Golf

Johnson vann Bridgestone

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Johnson með sigurlaunin í gærkvöldi.
Johnson með sigurlaunin í gærkvöldi. vísir/getty
Besti kylfingur heims, Jason Day, missti flugið á lokadegi Bridgestone boðsmótsins og Dustin Johnson nýtti sér það til fullnustu.

Johnson lék á 66 höggum, eða fjórum undir pari, á lokadeginum og komst þar með fram úr Day og Scott Piercy sem varð annar, höggi á eftir Johnson.

Day fékk skolla á 15. holu og svo tvöfaldan skolla á þeirri 16. Það var of mikið og hann endaði þrem höggum á eftir Johnson.

Johnson er á mikilli siglingu þessa dagana en hann er nýbúinn að vinna US Open.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×