Eins og að drekka vatn Erla Gerður Sveinsdóttir skrifar 2. júní 2016 13:00 Þegar við segjum að eitthvað sé einfalt í framkvæmd er gjarnan haft á orði að þetta sé eins og að drekka vatn svo auðvelt er það. Í mínu starfi sem læknir hitti ég oft einstaklinga sem hreinlega drekka lítið sem ekkert vatn. Þeir upplifa sumir höfuðverk, svima, slappleika, bjúg og önnur einkenni sem þeir tengja ekki við ójafnvægi í vökvabúskap líkamans sem vissulega gæti verið raunin. Þess í stað skella þeir í sig einum kaffibolla eða orkudrykk til að reyna að hressa sig við. Slíkt gerir eingöngu stöðuna verri. Rannsóknir sýna að 25% barna og unglinga drekka minna vatn en þau þurfa. Neysla landans á sykruðum drykkjum slær hinsvegar vafasöm met. Þannig að ekki virðist þetta vera svo auðvelt. En hvað eigum við að drekka mikið vatn? Það er mismunandi milli einstaklinga. Það er mjög háð því hvað við annars erum að gera. Þeir sem hreyfa sig mikið þurfa meira vatn, þeir sem borða saltríka fæðu, drekka mikið kaffi eða gosdrykki þurfa meira vatn. Einfalda svarið er að ef þvagið er ljósgult og lyktar lítið, þá ertu að drekka hæfilega mikið vatn.Dagur offitunnar Evrópusamtök fagfólks um offitu stóðu fyrir degi offitunnar 21. maí síðastliðinn. Markmið með slíkum degi er að vekja athygli á vaxandi tíðni offitu sem í dag er um 60% meðal fullorðinna í Evrópu. Alþjóða heilbrigðisstofnunin spáir að hlutfallið í sumum löndum verði um 90% árið 2030 ef fer sem horfir. Félag fagfólks um offitu ásamt fleirum sem láta sér annt um heilsu landans hvetja nú til aukinnar vatnsdrykkju og hvetja um leið til minni neyslu á viðbættum sykri sem að miklu leyti kemur úr drykkjum. Þessi breyting gæti dregið úr offitu og margskonar heilsufarsvanda sem henni getur fylgt.Drekkum meira vatn og minni sykur Munum eftir vatninu. Drekkum alltaf vatn við þorsta. Drekkum vatn reglubundið yfir daginn áður en við finnum fyrir þorsta. Gerum vatnið aðgengilegt og girnilegt. Höfum flösku með köldu vatni tilbúna í ísskápnum. Höfum vatn við höndina yfir daginn í bílnum, á náttborðinu, á skrifborðinu. Setjum klaka, kreistum nokkra dropa af sítrónu eða setjum sneið af appelsínu út í til að fá smá bragð. Drekkum meira vatn og minni sykur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Þegar við segjum að eitthvað sé einfalt í framkvæmd er gjarnan haft á orði að þetta sé eins og að drekka vatn svo auðvelt er það. Í mínu starfi sem læknir hitti ég oft einstaklinga sem hreinlega drekka lítið sem ekkert vatn. Þeir upplifa sumir höfuðverk, svima, slappleika, bjúg og önnur einkenni sem þeir tengja ekki við ójafnvægi í vökvabúskap líkamans sem vissulega gæti verið raunin. Þess í stað skella þeir í sig einum kaffibolla eða orkudrykk til að reyna að hressa sig við. Slíkt gerir eingöngu stöðuna verri. Rannsóknir sýna að 25% barna og unglinga drekka minna vatn en þau þurfa. Neysla landans á sykruðum drykkjum slær hinsvegar vafasöm met. Þannig að ekki virðist þetta vera svo auðvelt. En hvað eigum við að drekka mikið vatn? Það er mismunandi milli einstaklinga. Það er mjög háð því hvað við annars erum að gera. Þeir sem hreyfa sig mikið þurfa meira vatn, þeir sem borða saltríka fæðu, drekka mikið kaffi eða gosdrykki þurfa meira vatn. Einfalda svarið er að ef þvagið er ljósgult og lyktar lítið, þá ertu að drekka hæfilega mikið vatn.Dagur offitunnar Evrópusamtök fagfólks um offitu stóðu fyrir degi offitunnar 21. maí síðastliðinn. Markmið með slíkum degi er að vekja athygli á vaxandi tíðni offitu sem í dag er um 60% meðal fullorðinna í Evrópu. Alþjóða heilbrigðisstofnunin spáir að hlutfallið í sumum löndum verði um 90% árið 2030 ef fer sem horfir. Félag fagfólks um offitu ásamt fleirum sem láta sér annt um heilsu landans hvetja nú til aukinnar vatnsdrykkju og hvetja um leið til minni neyslu á viðbættum sykri sem að miklu leyti kemur úr drykkjum. Þessi breyting gæti dregið úr offitu og margskonar heilsufarsvanda sem henni getur fylgt.Drekkum meira vatn og minni sykur Munum eftir vatninu. Drekkum alltaf vatn við þorsta. Drekkum vatn reglubundið yfir daginn áður en við finnum fyrir þorsta. Gerum vatnið aðgengilegt og girnilegt. Höfum flösku með köldu vatni tilbúna í ísskápnum. Höfum vatn við höndina yfir daginn í bílnum, á náttborðinu, á skrifborðinu. Setjum klaka, kreistum nokkra dropa af sítrónu eða setjum sneið af appelsínu út í til að fá smá bragð. Drekkum meira vatn og minni sykur.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar