Jarðskjálfti kostaði hundruð manna lífið Guðsteinn Bjarnason skrifar 18. apríl 2016 07:00 Miklar skemmdir urðu í skjálftanum í Ekvador. Þessi mynd er frá bænum Pedemales þar sem bifreið varð undir þegar bygging hrundi. vísir/EPA Harður jarðskjálfti kostaði að minnsta kosti 235 lífið í Ekvador um helgina, að því er vitað var síðdegis. Meira en 1.500 manns urðu fyrir meiðslum og eignatjónið varð mikið. Björgunarmenn í þúsundatali héldu á verstu hamfarasvæðin til að leita þar í rústum að fólki, sem vera kynni á lífi. Þar á meðal eru fjögur þúsund lögreglumenn sem fluttir voru þangað með þyrlum og fólksflutningabílum. Erfitt var að komast að sumum þeim svæðum sem verst urðu úti vegna aurskriða sem fallið höfðu og hindruðu för björgunarfólksins. Margir helstu þjóðvegir landsins voru lokaðir. Meðal annars hrundi veggur á fangelsi, þannig að fjöldi fanga slapp út og voru margir ófundnir síðdegis í gær. Rafael Correa forseti lýsti yfir neyðarástandi í landinu og flýtti sér heim frá Róm, þar sem hann var í opinberri heimsókn. Jarðskjálftinn reið yfir rétt fyrir klukkan níu á laugardagskvöldi að staðartíma, en þá var klukkan rétt fyrir tólf á miðnætti hér á landi. Upptökin voru á 19 kílómetra dýpi á strjálbýlu svæði við Kyrrahafsströndina, í 27 km fjarlægð frá bænum Muisne í Esmeraldas-héraði. Bæirnir Manta og Pedernales, báðir í næsta nágrenni, urðu verst úti. Skjálftinn mældist 7,8 stig og er sá versti í sögu Ekvadors í nærri 40 ár, eða frá því skjálfti af stærðinni 8,2 stig reið þar yfir. Talið er að meira en fimmtán milljón manns hafi fundið fyrir skjálftanum, eða nánast allir íbúar landsins. Hátt í tvær milljónir manna búa á svæðum þar sem hann fannst mjög vel. Tugir húsa hrundu að mestu til grunna, þar á meðal nokkrar íbúðablokkir. Nokkuð algengt er að skjálftar af stærðinni sjö stig eða þar yfir verði á þessum slóðum. Frá árinu 1970 hafa sjö slíkir skjálftar orðið á svæði sem er innan við 250 kílómetra frá upptökum skjálftans nú um helgina. Þessir skjálftar urðu allir á flekasamskeytum við vesturströnd Suður-Ameríku.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Sjá meira
Harður jarðskjálfti kostaði að minnsta kosti 235 lífið í Ekvador um helgina, að því er vitað var síðdegis. Meira en 1.500 manns urðu fyrir meiðslum og eignatjónið varð mikið. Björgunarmenn í þúsundatali héldu á verstu hamfarasvæðin til að leita þar í rústum að fólki, sem vera kynni á lífi. Þar á meðal eru fjögur þúsund lögreglumenn sem fluttir voru þangað með þyrlum og fólksflutningabílum. Erfitt var að komast að sumum þeim svæðum sem verst urðu úti vegna aurskriða sem fallið höfðu og hindruðu för björgunarfólksins. Margir helstu þjóðvegir landsins voru lokaðir. Meðal annars hrundi veggur á fangelsi, þannig að fjöldi fanga slapp út og voru margir ófundnir síðdegis í gær. Rafael Correa forseti lýsti yfir neyðarástandi í landinu og flýtti sér heim frá Róm, þar sem hann var í opinberri heimsókn. Jarðskjálftinn reið yfir rétt fyrir klukkan níu á laugardagskvöldi að staðartíma, en þá var klukkan rétt fyrir tólf á miðnætti hér á landi. Upptökin voru á 19 kílómetra dýpi á strjálbýlu svæði við Kyrrahafsströndina, í 27 km fjarlægð frá bænum Muisne í Esmeraldas-héraði. Bæirnir Manta og Pedernales, báðir í næsta nágrenni, urðu verst úti. Skjálftinn mældist 7,8 stig og er sá versti í sögu Ekvadors í nærri 40 ár, eða frá því skjálfti af stærðinni 8,2 stig reið þar yfir. Talið er að meira en fimmtán milljón manns hafi fundið fyrir skjálftanum, eða nánast allir íbúar landsins. Hátt í tvær milljónir manna búa á svæðum þar sem hann fannst mjög vel. Tugir húsa hrundu að mestu til grunna, þar á meðal nokkrar íbúðablokkir. Nokkuð algengt er að skjálftar af stærðinni sjö stig eða þar yfir verði á þessum slóðum. Frá árinu 1970 hafa sjö slíkir skjálftar orðið á svæði sem er innan við 250 kílómetra frá upptökum skjálftans nú um helgina. Þessir skjálftar urðu allir á flekasamskeytum við vesturströnd Suður-Ameríku.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Sjá meira