Óreyndir öryggisverðir Ívar Halldórsson skrifar 5. desember 2016 12:41 Nú í jólaösinni fjölgar öryggisvörðum í verslunum. En hvaðan koma allir þessir öryggisverðir? Ekki eru þeir til á lager hjá öryggiseftirlitsfyrirtækjunum. Og ekki vaxa þeir á trjánum. Þegar eftirspurn eykst, grípa ýmis öryggiseftirlitsfyrirtæki til þess ráðs að ráða unga og óreynda námsmenn í öryggisgæslu. Þetta eru oft á tíðum menntskælingar sem vilja aukavinnu í desember til að eiga fyrir jólagjöfum o.þ.h. En hvaða skilyrði þarf manneskja að uppfylla til að gerast öryggisvörður í dag? Hvers konar þjálfun þarf manneskja að fá til að geta sinnt þeirri ábyrgð að gæta verðmæta verslana og stöðva þjófa á faglegan máta? Svo virðist sem að viðkomandi þurfi aðeins að passa í vinnufötin til að fá titilinn. Slík virðist manneklan vera orðin í öryggiseftirliti á þessum tíma árs. Öryggisvarðarbúningurinn er látinn fela reynsluleysið og fyrirtæki eru látin greiða fullt verð fyrir þjónustu sem óreyndur starfsmaðurinn getur á engan hátt veitt. Ég hef fylgst með þessu versna undanfarin ár og finnst mér persónulega ósanngjarnt að öryggisfyrirtæki láti viðskiptavini sína greiða fullt gjald fyrir óframfærið og óöruggt ungt fólk í lógó-skyrtum, sem það nennir jafnvel ekki að girða ofan í brækurnar, áður en fyrsta vaktin hefst. Ég hef rætt við þetta fólk og veit því hversu slæmt ástandið er. Þetta unga og óreynda fólk mætir til starfa hjá fyrirtækjum án nokkurrar reynslu í öryggisvörslu. Sumir nýliðar hafa aðeins fengið ábendingu um að horfa á eitthvað kennslumyndband áður en það mætir til öryggisstarfa í fyrsta sinn á ævinni. Í starfsmannahallærinu er hoppað yfir starfsþjálfunarþáttinn og nýgræðingar eru útskrifaðir athugasemdalaust og settir í fallega búninga - gjörsamlega grænir á bak við eyrun. Þeir eru á engan hátt í stakk búnir til að bregðast við aðstæðum sem upp geta komið þegar þjófar reyna að komast undan með verðmæti verslana. Þegar það mætir á staðinn fellur það því oft í hlut þess sem þjónustuna kaupir að fræða óupplýstan öryggisvörðinn um hvernig hann eigi að sinna starfi sínu. Þetta eru ekki góð viðskipti að mínu mati. Ég hef því miður séð allt of marga viðvaninga á vegum öryggisfyrirtækja í jólavertíðinni. Oft hef ég séð óreynda starfsmenn standa áhugalausa og annars hugar við öryggishliðin. Ósannfærandi og óöruggir standa þeir kyrrir og forðast að hafa afskipti af fólki; afskipti sem eru auðvitað óumflýjanleg ef koma á í veg fyrir þjófnað. Reyndar man ég eftir einum sem nennti ekki einu sinni að standa í lappirnar. Hann fékk sér bara sæti og fór að leika sér í símanum sínum. Metnaðurinn enginn. „Fötin skapa manninn“, söng Laddi um árið. Þótt mikið sé til í því tel ég þó víst að fötin skapi ekki lækna, löggur, slökkviliðsmenn og öryggisverði. Reynslan er ekki í rúllukraganum, svo að segja. Þjálfun og fræðsla skapa fagmanninn. Titla og einkennisbúninga þarf að vinna sér inn. Að láta óreynda og ófrædda unglinga sinna öryggisvörslu er að mínu mati lítilsvirðing við þá öryggisverði sem hafa með miklum metnaði sérhæft sig til starfans og unnið sér þannig inn einkennisbúninginn. Ekki síst er ósanngjarnt gagnvart fyrirtækjaeigendum, sem kaupa öryggisþjónustuna í góðri trú um að „varan“ sé góð, að senda þeim óþjálfaða öryggisverði. Mörg fyrirtæki eru þó því miður að kaupa köttinn í sekknum um þessar mundir. Einu fyrirtækin sem geta sætt sig við þykjustu-öryggisverði eru þau fyrirtæki sem eiga aðeins við þykjustu-þjófa að etja í desember, en þau munu víst ekki vera mörg að mér skilst. Fyrirtæki sem eiga fjárhagslegra hagsmuna að gæta ættu því að vanda val sitt þegar kemur að kaupum á öryggisþjónustu og alls ekki að sætta sig að greiða fullt verð fyrir faglausa þjónustu. Það er þá alveg eins gott að kaupa einhvern öryggisbúning á Amazon og fá síðan frænda sinn eða frænku til að standa í honum fyrir sanngjarna upphæð; þ.e. ef starfsreynsla, geta og hæfni gilda einu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Nú í jólaösinni fjölgar öryggisvörðum í verslunum. En hvaðan koma allir þessir öryggisverðir? Ekki eru þeir til á lager hjá öryggiseftirlitsfyrirtækjunum. Og ekki vaxa þeir á trjánum. Þegar eftirspurn eykst, grípa ýmis öryggiseftirlitsfyrirtæki til þess ráðs að ráða unga og óreynda námsmenn í öryggisgæslu. Þetta eru oft á tíðum menntskælingar sem vilja aukavinnu í desember til að eiga fyrir jólagjöfum o.þ.h. En hvaða skilyrði þarf manneskja að uppfylla til að gerast öryggisvörður í dag? Hvers konar þjálfun þarf manneskja að fá til að geta sinnt þeirri ábyrgð að gæta verðmæta verslana og stöðva þjófa á faglegan máta? Svo virðist sem að viðkomandi þurfi aðeins að passa í vinnufötin til að fá titilinn. Slík virðist manneklan vera orðin í öryggiseftirliti á þessum tíma árs. Öryggisvarðarbúningurinn er látinn fela reynsluleysið og fyrirtæki eru látin greiða fullt verð fyrir þjónustu sem óreyndur starfsmaðurinn getur á engan hátt veitt. Ég hef fylgst með þessu versna undanfarin ár og finnst mér persónulega ósanngjarnt að öryggisfyrirtæki láti viðskiptavini sína greiða fullt gjald fyrir óframfærið og óöruggt ungt fólk í lógó-skyrtum, sem það nennir jafnvel ekki að girða ofan í brækurnar, áður en fyrsta vaktin hefst. Ég hef rætt við þetta fólk og veit því hversu slæmt ástandið er. Þetta unga og óreynda fólk mætir til starfa hjá fyrirtækjum án nokkurrar reynslu í öryggisvörslu. Sumir nýliðar hafa aðeins fengið ábendingu um að horfa á eitthvað kennslumyndband áður en það mætir til öryggisstarfa í fyrsta sinn á ævinni. Í starfsmannahallærinu er hoppað yfir starfsþjálfunarþáttinn og nýgræðingar eru útskrifaðir athugasemdalaust og settir í fallega búninga - gjörsamlega grænir á bak við eyrun. Þeir eru á engan hátt í stakk búnir til að bregðast við aðstæðum sem upp geta komið þegar þjófar reyna að komast undan með verðmæti verslana. Þegar það mætir á staðinn fellur það því oft í hlut þess sem þjónustuna kaupir að fræða óupplýstan öryggisvörðinn um hvernig hann eigi að sinna starfi sínu. Þetta eru ekki góð viðskipti að mínu mati. Ég hef því miður séð allt of marga viðvaninga á vegum öryggisfyrirtækja í jólavertíðinni. Oft hef ég séð óreynda starfsmenn standa áhugalausa og annars hugar við öryggishliðin. Ósannfærandi og óöruggir standa þeir kyrrir og forðast að hafa afskipti af fólki; afskipti sem eru auðvitað óumflýjanleg ef koma á í veg fyrir þjófnað. Reyndar man ég eftir einum sem nennti ekki einu sinni að standa í lappirnar. Hann fékk sér bara sæti og fór að leika sér í símanum sínum. Metnaðurinn enginn. „Fötin skapa manninn“, söng Laddi um árið. Þótt mikið sé til í því tel ég þó víst að fötin skapi ekki lækna, löggur, slökkviliðsmenn og öryggisverði. Reynslan er ekki í rúllukraganum, svo að segja. Þjálfun og fræðsla skapa fagmanninn. Titla og einkennisbúninga þarf að vinna sér inn. Að láta óreynda og ófrædda unglinga sinna öryggisvörslu er að mínu mati lítilsvirðing við þá öryggisverði sem hafa með miklum metnaði sérhæft sig til starfans og unnið sér þannig inn einkennisbúninginn. Ekki síst er ósanngjarnt gagnvart fyrirtækjaeigendum, sem kaupa öryggisþjónustuna í góðri trú um að „varan“ sé góð, að senda þeim óþjálfaða öryggisverði. Mörg fyrirtæki eru þó því miður að kaupa köttinn í sekknum um þessar mundir. Einu fyrirtækin sem geta sætt sig við þykjustu-öryggisverði eru þau fyrirtæki sem eiga aðeins við þykjustu-þjófa að etja í desember, en þau munu víst ekki vera mörg að mér skilst. Fyrirtæki sem eiga fjárhagslegra hagsmuna að gæta ættu því að vanda val sitt þegar kemur að kaupum á öryggisþjónustu og alls ekki að sætta sig að greiða fullt verð fyrir faglausa þjónustu. Það er þá alveg eins gott að kaupa einhvern öryggisbúning á Amazon og fá síðan frænda sinn eða frænku til að standa í honum fyrir sanngjarna upphæð; þ.e. ef starfsreynsla, geta og hæfni gilda einu.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun