Ekki nema á færi þeirra ríku að eiga hunda Jakob Bjarnar skrifar 2. júní 2016 13:48 Hilmar Birgir og Herdís keyptu íbúð sína fyrir ári, á 30 milljónir en verða nú að selja því Tinni litli terrierhundurinn þeirra er óvelkominn í byggingunni. Nokkur styr hefur staðið um þrjá hunda sem eru í stóru fjölbýli sem stendur við Stakkholt. Í gærkvöldi var haldinn húsfundur um málið og voru hundarnir kosnir út með miklum og afgerandi meirihluta atkvæða. Húsið er mjög stórt, fjöldi íbúða tilheyrir byggingunni allri en eftir að kosningar í stigagangi þeim þar sem íbúð Hilmars er, 22 atkvæði gegn 8, þá þurfti ekki frekari vitnanna við. „Við skíttöpuðum,“ segir Hilmar Birgir Ólafsson forritari, en hann er yfir iPhone-forritun hjá QuizUp, sem hefur verið í forsvari fyrir hundaeigendur í húsinu. „Við vorum ekki bjartsýn fyrirfram en bjuggumst kannski ekki við þessu afhroði.“ Mbl hefur fjallað býsna skilmerkilega um málið, einnig. Parið er nú á förum úr húsinu. Þau geta ekki hugsað sér að láta frá sér hundinn, enda telja þau hann vera hluta fjölskyldunnar.Einhver gæti verið með ofnæmi Hilmar Birgir segir, í samtali við Vísi, þetta ákveðinn létti, hann er orðinn uppgefinn á þessu stríði og því að eiga yfir höfði sér heimsókn lögreglu og heilbrigðiseftirlit sem búið er að hóta honum fjarlægi hann og Herdís unnusta hans ekki Boston Terrier-hund sinn, hann Tinna, úr húsinu. Hilmar Birgir telur óumburðarlyndi einkenna málið allt.Boston Terrier-hundurinn Tinni. Frekar en að láta hann frá sér er ætlar fjölskyldan að flytja úr óvinveittu samfélaginu sem býr við Stakkholt.„Við höldum því fram að það sé engin truflun af þessu. Okkar hundur fer ekki einu sinni inn á sameignina og ég passa vel uppá að hann gelti ekki þegar hann er einn heima. Kannski að hann gelti þegar hann sér einhvern fyrir utan svalirnar,“ segir Hilmar Birgir og fullyrðir að hávaði í hundinum sé smávægilegur í samanburði við önnur umhverfishljóð sem hljóta að fylgja því að búa í sameign. Auk þess bendir Hilmar Birgir á að þau hafi ætíð farið með Tinna út um sérinngang, sem reyndar telst ekki sérinngangur heldur svaladyr – en þau búa á jarðhæð.Hiti í mannskapnum sem sótti fundinn Fundurinn var vel sóttur, enda hefur þetta mál vakið nokkra athygli, og Hilmar Birgir setti upp vefsíðu þar sem greint er ítarlega frá málavöxtu. Fram kom í máli þeirra sem voru mjög andsnúnir hundum í byggingunni að þeir væru ekki með hundaofnæmi, en þau þekktu mörg hver fólk sem er með hundaofnæmi og það fólk gæti komið í heimsókn. Þá óttaðist fólkið það jafnframt að ef ekki væru strangar reglur um þetta gæti hæglega farið svo að húsið allt myndi fyllast af hundum.Effý er einn Stakkholtshundana frægu, franskur Bulldog sem elskar að fara í göngutúr og sögð einstaklega hress, snyrtileg og vel góðhjörtuð lítill hvolpur.Margir tóku til máls, og auk þess sem það var margtekið fram þetta með hugsanlegt ofnæmi barnabarna, sem væru bráðum að koma í heimsókn og líkur væru á því að húsið myndi fyllast af hundum, var talið að hundafólkið væru lagabrjótar auk þess sem þau voru sökuð um tilfinningaklám: Að vera að setja upp téða síðu þar sem finna má myndir af hundunum – og vekja þannig athygli á þessu. Hilmar segir að þau hafi upplifað nokkra óvild á fundinum. „Mikið hitamál var fyrir fólk að þetta yrði alls ekki leyft. Þetta var vonlaus barátta frá fyrsta degi.“Hundar bara fyrir þá ríkuHilmar Birgir segist enginn ofnæmissérfræðingur en hann hafi aldrei heyrt talað um mann sem hafi orðið veikur við það eitt að hafa farið um gang þar sem hundur hefur komið. Þá segir hann lögin um þetta fremur flókin, og þau megi túlka á ýmsa lund. En, það þarf samþykki 2/3 til að mega vera með hund. Og það sé nánast útilokað í stórum blokkum, alltaf séu einhverjir sem sjá ekki sinn hag í því að samþykkja, sama hversu lítt þetta truflar viðkomandi. Lögum samkvæmt mega hundar koma í heimsókn í íbúðir en þeir mega ekki vera yfir nóttu.Aríu er á Stakkholtshundum lýst sérlega ljúfum Golden Retriever sem ekki geltir og að hún sé afar þrifaleg og dásamlega ljúf og góð.„Við vorum að vona að menn færu að endurskoða þetta ef við vektum athygli á þessu. Það er ekkert í boði fyrir alla að kaupa einbýlishús eða parhús, það kostar ekki minna en 50 milljónum,“ segir Hilmar Birgir og segir það þá af sjálfu leiða, að ekki sé á færi nema þeirra sem betur eru settir í þessu samfélagi að halda hund. „Já, maður er hálf svekktur eftir þetta,“ segir Hilmar Birgir sem þó lagði sig fram um að sýna ýtrustu stillingu í öllu þessu máli.Flytja heim til foreldraHilmar Birgir og kærasta hans Herdís, keyptu íbúðina fyrir ári síðan og gáfu þá fyrir 30 milljónir. „Það er kannski enginn heimsendir að flytja, maður hefur flutt oft áður og maður er feginn að þurfa ekki að standa í þessari baráttu lengur. Þótt við höfum tapað.Litla fjölskyldan er að flytja og ætlar að selja íbúð sína, þá sem þau keyptu fyrir ári. Það gera þau frekar en láta hundinn frá sér.Fyrsta skref verður að flytja til foreldra. „Við byrjum á að flytja til foreldra okkar. Virðist ómögulegt að finna leiguíbúð þar sem hundar eru leyfðir. Íbúð sem er með lagalegum sérinngangi.“ Hilmar Birgir telur þetta lýsa fremur leiðinlegu andrúmslofti, stífu samfélagi sem kannski er ekki gaman að búa í. Honum finnst sérkennilegt að þetta virðist ganga í öllum helstu stórborgum veraldar en á Íslandi eru allir með bráðaofnæmi fyrir hundum. „Þetta var tilkynnt til heilbrigðiseftirlitsins og við fengum tilkynningu um að við þyrftum að losa okkur við hundinn. Ég geri ráð fyrir því að það mál sé í vinnslu, þannig að við verðum að drífa okkur út. Maður nennir ekki að standa í þessu stríði lengur, að búa við það stöðugt að lögregla komi og fjarlægi hundinn.“ Hilmar segir ómögulegt að búa við slíkt álag og gott að það sé nú senn að baki. Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Nokkur styr hefur staðið um þrjá hunda sem eru í stóru fjölbýli sem stendur við Stakkholt. Í gærkvöldi var haldinn húsfundur um málið og voru hundarnir kosnir út með miklum og afgerandi meirihluta atkvæða. Húsið er mjög stórt, fjöldi íbúða tilheyrir byggingunni allri en eftir að kosningar í stigagangi þeim þar sem íbúð Hilmars er, 22 atkvæði gegn 8, þá þurfti ekki frekari vitnanna við. „Við skíttöpuðum,“ segir Hilmar Birgir Ólafsson forritari, en hann er yfir iPhone-forritun hjá QuizUp, sem hefur verið í forsvari fyrir hundaeigendur í húsinu. „Við vorum ekki bjartsýn fyrirfram en bjuggumst kannski ekki við þessu afhroði.“ Mbl hefur fjallað býsna skilmerkilega um málið, einnig. Parið er nú á förum úr húsinu. Þau geta ekki hugsað sér að láta frá sér hundinn, enda telja þau hann vera hluta fjölskyldunnar.Einhver gæti verið með ofnæmi Hilmar Birgir segir, í samtali við Vísi, þetta ákveðinn létti, hann er orðinn uppgefinn á þessu stríði og því að eiga yfir höfði sér heimsókn lögreglu og heilbrigðiseftirlit sem búið er að hóta honum fjarlægi hann og Herdís unnusta hans ekki Boston Terrier-hund sinn, hann Tinna, úr húsinu. Hilmar Birgir telur óumburðarlyndi einkenna málið allt.Boston Terrier-hundurinn Tinni. Frekar en að láta hann frá sér er ætlar fjölskyldan að flytja úr óvinveittu samfélaginu sem býr við Stakkholt.„Við höldum því fram að það sé engin truflun af þessu. Okkar hundur fer ekki einu sinni inn á sameignina og ég passa vel uppá að hann gelti ekki þegar hann er einn heima. Kannski að hann gelti þegar hann sér einhvern fyrir utan svalirnar,“ segir Hilmar Birgir og fullyrðir að hávaði í hundinum sé smávægilegur í samanburði við önnur umhverfishljóð sem hljóta að fylgja því að búa í sameign. Auk þess bendir Hilmar Birgir á að þau hafi ætíð farið með Tinna út um sérinngang, sem reyndar telst ekki sérinngangur heldur svaladyr – en þau búa á jarðhæð.Hiti í mannskapnum sem sótti fundinn Fundurinn var vel sóttur, enda hefur þetta mál vakið nokkra athygli, og Hilmar Birgir setti upp vefsíðu þar sem greint er ítarlega frá málavöxtu. Fram kom í máli þeirra sem voru mjög andsnúnir hundum í byggingunni að þeir væru ekki með hundaofnæmi, en þau þekktu mörg hver fólk sem er með hundaofnæmi og það fólk gæti komið í heimsókn. Þá óttaðist fólkið það jafnframt að ef ekki væru strangar reglur um þetta gæti hæglega farið svo að húsið allt myndi fyllast af hundum.Effý er einn Stakkholtshundana frægu, franskur Bulldog sem elskar að fara í göngutúr og sögð einstaklega hress, snyrtileg og vel góðhjörtuð lítill hvolpur.Margir tóku til máls, og auk þess sem það var margtekið fram þetta með hugsanlegt ofnæmi barnabarna, sem væru bráðum að koma í heimsókn og líkur væru á því að húsið myndi fyllast af hundum, var talið að hundafólkið væru lagabrjótar auk þess sem þau voru sökuð um tilfinningaklám: Að vera að setja upp téða síðu þar sem finna má myndir af hundunum – og vekja þannig athygli á þessu. Hilmar segir að þau hafi upplifað nokkra óvild á fundinum. „Mikið hitamál var fyrir fólk að þetta yrði alls ekki leyft. Þetta var vonlaus barátta frá fyrsta degi.“Hundar bara fyrir þá ríkuHilmar Birgir segist enginn ofnæmissérfræðingur en hann hafi aldrei heyrt talað um mann sem hafi orðið veikur við það eitt að hafa farið um gang þar sem hundur hefur komið. Þá segir hann lögin um þetta fremur flókin, og þau megi túlka á ýmsa lund. En, það þarf samþykki 2/3 til að mega vera með hund. Og það sé nánast útilokað í stórum blokkum, alltaf séu einhverjir sem sjá ekki sinn hag í því að samþykkja, sama hversu lítt þetta truflar viðkomandi. Lögum samkvæmt mega hundar koma í heimsókn í íbúðir en þeir mega ekki vera yfir nóttu.Aríu er á Stakkholtshundum lýst sérlega ljúfum Golden Retriever sem ekki geltir og að hún sé afar þrifaleg og dásamlega ljúf og góð.„Við vorum að vona að menn færu að endurskoða þetta ef við vektum athygli á þessu. Það er ekkert í boði fyrir alla að kaupa einbýlishús eða parhús, það kostar ekki minna en 50 milljónum,“ segir Hilmar Birgir og segir það þá af sjálfu leiða, að ekki sé á færi nema þeirra sem betur eru settir í þessu samfélagi að halda hund. „Já, maður er hálf svekktur eftir þetta,“ segir Hilmar Birgir sem þó lagði sig fram um að sýna ýtrustu stillingu í öllu þessu máli.Flytja heim til foreldraHilmar Birgir og kærasta hans Herdís, keyptu íbúðina fyrir ári síðan og gáfu þá fyrir 30 milljónir. „Það er kannski enginn heimsendir að flytja, maður hefur flutt oft áður og maður er feginn að þurfa ekki að standa í þessari baráttu lengur. Þótt við höfum tapað.Litla fjölskyldan er að flytja og ætlar að selja íbúð sína, þá sem þau keyptu fyrir ári. Það gera þau frekar en láta hundinn frá sér.Fyrsta skref verður að flytja til foreldra. „Við byrjum á að flytja til foreldra okkar. Virðist ómögulegt að finna leiguíbúð þar sem hundar eru leyfðir. Íbúð sem er með lagalegum sérinngangi.“ Hilmar Birgir telur þetta lýsa fremur leiðinlegu andrúmslofti, stífu samfélagi sem kannski er ekki gaman að búa í. Honum finnst sérkennilegt að þetta virðist ganga í öllum helstu stórborgum veraldar en á Íslandi eru allir með bráðaofnæmi fyrir hundum. „Þetta var tilkynnt til heilbrigðiseftirlitsins og við fengum tilkynningu um að við þyrftum að losa okkur við hundinn. Ég geri ráð fyrir því að það mál sé í vinnslu, þannig að við verðum að drífa okkur út. Maður nennir ekki að standa í þessu stríði lengur, að búa við það stöðugt að lögregla komi og fjarlægi hundinn.“ Hilmar segir ómögulegt að búa við slíkt álag og gott að það sé nú senn að baki.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent