Nærri 80 fórnarlömb vilja sanngirnisbætur Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 1. júlí 2016 05:00 Niðurstaða sérstakrar rannsóknarnefndar var sú að starfsmenn kaþólsku kirkjunnar hefðu ekki brugðist við ásökunum nemenda Landakotsskóla um ofbeldi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Alls sóttu 42 fyrrverandi nemendur Landakotsskóla og 36 fyrrverandi nemendur Heyrnleysingjaskólans um sanngirnisbætur á grundvelli innköllunar í vetur. Frestur til að lýsa kröfum rann út 10. júní síðastliðinn. „Bætur ber að ákveða samkvæmt lögum í samráði við innanríkisráðherra. Stefnt er að því að niðurstaða liggi fyrir snemma í ágúst,“ greinir Halldór Þormar, lögfræðingur hjá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, frá. Embættið kallaði eftir bótakröfum fyrrverandi nemenda Landakotsskóla vegna lagabreytingar í lok síðasta árs. Samkvæmt lagabreytingunni er ráðherra nú heimilt að víkja frá því skilyrði að könnun vistheimilanefndar liggi fyrir svo greiða megi sanngirnisbætur. Hafa má til viðmiðunar aðrar skýrslur sem varpa kunni ljós á málið. Vistheimilanefnd var skipuð til að kanna meðferð á stofnunum, sérskólum og heimilum hins opinbera í kjölfar upplýsinga um ofbeldi gegn drengjum sem vistaðir voru á uppeldisheimili ríkisins í Breiðavík á árunum 1952 til 1979. Kallað var eftir bótakröfum fyrrverandi nemenda Heyrnleysingjaskólans fyrir árið 1947 og eftir 1992 í kjölfar dóms Hæstaréttar 17. ?desember síðastliðinn. Vistheimilanefnd hafði afmarkað könnun á skólanum við tímabilið 1947-1992. Árið 1947 tóku gildi fyrstu lögin um vernd barna. Að sögn Halldórs taldi nefndin að með fyrstu barnaverndarlögin að leiðarljósi væri einfaldara en ella að skilgreina hvenær börnum væri misboðið auk þess sem erfiðara væri að afla upplýsinga eftir því sem fjær drægi samtímanum.„Bætur ber að ákveða samkvæmt lögum í samráði við innanríkisráðherra. Stefnt er að því að niðurstaða liggi fyrir snemma í ágúst.“ Halldór Þormar, lögfræðingur hjá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra.Síðari mörkin, árið 1992, hafi verið ákveðin þar sem nefndin hafi litið svo á að það væri ekki hlutverk hennar að upplýsa einstök atvik sem gætu verið refsiverð. Þegar könnun nefndarinnar hafi hafist 2008 hafi öll möguleg brot verið fyrnd á grundvelli hegningarlaga. Kona sem var nemandi í skólanum eftir 1992 og var synjað um greiðslu bóta höfðaði mál á hendur ríkinu. Samkvæmt dómi Hæstaréttar var afmörkun tímabilsins talin stangast á við lög þar sem nefndin hafi ekki haft umboð til þess auk þess sem í því fælist mismunun. Hátt í 900 einstaklingar hafa fengið sanngirnisbætur úr ríkissjóði á grundvelli könnunar vistheimilanefndar og nemur upphæðin samtals rétt rúmum tveimur milljörðum króna, að sögn Halldórs. Árið 2011 skipaði Róbert Spanó, forseti lagadeildar Háskóla Íslands, sérstaka rannsóknarnefnd að beiðni kaþólska biskupsins á Íslandi, sem hafði það verkefni að rannsaka starfshætti og viðbrögð við ásökunum á hendur þjónum kaþólsku kirkjunnar um ofbeldi, þar með talið kynferðisofbeldi. Niðurstaða nefndarinnar var að starfsmenn kirkjunnar hefðu ekki brugðist við ásökununum og í einhverjum tilvikum beitt þöggun. Það er skýrsla þeirrar nefndar sem innköllun sú sem nú er lokið er byggð á. Fréttablaðið greindi frá því í júní 2014 að kirkjan hefði boðið bætur frá rúmum 80 þúsundum króna upp í 300 þúsund krónur. Einstaklingar sem sættu illri meðferð á vistheimilum á vegum hins opinbera fengu frá 400 þúsundum króna upp í ríflega sex milljónir í sanngirnisbætur frá ríkinu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júlí 2016 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Alls sóttu 42 fyrrverandi nemendur Landakotsskóla og 36 fyrrverandi nemendur Heyrnleysingjaskólans um sanngirnisbætur á grundvelli innköllunar í vetur. Frestur til að lýsa kröfum rann út 10. júní síðastliðinn. „Bætur ber að ákveða samkvæmt lögum í samráði við innanríkisráðherra. Stefnt er að því að niðurstaða liggi fyrir snemma í ágúst,“ greinir Halldór Þormar, lögfræðingur hjá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, frá. Embættið kallaði eftir bótakröfum fyrrverandi nemenda Landakotsskóla vegna lagabreytingar í lok síðasta árs. Samkvæmt lagabreytingunni er ráðherra nú heimilt að víkja frá því skilyrði að könnun vistheimilanefndar liggi fyrir svo greiða megi sanngirnisbætur. Hafa má til viðmiðunar aðrar skýrslur sem varpa kunni ljós á málið. Vistheimilanefnd var skipuð til að kanna meðferð á stofnunum, sérskólum og heimilum hins opinbera í kjölfar upplýsinga um ofbeldi gegn drengjum sem vistaðir voru á uppeldisheimili ríkisins í Breiðavík á árunum 1952 til 1979. Kallað var eftir bótakröfum fyrrverandi nemenda Heyrnleysingjaskólans fyrir árið 1947 og eftir 1992 í kjölfar dóms Hæstaréttar 17. ?desember síðastliðinn. Vistheimilanefnd hafði afmarkað könnun á skólanum við tímabilið 1947-1992. Árið 1947 tóku gildi fyrstu lögin um vernd barna. Að sögn Halldórs taldi nefndin að með fyrstu barnaverndarlögin að leiðarljósi væri einfaldara en ella að skilgreina hvenær börnum væri misboðið auk þess sem erfiðara væri að afla upplýsinga eftir því sem fjær drægi samtímanum.„Bætur ber að ákveða samkvæmt lögum í samráði við innanríkisráðherra. Stefnt er að því að niðurstaða liggi fyrir snemma í ágúst.“ Halldór Þormar, lögfræðingur hjá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra.Síðari mörkin, árið 1992, hafi verið ákveðin þar sem nefndin hafi litið svo á að það væri ekki hlutverk hennar að upplýsa einstök atvik sem gætu verið refsiverð. Þegar könnun nefndarinnar hafi hafist 2008 hafi öll möguleg brot verið fyrnd á grundvelli hegningarlaga. Kona sem var nemandi í skólanum eftir 1992 og var synjað um greiðslu bóta höfðaði mál á hendur ríkinu. Samkvæmt dómi Hæstaréttar var afmörkun tímabilsins talin stangast á við lög þar sem nefndin hafi ekki haft umboð til þess auk þess sem í því fælist mismunun. Hátt í 900 einstaklingar hafa fengið sanngirnisbætur úr ríkissjóði á grundvelli könnunar vistheimilanefndar og nemur upphæðin samtals rétt rúmum tveimur milljörðum króna, að sögn Halldórs. Árið 2011 skipaði Róbert Spanó, forseti lagadeildar Háskóla Íslands, sérstaka rannsóknarnefnd að beiðni kaþólska biskupsins á Íslandi, sem hafði það verkefni að rannsaka starfshætti og viðbrögð við ásökunum á hendur þjónum kaþólsku kirkjunnar um ofbeldi, þar með talið kynferðisofbeldi. Niðurstaða nefndarinnar var að starfsmenn kirkjunnar hefðu ekki brugðist við ásökununum og í einhverjum tilvikum beitt þöggun. Það er skýrsla þeirrar nefndar sem innköllun sú sem nú er lokið er byggð á. Fréttablaðið greindi frá því í júní 2014 að kirkjan hefði boðið bætur frá rúmum 80 þúsundum króna upp í 300 þúsund krónur. Einstaklingar sem sættu illri meðferð á vistheimilum á vegum hins opinbera fengu frá 400 þúsundum króna upp í ríflega sex milljónir í sanngirnisbætur frá ríkinu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júlí 2016
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira