Ólafur fer enn fram Haukur Sigurðsson skrifar 20. apríl 2016 07:00 Ólafur Ragnar Grímsson hefur nú gert heyrinkunnugt að hann ætli enn einu sinni að bjóða fram starfskrafta sína sem forseti Íslands. Aftur eru óvissutímar líkt og 2012 og þess vegna getur hann boðið sig fram á fjögurra ára fresti það sem hann á eftir ólifað. Óvissa mun ríkja í öllum þjóðfélögum samtímans eins og sjá má þegar litið er yfir veröldina. Hann nefndi í ávarpi sínu á Bessastöðum hin fjölmennu mótmæli á Austurvelli, en ekki var ljóst í máli hans hvort hann teldi að þau væru til marks um upplausn í þjóðfélaginu eða að þar mætti greina þjóðarsálina. Í huga hans gæti hafa verið ótti við svipaðar afleiðingar og urðu af mótmælunum 2008-9 sem leiddu af sér vinstri stjórn sem var honum ekki að skapi. Er sama hætta á ferðinni nú? Þetta hljómar eins og afsökun fyrir framboði. Aðalástæðan er að hann langar til að vera áfram forseti og sér í hendi sér að hann gæti látið margt til sín taka ef óvissan er svona mikil. Þá er runnin upp stundin til að eyða allri óvissu sem hrjáir forseta. Stjórnarandstöðuflokkarnir verða að tala markvisst saman, ná samstöðu í meginmálum þjóðarinnar, móta sér sameiginlega stefnu fyrir næstu kosningar. Þjóðin kallar á sameiginlegan lista sem setur á oddinn að draga fram stjórnarskrá stjórnlagaráðs, ákveða þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-umsóknina og gerbreyta um stefnu í heilbrigðismálum svo að eitthvað sé nefnt. Verði Ólafur Ragnar enn kjörinn forseti mun hann þurfa að mæta slíkri ríkisstjórn sem gengur samhent fram með þjóðarfylgi að baki sér. Þá verður hann verkefnalaus á þessu sviði. Hann fær ekki að fást við stjórnarmyndun ósamstæðra flokka þar sem hann getur möndlað um, fært til hér og tekið þar. Til fundar við hann gengur samhent ríkisstjórn af einum lista. Þá verður Ólafur Ragnar Grímsson í vanda staddur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson hefur nú gert heyrinkunnugt að hann ætli enn einu sinni að bjóða fram starfskrafta sína sem forseti Íslands. Aftur eru óvissutímar líkt og 2012 og þess vegna getur hann boðið sig fram á fjögurra ára fresti það sem hann á eftir ólifað. Óvissa mun ríkja í öllum þjóðfélögum samtímans eins og sjá má þegar litið er yfir veröldina. Hann nefndi í ávarpi sínu á Bessastöðum hin fjölmennu mótmæli á Austurvelli, en ekki var ljóst í máli hans hvort hann teldi að þau væru til marks um upplausn í þjóðfélaginu eða að þar mætti greina þjóðarsálina. Í huga hans gæti hafa verið ótti við svipaðar afleiðingar og urðu af mótmælunum 2008-9 sem leiddu af sér vinstri stjórn sem var honum ekki að skapi. Er sama hætta á ferðinni nú? Þetta hljómar eins og afsökun fyrir framboði. Aðalástæðan er að hann langar til að vera áfram forseti og sér í hendi sér að hann gæti látið margt til sín taka ef óvissan er svona mikil. Þá er runnin upp stundin til að eyða allri óvissu sem hrjáir forseta. Stjórnarandstöðuflokkarnir verða að tala markvisst saman, ná samstöðu í meginmálum þjóðarinnar, móta sér sameiginlega stefnu fyrir næstu kosningar. Þjóðin kallar á sameiginlegan lista sem setur á oddinn að draga fram stjórnarskrá stjórnlagaráðs, ákveða þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-umsóknina og gerbreyta um stefnu í heilbrigðismálum svo að eitthvað sé nefnt. Verði Ólafur Ragnar enn kjörinn forseti mun hann þurfa að mæta slíkri ríkisstjórn sem gengur samhent fram með þjóðarfylgi að baki sér. Þá verður hann verkefnalaus á þessu sviði. Hann fær ekki að fást við stjórnarmyndun ósamstæðra flokka þar sem hann getur möndlað um, fært til hér og tekið þar. Til fundar við hann gengur samhent ríkisstjórn af einum lista. Þá verður Ólafur Ragnar Grímsson í vanda staddur.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar