Naustavör á og rekur. Íbúar greiða mánaðarlega tæpar fjórtán þúsund krónur í hússjóð en deilur um greiðslur úr sjóðnum hafa staðið yfir í nokkur ár. Hópur Íbúa telur að Naustavör hafi notað hússjóðinn til að standa straum af óskyldum kostnaði. Peningarnir hafi meðal annars verið notaðir til að standa undir stjórnunarkostnaði, rekstri púttvallar og eftirlitskerfa á svæðinu. Kostnaðurinn hleypur á milljónum króna. Að mati þessara íbúa ætti húsaleigan að standa undir þessum kostnaði enda sé hún hærri en á almennum leigumarkaði. Málinu var á síðasta ári skotið til kærunefndar húsamála sem komst að þeirri niðurstöðu að félagið hefði ekki heimild til að innheimta þessa kostnaðarliði með húsgjöldum. Naustavör hefur hins vegar ákveðið að fara ekki eftir þessari niðurstöðu og því íhuga íbúar nú að höfða mál á hendur félaginu. Pétur Kjartansson lögfræðingur hefur aðstoðað íbúana í málinu. „Íbúarnir vilja að Naustavör endurgreiði það sem félagið hefur oftekið í formi húsgjalda á undanförnum 3 til 4 árum sem eru verulegar fjárhæðir og skiptir íbúana miklu máli. Þetta er tekið með ólögmætum hætti og þeim ber að skila því,“ segir Pétur. Hann furðar sig á því að félagið hafi ákveðið að virða að vettugi niðurstöðu kærunefndar og segir að margsinnis hafi verið reynt að leita sátta í málinu en án árangurs. „Þeir hagsmunir sem vegast á hérna eru annars vegar varðir af gróðafélagi sem að Naustavör er. Þetta er bara húsaleigufélag sem er sveipað í umbúðir góðsemi og gæsku en þetta er ekki annað en harðsvírað gróðafélag. Hins vegar er hópur gamals fólks sem að kærir sig ekki um að standa í illdeilum. Er komið á stað þar sem fer vel um það. Þetta er fínt hús og það er vel hugsað um þau og það líður öllum vel. En það er engum manni bjóðandi á þessum aldri að þurfa að standa í málaferlum við leigusala sinn,“ segir Pétur. Sigurður Garðarsson framkvæmdastjóri Naustavarar segir að félagið sé rekið án arðsemismarkmiða og sé í eigu góðgerðarfélagsins Sjómannadagsráðs. Félagið telur að leigusamningar sem leigutakar hafa undirritað séu löglegir enda séu þeir gerðir með upplýstu samþykki leigjenda. Þess vegna snúist þetta mál fyrst og fremst um lagalega óvissu. Hann harmar ennfremur þá stöðu sem upp er komin. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
Hópur íbúa í þjónustu og öryggisíbúðum Naustavarar í Kópavogi íhuga að höfða mál á hendur félaginu vegna ágreinings um hússjóð. Íbúarnir saka félagið um að nota sjóðinn til að standa straum af óskyldum kostnaði en heildarupphæðin hleypur á milljónum króna. Íbúðirnar sem eru við Boðaþing í Kópavogi eru sérhannaðar fyrir eldra fólk. Fyrstu íbúarnir fluttu inn árið 2010 og eru þeir nú um 120 talsins. Um er að ræða leiguíbúðir sem félagið Naustavör á og rekur. Íbúar greiða mánaðarlega tæpar fjórtán þúsund krónur í hússjóð en deilur um greiðslur úr sjóðnum hafa staðið yfir í nokkur ár. Hópur Íbúa telur að Naustavör hafi notað hússjóðinn til að standa straum af óskyldum kostnaði. Peningarnir hafi meðal annars verið notaðir til að standa undir stjórnunarkostnaði, rekstri púttvallar og eftirlitskerfa á svæðinu. Kostnaðurinn hleypur á milljónum króna. Að mati þessara íbúa ætti húsaleigan að standa undir þessum kostnaði enda sé hún hærri en á almennum leigumarkaði. Málinu var á síðasta ári skotið til kærunefndar húsamála sem komst að þeirri niðurstöðu að félagið hefði ekki heimild til að innheimta þessa kostnaðarliði með húsgjöldum. Naustavör hefur hins vegar ákveðið að fara ekki eftir þessari niðurstöðu og því íhuga íbúar nú að höfða mál á hendur félaginu. Pétur Kjartansson lögfræðingur hefur aðstoðað íbúana í málinu. „Íbúarnir vilja að Naustavör endurgreiði það sem félagið hefur oftekið í formi húsgjalda á undanförnum 3 til 4 árum sem eru verulegar fjárhæðir og skiptir íbúana miklu máli. Þetta er tekið með ólögmætum hætti og þeim ber að skila því,“ segir Pétur. Hann furðar sig á því að félagið hafi ákveðið að virða að vettugi niðurstöðu kærunefndar og segir að margsinnis hafi verið reynt að leita sátta í málinu en án árangurs. „Þeir hagsmunir sem vegast á hérna eru annars vegar varðir af gróðafélagi sem að Naustavör er. Þetta er bara húsaleigufélag sem er sveipað í umbúðir góðsemi og gæsku en þetta er ekki annað en harðsvírað gróðafélag. Hins vegar er hópur gamals fólks sem að kærir sig ekki um að standa í illdeilum. Er komið á stað þar sem fer vel um það. Þetta er fínt hús og það er vel hugsað um þau og það líður öllum vel. En það er engum manni bjóðandi á þessum aldri að þurfa að standa í málaferlum við leigusala sinn,“ segir Pétur. Sigurður Garðarsson framkvæmdastjóri Naustavarar segir að félagið sé rekið án arðsemismarkmiða og sé í eigu góðgerðarfélagsins Sjómannadagsráðs. Félagið telur að leigusamningar sem leigutakar hafa undirritað séu löglegir enda séu þeir gerðir með upplýstu samþykki leigjenda. Þess vegna snúist þetta mál fyrst og fremst um lagalega óvissu. Hann harmar ennfremur þá stöðu sem upp er komin.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira