Slitastjórn Glitnis; In Memoriam Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar 25. janúar 2016 07:00 Nú þegar slitastjórn Glitnis banka hf. er í andaslitrunum langar mig að minnast hennar. Leiðir okkar lágu fyrst saman árið 2010 þegar slitastjórnin stefndi umbjóðanda mínum í New York ásamt sex öðrum Íslendingum. Umbjóðandi minn frétti af málsókninni í fjölmiðlum, en slitastjórnin upplýsti hann um málsóknina með fréttatilkynningu til fjölmiðla. Slitastjórnin fylgdi henni eftir með blaðamannafundi á Hótel Nordica. Blaðamannafundurinn og stefnan í málinu var birt á netinu og vakti heimsathygli. Í stefnunni segir m.a. að umbjóðandi minn hafi verið hluti af glæpaklíku sem hafði meira en tvo milljarða dollara af Glitni með sviksamlegum og ólögmætum hætti. Aðspurður sagði formaður slitastjórnarinnar að gögn sýndu að Glitnir hefði verið rændur innan frá og málsóknin væri skref í þá átt að draga stefndu til ábyrgðar. Það var lítil stemming fyrir þessum málatilbúnaði í New York og um miðjan desember 2010 var málinu vísað frá. Slitastjórnin áfrýjaði niðurstöðunni en féll ári síðar frá áfrýjuninni. Sú ákvörðun segir töluvert um réttmæti málsóknarinnar enda tilgangur slitastjórnarinnar líklega aðeins að valda stefndu fjártjóni og skaða orðspor þeirra. Stuttu síðar höfðaði slitastjórnin nýtt dómsmál á hendur umbjóðanda mínum og níu öðrum fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Á nýjan leik var umbjóðanda mínum kynnt málsóknin í fjölmiðlum. Nú í Kastljósinu. Rétt fyrir jól 2015 felldi slitastjórnin málið niður gagnvart öllum stefndu. Sem fyrr segir það meira en mörg orð um málstaðinn. Þegar umbjóðandi minn gerði kröfu um málskostnað krafðist slitastjórnin þess að málið á hendur honum yrði endurvakið. Því hafnaði héraðsdómur. Slitastjórnin hefur því höfðað tvö dómsmál á hendur umbjóðanda mínum, kostað til þess milljörðum, og fellt bæði málin niður. Eðli málsins samkvæmt hafa þessar þarflausu málsóknir bakað umbjóðanda mínum fjártjón og miska. Það tjón er enn óbætt. Eins og tjón kröfuhafa þrotabúsins sem borga brúsann. Við leiðarlok vil ég þakka slitastjórninni samfylgdina. Megi hún hvíla í friði. Fáir munu sakna hennar, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Kroll International Ltd. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Nú þegar slitastjórn Glitnis banka hf. er í andaslitrunum langar mig að minnast hennar. Leiðir okkar lágu fyrst saman árið 2010 þegar slitastjórnin stefndi umbjóðanda mínum í New York ásamt sex öðrum Íslendingum. Umbjóðandi minn frétti af málsókninni í fjölmiðlum, en slitastjórnin upplýsti hann um málsóknina með fréttatilkynningu til fjölmiðla. Slitastjórnin fylgdi henni eftir með blaðamannafundi á Hótel Nordica. Blaðamannafundurinn og stefnan í málinu var birt á netinu og vakti heimsathygli. Í stefnunni segir m.a. að umbjóðandi minn hafi verið hluti af glæpaklíku sem hafði meira en tvo milljarða dollara af Glitni með sviksamlegum og ólögmætum hætti. Aðspurður sagði formaður slitastjórnarinnar að gögn sýndu að Glitnir hefði verið rændur innan frá og málsóknin væri skref í þá átt að draga stefndu til ábyrgðar. Það var lítil stemming fyrir þessum málatilbúnaði í New York og um miðjan desember 2010 var málinu vísað frá. Slitastjórnin áfrýjaði niðurstöðunni en féll ári síðar frá áfrýjuninni. Sú ákvörðun segir töluvert um réttmæti málsóknarinnar enda tilgangur slitastjórnarinnar líklega aðeins að valda stefndu fjártjóni og skaða orðspor þeirra. Stuttu síðar höfðaði slitastjórnin nýtt dómsmál á hendur umbjóðanda mínum og níu öðrum fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Á nýjan leik var umbjóðanda mínum kynnt málsóknin í fjölmiðlum. Nú í Kastljósinu. Rétt fyrir jól 2015 felldi slitastjórnin málið niður gagnvart öllum stefndu. Sem fyrr segir það meira en mörg orð um málstaðinn. Þegar umbjóðandi minn gerði kröfu um málskostnað krafðist slitastjórnin þess að málið á hendur honum yrði endurvakið. Því hafnaði héraðsdómur. Slitastjórnin hefur því höfðað tvö dómsmál á hendur umbjóðanda mínum, kostað til þess milljörðum, og fellt bæði málin niður. Eðli málsins samkvæmt hafa þessar þarflausu málsóknir bakað umbjóðanda mínum fjártjón og miska. Það tjón er enn óbætt. Eins og tjón kröfuhafa þrotabúsins sem borga brúsann. Við leiðarlok vil ég þakka slitastjórninni samfylgdina. Megi hún hvíla í friði. Fáir munu sakna hennar, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Kroll International Ltd. Höfundur er lögmaður.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar