Þrefaldur Audi sigur Finnur Thorlacius skrifar 1. febrúar 2016 09:49 Audi Q7 jeppinn. Bílaframleiðandinn Audi má vera sáttur við sinn hlut eftir þrefaldan sigur í keppninni Best Cars 2016 sem fram fór á dögunum. Audi A1 var valinn sá besti í flokki minni fólksbíla, Audi A4 bar sigur af hólmi í flokki meðalstórra fólksbíla og Audi Q7 þótti skara fram úr í flokki jeppa. Það voru lesendur þýska bílablaðsins Auto Motor und Sport sem kusu á milli 364 bílategunda í ellefu flokkum og völdu sigurvegara hvers flokks. Verðlaunaafhendingin fór fram í fertugasta sinn í Stuttgart þann 28. janúar og við það tækifæri var haft eftir stjórnarformanni AUDI AG, Rupert Stadler, að hann væri himinlifandi með árangurinn. „Við erum hæstánægð með þrefaldan sigur í Best Car keppninni. Þessi eftirsóttu verðlaun endurspegla hversu sterkt vöruúrval okkar er og gefur okkur byr undir báða vængi fyrir nýtt ár.“ Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent
Bílaframleiðandinn Audi má vera sáttur við sinn hlut eftir þrefaldan sigur í keppninni Best Cars 2016 sem fram fór á dögunum. Audi A1 var valinn sá besti í flokki minni fólksbíla, Audi A4 bar sigur af hólmi í flokki meðalstórra fólksbíla og Audi Q7 þótti skara fram úr í flokki jeppa. Það voru lesendur þýska bílablaðsins Auto Motor und Sport sem kusu á milli 364 bílategunda í ellefu flokkum og völdu sigurvegara hvers flokks. Verðlaunaafhendingin fór fram í fertugasta sinn í Stuttgart þann 28. janúar og við það tækifæri var haft eftir stjórnarformanni AUDI AG, Rupert Stadler, að hann væri himinlifandi með árangurinn. „Við erum hæstánægð með þrefaldan sigur í Best Car keppninni. Þessi eftirsóttu verðlaun endurspegla hversu sterkt vöruúrval okkar er og gefur okkur byr undir báða vængi fyrir nýtt ár.“
Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent