Innlent

Fjölmennt útkall hjá slökkviliðinu í MS: Forstjórinn segir tilefnið lítið sem betur fer

Birgir Olgeirsson skrifar
Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna reyks.
Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna reyks. Vísir/Eyþór
Allt tiltækt lið hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kallað út í húsakynni Mjólkursamsölunnar á Bitruhálsi vegna tilkynningar um reyk á svæðinu.

Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar, segir að svo virðist vera sem það sé ekki reykur heldur hafi reykur komið úr einu rými. „Þetta var bara lítið tilefni sem betur fer,“ segir Ari. Eldvarnakerfi MS fór í gang og yfirgáfu starfsmenn húsið samkvæmt verklagi en ekki er um stórmál að ræða að sögn Ara og er slökkvilið nú að kanna betur aðstæður.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×