Rangfærslurnar Ragnheiður Elín Árnadóttir skrifar 2. júní 2016 07:00 Í leiðara Fréttablaðsins í gær er meint verkleysi ríkisstjórnarinnar í málefnum ferðaþjónustunnar á kjörtímabilinu til umræðu. Þar finnst mér bera á þó nokkrum skorti á upplýsingum og því tel ég nauðsynlegt að draga nokkrar staðreyndir fram. Sú fyrsta er að aldrei áður hefur meiri fjármunum verið varið til uppbyggingar innviða á ferðamannastöðum en í tíð þessarar ríkisstjórnar. Á kjörtímabilinu hefur 2,3 milljörðum króna verið veitt í gegnum Framkvæmdasjóð ferðamannastaða til margra tuga verkefna um allt land. Í þjónustuhús og bætta salernisaðstöðu hefur um 350 milljónum verið varið, þar af rúmum 300 milljónum í ár og í fyrra. Það er því einfaldlega rangt sem leiðarahöfundur heldur fram um að ekkert hafi verið gert til að finna lausn á því hvernig takast eigi á við innviðauppbygginguna, eins og það er orðað í leiðaranum. Skýrsla EFLU um salernismál (sem reyndar var birt opinberlega 20. maí, þó svo að leiðarahöfundur hafi ekki séð hana fyrr en í fyrradag) er unnin að beiðni stjórnvalda til að leggja mat á ástand mála, meta hvar mestra úrbóta er þörf svo forgangsraða megi verkefnum og hraða þeim sem mest. Ýmsar tillögur eru gerðar til úrbóta og einnig bent á hverjar helstu hindranir úrbóta hafa verið. Í skýrslunni eru tilgreindir níu vinsælir staðir þar sem staðan er metin verst. Þegar er unnið að úrbótum við fimm þeirra; Goðafoss, Grábrók, Látrabjarg, Hjálparfoss og Dyrhólaey. Hinir fjórir staðirnir, Jökulsárlón, Seljalandsfoss, Dettifoss og Kerið, eiga það allir sammerkt að vera ýmist í einkaeigu eða í eigu sveitarfélaga. Staða þeirra mála er því á ábyrgð eigenda svæðanna, í einhverjum tilfellum eru deilur á milli eigenda að tefja fyrir úrbótum, annars staðar vantar að ljúka skipulagsvinnu og á enn öðrum telja menn ekki þörf á salernum vegna nálægðar við aðra þjónustukjarna. Og þá að fréttaflutningnum – „vorboðanum ljúfa“ eins og leiðarahöfundur kallar hann – af ferðamönnum sem ganga örna sinna hér og þar. Sem dæmi nefnir höfundur fréttir frá því í fyrra af ferðamanni sem gerði slíkt í þjóðargrafreitnum á Þingvöllum. Hvorki í leiðaranum – né í fréttinni sem vísað er til – er minnst á að í innan við 10 mínútna göngufæri við þjóðargrafreitinn eru í kringum 50 salerni sem þessum ferðamanni stóðu til boða. Er það aðstöðuleysi um að kenna að maðurinn kýs að fara þessa ósmekklegu leið sem vísað er til í fréttinni? Með sama hætti var ekki nefnt í fréttinni í fyrradag, um sambærilegt athæfi í heimreið við bæ í Eyjafirði, að sá staður er í um 10 km fjarlægð frá Akureyri og allri þeirri aðstöðu sem höfuðstaður Norðurlands býður upp á. Nú má ekki skilja sem svo að ég sé á einhvern hátt að réttlæta þetta athæfi, þvert á móti finnst mér það ógeðslegt hreint út sagt. En mitt verkefni er að vinna að því að tryggja aðstöðuna og bæta úr henni þar sem þess gerist þörf. Í leiðaranum er einnig fjallað um skort á langtímastefnumörkun í málaflokknum. Það er alrangt eins og flestir vita og fjallað hefur verið ítrekað um í fjölmiðlum síðustu mánuði og misseri. Vegvísir í ferðaþjónustu, sem er afrakstur samstarfs stjórnvalda og Samtaka ferðaþjónustunnar, var kynntur í október sl. Vinna við hann hófst haustið 2014 og tóku yfir 1.000 manns beinan þátt í þeirri vinnu. Stjórnstöð ferðamála, sem er samræmingar- og samstarfsvettvangur, tók svo til starfa 1. nóvember 2015, en þar koma ríkið, sveitarfélög og greinin sjálf sameiginlega að innleiðingu Vegvísisins. Þegar hefur náðst góður árangur af því samstarfi. Tryggðir voru auknir fjármunir til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða á þessu ári, búið er að forgangsraða til öryggismála og öll þau verkefni sem sett voru á oddinn í Vegvísinum eru ýmist hafin, í undirbúningi eða jafnvel lokið. Hér er einungis búið að nefna örlítið brot af því sem unnið hefur verið í málaflokki ferðaþjónustunnar á kjörtímabilinu. Auðvitað er verkefnalistinn hvergi tæmdur og áfram þarf að vinna í sameiningu að því að gera enn betur. Ég er að sjálfsögðu reiðubúin til þess að setjast niður með leiðarahöfundi hvenær sem er til þess að fara betur yfir þessi mál og veita allar þær upplýsingar sem hægt er til þess að tryggja að umræðan megi frekar verða á grundvelli staðreynda en ekki rangfærslna.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júní Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Í leiðara Fréttablaðsins í gær er meint verkleysi ríkisstjórnarinnar í málefnum ferðaþjónustunnar á kjörtímabilinu til umræðu. Þar finnst mér bera á þó nokkrum skorti á upplýsingum og því tel ég nauðsynlegt að draga nokkrar staðreyndir fram. Sú fyrsta er að aldrei áður hefur meiri fjármunum verið varið til uppbyggingar innviða á ferðamannastöðum en í tíð þessarar ríkisstjórnar. Á kjörtímabilinu hefur 2,3 milljörðum króna verið veitt í gegnum Framkvæmdasjóð ferðamannastaða til margra tuga verkefna um allt land. Í þjónustuhús og bætta salernisaðstöðu hefur um 350 milljónum verið varið, þar af rúmum 300 milljónum í ár og í fyrra. Það er því einfaldlega rangt sem leiðarahöfundur heldur fram um að ekkert hafi verið gert til að finna lausn á því hvernig takast eigi á við innviðauppbygginguna, eins og það er orðað í leiðaranum. Skýrsla EFLU um salernismál (sem reyndar var birt opinberlega 20. maí, þó svo að leiðarahöfundur hafi ekki séð hana fyrr en í fyrradag) er unnin að beiðni stjórnvalda til að leggja mat á ástand mála, meta hvar mestra úrbóta er þörf svo forgangsraða megi verkefnum og hraða þeim sem mest. Ýmsar tillögur eru gerðar til úrbóta og einnig bent á hverjar helstu hindranir úrbóta hafa verið. Í skýrslunni eru tilgreindir níu vinsælir staðir þar sem staðan er metin verst. Þegar er unnið að úrbótum við fimm þeirra; Goðafoss, Grábrók, Látrabjarg, Hjálparfoss og Dyrhólaey. Hinir fjórir staðirnir, Jökulsárlón, Seljalandsfoss, Dettifoss og Kerið, eiga það allir sammerkt að vera ýmist í einkaeigu eða í eigu sveitarfélaga. Staða þeirra mála er því á ábyrgð eigenda svæðanna, í einhverjum tilfellum eru deilur á milli eigenda að tefja fyrir úrbótum, annars staðar vantar að ljúka skipulagsvinnu og á enn öðrum telja menn ekki þörf á salernum vegna nálægðar við aðra þjónustukjarna. Og þá að fréttaflutningnum – „vorboðanum ljúfa“ eins og leiðarahöfundur kallar hann – af ferðamönnum sem ganga örna sinna hér og þar. Sem dæmi nefnir höfundur fréttir frá því í fyrra af ferðamanni sem gerði slíkt í þjóðargrafreitnum á Þingvöllum. Hvorki í leiðaranum – né í fréttinni sem vísað er til – er minnst á að í innan við 10 mínútna göngufæri við þjóðargrafreitinn eru í kringum 50 salerni sem þessum ferðamanni stóðu til boða. Er það aðstöðuleysi um að kenna að maðurinn kýs að fara þessa ósmekklegu leið sem vísað er til í fréttinni? Með sama hætti var ekki nefnt í fréttinni í fyrradag, um sambærilegt athæfi í heimreið við bæ í Eyjafirði, að sá staður er í um 10 km fjarlægð frá Akureyri og allri þeirri aðstöðu sem höfuðstaður Norðurlands býður upp á. Nú má ekki skilja sem svo að ég sé á einhvern hátt að réttlæta þetta athæfi, þvert á móti finnst mér það ógeðslegt hreint út sagt. En mitt verkefni er að vinna að því að tryggja aðstöðuna og bæta úr henni þar sem þess gerist þörf. Í leiðaranum er einnig fjallað um skort á langtímastefnumörkun í málaflokknum. Það er alrangt eins og flestir vita og fjallað hefur verið ítrekað um í fjölmiðlum síðustu mánuði og misseri. Vegvísir í ferðaþjónustu, sem er afrakstur samstarfs stjórnvalda og Samtaka ferðaþjónustunnar, var kynntur í október sl. Vinna við hann hófst haustið 2014 og tóku yfir 1.000 manns beinan þátt í þeirri vinnu. Stjórnstöð ferðamála, sem er samræmingar- og samstarfsvettvangur, tók svo til starfa 1. nóvember 2015, en þar koma ríkið, sveitarfélög og greinin sjálf sameiginlega að innleiðingu Vegvísisins. Þegar hefur náðst góður árangur af því samstarfi. Tryggðir voru auknir fjármunir til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða á þessu ári, búið er að forgangsraða til öryggismála og öll þau verkefni sem sett voru á oddinn í Vegvísinum eru ýmist hafin, í undirbúningi eða jafnvel lokið. Hér er einungis búið að nefna örlítið brot af því sem unnið hefur verið í málaflokki ferðaþjónustunnar á kjörtímabilinu. Auðvitað er verkefnalistinn hvergi tæmdur og áfram þarf að vinna í sameiningu að því að gera enn betur. Ég er að sjálfsögðu reiðubúin til þess að setjast niður með leiðarahöfundi hvenær sem er til þess að fara betur yfir þessi mál og veita allar þær upplýsingar sem hægt er til þess að tryggja að umræðan megi frekar verða á grundvelli staðreynda en ekki rangfærslna.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júní
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar