Eru ungir, einhleypir og fáfróðir um trúmál Guðsteinn Bjarnason skrifar 20. apríl 2016 07:00 Tveir menn á þrítugsaldri, nefndir Ayoub B. og Ebrahim Hadj B., mættu fyrir dómara í Þýskalandi síðasta haust, eftir að hafa farið til Sýrlands í þeim tilgangi að ganga til liðs við Íslamska ríkið. Fréttablaðið/EPA Skjölin frá Íslamska ríkinu, Daish-samtökunum svonefndu, sem lekið var til fjölmiðla staðfesta það að liðsmenn þeirra eru flestir ungir og einhleypir karlmenn sem hafa aðeins yfirborðskennda þekkingu á trúmálum. Mennirnir voru meðal annars spurðir um ríkisfang og búsetu. Þar kemur fram að einn mannanna sagðist hafa búsetu á Íslandi, en enginn sagðist vera með íslenskt ríkisfang. Alls voru upplýsingar um meira en 4.600 einstaklinga í skjölunum, sem voru á USB-lykli sem stolið var frá Daish í Sýrlandi. Maður að nafni Abu Muhammed stal lyklinum og kom honum til NBC-fréttastofunnar í Bandaríkjunum. Fréttastofan afhenti stjórnvöldum upplýsingarnar og nú hafa sérfræðingar hersins í West Point unnið upp úr þeim skýrslu sem varpar ljósi á margt varðandi starfsemi Daish. Á lyklinum voru eyðublöð sem hafa verið útfyllt þegar einstaklingarnir fóru yfir landamærin frá Tyrklandi til Sýrlands til að ganga til liðs við samtökin. Að meðaltali voru mennirnir 26 til 27 ára þegar þeir fylltu út eyðublöðin, fæddir 1987 eða 1988. Sá elsti var þó fæddur 1945 og þar með að nálgast sjötugt. Hann var kvæntur fimm barna faðir sem óskaði eftir því að berjast með samtökunum en vildi ekki fylla flokk sjálfsvígsárásarmanna. Athygli vekur að einungis tólf prósent mannanna bjóða sig fram til sjálfsvígsárása. Hin 88 prósentin vilja aðeins taka þátt í hernaði af öðru tagi. Flestir þessir menn virðast hafa harla yfirborðskennda þekkingu á íslamstrú. Þannig segjast einungis fimm prósent þeirra hafa mikla þekkingu á sjaría-lögum múslima. Sjötíu prósent segjast einungis hafa byrjendaþekkingu á sjaría. Menntunarstig þeirra er engu að síður frekar hátt. Meira en þriðjungur hefur sótt nám á háskólastigi en einungis fimmtán prósent segjast eingöngu hafa lokið barnaskólanámi. Reyndar gefa álíka margir ekki upp menntun sína þannig að þeir gætu verið allt að 30 prósent sem ekki hafa lokið nema barnaskólanámi. Flestir þeir, sem hafa haldið áfram í skóla eftir framhaldsskólapróf, eru í störfum sem krefjast ekki sérstakrar menntunar, eða eru atvinnulausir.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 20. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Sjá meira
Skjölin frá Íslamska ríkinu, Daish-samtökunum svonefndu, sem lekið var til fjölmiðla staðfesta það að liðsmenn þeirra eru flestir ungir og einhleypir karlmenn sem hafa aðeins yfirborðskennda þekkingu á trúmálum. Mennirnir voru meðal annars spurðir um ríkisfang og búsetu. Þar kemur fram að einn mannanna sagðist hafa búsetu á Íslandi, en enginn sagðist vera með íslenskt ríkisfang. Alls voru upplýsingar um meira en 4.600 einstaklinga í skjölunum, sem voru á USB-lykli sem stolið var frá Daish í Sýrlandi. Maður að nafni Abu Muhammed stal lyklinum og kom honum til NBC-fréttastofunnar í Bandaríkjunum. Fréttastofan afhenti stjórnvöldum upplýsingarnar og nú hafa sérfræðingar hersins í West Point unnið upp úr þeim skýrslu sem varpar ljósi á margt varðandi starfsemi Daish. Á lyklinum voru eyðublöð sem hafa verið útfyllt þegar einstaklingarnir fóru yfir landamærin frá Tyrklandi til Sýrlands til að ganga til liðs við samtökin. Að meðaltali voru mennirnir 26 til 27 ára þegar þeir fylltu út eyðublöðin, fæddir 1987 eða 1988. Sá elsti var þó fæddur 1945 og þar með að nálgast sjötugt. Hann var kvæntur fimm barna faðir sem óskaði eftir því að berjast með samtökunum en vildi ekki fylla flokk sjálfsvígsárásarmanna. Athygli vekur að einungis tólf prósent mannanna bjóða sig fram til sjálfsvígsárása. Hin 88 prósentin vilja aðeins taka þátt í hernaði af öðru tagi. Flestir þessir menn virðast hafa harla yfirborðskennda þekkingu á íslamstrú. Þannig segjast einungis fimm prósent þeirra hafa mikla þekkingu á sjaría-lögum múslima. Sjötíu prósent segjast einungis hafa byrjendaþekkingu á sjaría. Menntunarstig þeirra er engu að síður frekar hátt. Meira en þriðjungur hefur sótt nám á háskólastigi en einungis fimmtán prósent segjast eingöngu hafa lokið barnaskólanámi. Reyndar gefa álíka margir ekki upp menntun sína þannig að þeir gætu verið allt að 30 prósent sem ekki hafa lokið nema barnaskólanámi. Flestir þeir, sem hafa haldið áfram í skóla eftir framhaldsskólapróf, eru í störfum sem krefjast ekki sérstakrar menntunar, eða eru atvinnulausir.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 20. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Sjá meira