Kia kynnir Drive Wise Finnur Thorlacius skrifar 1. febrúar 2016 14:41 Sjálfakandi Kia Soul í prufum. Kia Motors kynnti nýjustu tækninýjungar sínar undir heitinu Drive Wise á CES tæknisýningunni sem fram fór á dögunum í Las Vegas. Drive Wise tæknin snýst um aðstoðarökukerfi fyrir Kia bíla framtíðarinnar. Kia hefur lýst yfir þeim markmiðum sínum að koma fram með bíla sem verða að miklu leyti sjálfvirkir á markað árið 2020. Í framhaldi af því stefnir Kia á að koma með fyrsta sjálfakandi bíl fyrirtækisins á markað árið 2030. Hin nýja Drive Wise tækni Kia er nú þegar í þróun og vinnslu. Drive Wise á að koma fram með snjallar öryggislausnir fyrir næstu kynslóðir Kia bíla, uppræta eins og kostur er hugsanlegar hættur í umferðinni og bæta öryggi ökumanna, farþega og annarra sem í umferðinni eru. Stefnt er að því að Drive Wise tæknin muni gera Kia bíla sjálfvirkari í auknum mæli. Sjálfvirki búnaðurinn sem er í þróun á að sýna betra viðbragð og eftirtekt í akstri en venjulegur ökumaður myndi gera. Kia mun sýna enn betur fram á þróun hinnar nýju Drive Wise tækni á bílasýningunni í Genf í mars en þar munu gestir sýningarinnar fá að sjá inn í framtíðina hjá Kia varðandi sjálfvirkan akstur og ýmsar fleiri tækninýjungar sem snúa að aðstoðar- og öryggiskerfum bíla. Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent
Kia Motors kynnti nýjustu tækninýjungar sínar undir heitinu Drive Wise á CES tæknisýningunni sem fram fór á dögunum í Las Vegas. Drive Wise tæknin snýst um aðstoðarökukerfi fyrir Kia bíla framtíðarinnar. Kia hefur lýst yfir þeim markmiðum sínum að koma fram með bíla sem verða að miklu leyti sjálfvirkir á markað árið 2020. Í framhaldi af því stefnir Kia á að koma með fyrsta sjálfakandi bíl fyrirtækisins á markað árið 2030. Hin nýja Drive Wise tækni Kia er nú þegar í þróun og vinnslu. Drive Wise á að koma fram með snjallar öryggislausnir fyrir næstu kynslóðir Kia bíla, uppræta eins og kostur er hugsanlegar hættur í umferðinni og bæta öryggi ökumanna, farþega og annarra sem í umferðinni eru. Stefnt er að því að Drive Wise tæknin muni gera Kia bíla sjálfvirkari í auknum mæli. Sjálfvirki búnaðurinn sem er í þróun á að sýna betra viðbragð og eftirtekt í akstri en venjulegur ökumaður myndi gera. Kia mun sýna enn betur fram á þróun hinnar nýju Drive Wise tækni á bílasýningunni í Genf í mars en þar munu gestir sýningarinnar fá að sjá inn í framtíðina hjá Kia varðandi sjálfvirkan akstur og ýmsar fleiri tækninýjungar sem snúa að aðstoðar- og öryggiskerfum bíla.
Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent