Óreyndir öryggisverðir Ívar Halldórsson skrifar 5. desember 2016 12:41 Nú í jólaösinni fjölgar öryggisvörðum í verslunum. En hvaðan koma allir þessir öryggisverðir? Ekki eru þeir til á lager hjá öryggiseftirlitsfyrirtækjunum. Og ekki vaxa þeir á trjánum. Þegar eftirspurn eykst, grípa ýmis öryggiseftirlitsfyrirtæki til þess ráðs að ráða unga og óreynda námsmenn í öryggisgæslu. Þetta eru oft á tíðum menntskælingar sem vilja aukavinnu í desember til að eiga fyrir jólagjöfum o.þ.h. En hvaða skilyrði þarf manneskja að uppfylla til að gerast öryggisvörður í dag? Hvers konar þjálfun þarf manneskja að fá til að geta sinnt þeirri ábyrgð að gæta verðmæta verslana og stöðva þjófa á faglegan máta? Svo virðist sem að viðkomandi þurfi aðeins að passa í vinnufötin til að fá titilinn. Slík virðist manneklan vera orðin í öryggiseftirliti á þessum tíma árs. Öryggisvarðarbúningurinn er látinn fela reynsluleysið og fyrirtæki eru látin greiða fullt verð fyrir þjónustu sem óreyndur starfsmaðurinn getur á engan hátt veitt. Ég hef fylgst með þessu versna undanfarin ár og finnst mér persónulega ósanngjarnt að öryggisfyrirtæki láti viðskiptavini sína greiða fullt gjald fyrir óframfærið og óöruggt ungt fólk í lógó-skyrtum, sem það nennir jafnvel ekki að girða ofan í brækurnar, áður en fyrsta vaktin hefst. Ég hef rætt við þetta fólk og veit því hversu slæmt ástandið er. Þetta unga og óreynda fólk mætir til starfa hjá fyrirtækjum án nokkurrar reynslu í öryggisvörslu. Sumir nýliðar hafa aðeins fengið ábendingu um að horfa á eitthvað kennslumyndband áður en það mætir til öryggisstarfa í fyrsta sinn á ævinni. Í starfsmannahallærinu er hoppað yfir starfsþjálfunarþáttinn og nýgræðingar eru útskrifaðir athugasemdalaust og settir í fallega búninga - gjörsamlega grænir á bak við eyrun. Þeir eru á engan hátt í stakk búnir til að bregðast við aðstæðum sem upp geta komið þegar þjófar reyna að komast undan með verðmæti verslana. Þegar það mætir á staðinn fellur það því oft í hlut þess sem þjónustuna kaupir að fræða óupplýstan öryggisvörðinn um hvernig hann eigi að sinna starfi sínu. Þetta eru ekki góð viðskipti að mínu mati. Ég hef því miður séð allt of marga viðvaninga á vegum öryggisfyrirtækja í jólavertíðinni. Oft hef ég séð óreynda starfsmenn standa áhugalausa og annars hugar við öryggishliðin. Ósannfærandi og óöruggir standa þeir kyrrir og forðast að hafa afskipti af fólki; afskipti sem eru auðvitað óumflýjanleg ef koma á í veg fyrir þjófnað. Reyndar man ég eftir einum sem nennti ekki einu sinni að standa í lappirnar. Hann fékk sér bara sæti og fór að leika sér í símanum sínum. Metnaðurinn enginn. „Fötin skapa manninn“, söng Laddi um árið. Þótt mikið sé til í því tel ég þó víst að fötin skapi ekki lækna, löggur, slökkviliðsmenn og öryggisverði. Reynslan er ekki í rúllukraganum, svo að segja. Þjálfun og fræðsla skapa fagmanninn. Titla og einkennisbúninga þarf að vinna sér inn. Að láta óreynda og ófrædda unglinga sinna öryggisvörslu er að mínu mati lítilsvirðing við þá öryggisverði sem hafa með miklum metnaði sérhæft sig til starfans og unnið sér þannig inn einkennisbúninginn. Ekki síst er ósanngjarnt gagnvart fyrirtækjaeigendum, sem kaupa öryggisþjónustuna í góðri trú um að „varan“ sé góð, að senda þeim óþjálfaða öryggisverði. Mörg fyrirtæki eru þó því miður að kaupa köttinn í sekknum um þessar mundir. Einu fyrirtækin sem geta sætt sig við þykjustu-öryggisverði eru þau fyrirtæki sem eiga aðeins við þykjustu-þjófa að etja í desember, en þau munu víst ekki vera mörg að mér skilst. Fyrirtæki sem eiga fjárhagslegra hagsmuna að gæta ættu því að vanda val sitt þegar kemur að kaupum á öryggisþjónustu og alls ekki að sætta sig að greiða fullt verð fyrir faglausa þjónustu. Það er þá alveg eins gott að kaupa einhvern öryggisbúning á Amazon og fá síðan frænda sinn eða frænku til að standa í honum fyrir sanngjarna upphæð; þ.e. ef starfsreynsla, geta og hæfni gilda einu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nú í jólaösinni fjölgar öryggisvörðum í verslunum. En hvaðan koma allir þessir öryggisverðir? Ekki eru þeir til á lager hjá öryggiseftirlitsfyrirtækjunum. Og ekki vaxa þeir á trjánum. Þegar eftirspurn eykst, grípa ýmis öryggiseftirlitsfyrirtæki til þess ráðs að ráða unga og óreynda námsmenn í öryggisgæslu. Þetta eru oft á tíðum menntskælingar sem vilja aukavinnu í desember til að eiga fyrir jólagjöfum o.þ.h. En hvaða skilyrði þarf manneskja að uppfylla til að gerast öryggisvörður í dag? Hvers konar þjálfun þarf manneskja að fá til að geta sinnt þeirri ábyrgð að gæta verðmæta verslana og stöðva þjófa á faglegan máta? Svo virðist sem að viðkomandi þurfi aðeins að passa í vinnufötin til að fá titilinn. Slík virðist manneklan vera orðin í öryggiseftirliti á þessum tíma árs. Öryggisvarðarbúningurinn er látinn fela reynsluleysið og fyrirtæki eru látin greiða fullt verð fyrir þjónustu sem óreyndur starfsmaðurinn getur á engan hátt veitt. Ég hef fylgst með þessu versna undanfarin ár og finnst mér persónulega ósanngjarnt að öryggisfyrirtæki láti viðskiptavini sína greiða fullt gjald fyrir óframfærið og óöruggt ungt fólk í lógó-skyrtum, sem það nennir jafnvel ekki að girða ofan í brækurnar, áður en fyrsta vaktin hefst. Ég hef rætt við þetta fólk og veit því hversu slæmt ástandið er. Þetta unga og óreynda fólk mætir til starfa hjá fyrirtækjum án nokkurrar reynslu í öryggisvörslu. Sumir nýliðar hafa aðeins fengið ábendingu um að horfa á eitthvað kennslumyndband áður en það mætir til öryggisstarfa í fyrsta sinn á ævinni. Í starfsmannahallærinu er hoppað yfir starfsþjálfunarþáttinn og nýgræðingar eru útskrifaðir athugasemdalaust og settir í fallega búninga - gjörsamlega grænir á bak við eyrun. Þeir eru á engan hátt í stakk búnir til að bregðast við aðstæðum sem upp geta komið þegar þjófar reyna að komast undan með verðmæti verslana. Þegar það mætir á staðinn fellur það því oft í hlut þess sem þjónustuna kaupir að fræða óupplýstan öryggisvörðinn um hvernig hann eigi að sinna starfi sínu. Þetta eru ekki góð viðskipti að mínu mati. Ég hef því miður séð allt of marga viðvaninga á vegum öryggisfyrirtækja í jólavertíðinni. Oft hef ég séð óreynda starfsmenn standa áhugalausa og annars hugar við öryggishliðin. Ósannfærandi og óöruggir standa þeir kyrrir og forðast að hafa afskipti af fólki; afskipti sem eru auðvitað óumflýjanleg ef koma á í veg fyrir þjófnað. Reyndar man ég eftir einum sem nennti ekki einu sinni að standa í lappirnar. Hann fékk sér bara sæti og fór að leika sér í símanum sínum. Metnaðurinn enginn. „Fötin skapa manninn“, söng Laddi um árið. Þótt mikið sé til í því tel ég þó víst að fötin skapi ekki lækna, löggur, slökkviliðsmenn og öryggisverði. Reynslan er ekki í rúllukraganum, svo að segja. Þjálfun og fræðsla skapa fagmanninn. Titla og einkennisbúninga þarf að vinna sér inn. Að láta óreynda og ófrædda unglinga sinna öryggisvörslu er að mínu mati lítilsvirðing við þá öryggisverði sem hafa með miklum metnaði sérhæft sig til starfans og unnið sér þannig inn einkennisbúninginn. Ekki síst er ósanngjarnt gagnvart fyrirtækjaeigendum, sem kaupa öryggisþjónustuna í góðri trú um að „varan“ sé góð, að senda þeim óþjálfaða öryggisverði. Mörg fyrirtæki eru þó því miður að kaupa köttinn í sekknum um þessar mundir. Einu fyrirtækin sem geta sætt sig við þykjustu-öryggisverði eru þau fyrirtæki sem eiga aðeins við þykjustu-þjófa að etja í desember, en þau munu víst ekki vera mörg að mér skilst. Fyrirtæki sem eiga fjárhagslegra hagsmuna að gæta ættu því að vanda val sitt þegar kemur að kaupum á öryggisþjónustu og alls ekki að sætta sig að greiða fullt verð fyrir faglausa þjónustu. Það er þá alveg eins gott að kaupa einhvern öryggisbúning á Amazon og fá síðan frænda sinn eða frænku til að standa í honum fyrir sanngjarna upphæð; þ.e. ef starfsreynsla, geta og hæfni gilda einu.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar