Bílabúð Benna lækkar verð Finnur Thorlacius skrifar 5. ágúst 2016 12:08 SsangYong Tivoli fer úr 3.79.000 kr. í 3.490.000 kr. við lækkunina. Bílabúð Benna hefur ákveðið að lækka verð á öllum nýjum bílum hjá fyrirtækinu vegna styrkingar krónunnar. Þær bílgerðir sem um ræðir eru: Opel, Chevrolet, SsangYong og Porsche. Verðlækkunin er mismunandi eftir tegundum, en getur numið umtalsverðum upphæðum. „Við höfum lagt metnað okkar í að standa verðlagsvaktina og láta viðskiptavini njóta bestu mögulegra kjara á hverjum tíma. Vegna hagstæðarar gengisþróunar að undanförnu sjáum við nú svigrúm til að lækka verð á nýjum bílum og létta þannig undir með því fólki sem er í bílahugleiðingum. Sem dæmi um verðlækkunina, langar mig til að nefna Bíl ársins í Evrópu, Opel Astra, sem fer úr 3.190 þús. í 2.990 þús. kr. og Tivoli, smájeppann vinsæla frá SsangYong, sem lækkar úr 3.790 þús. kr. í 3.490 þús. kr. eða um 300.000 kr., “ segir Benedikt Eyjólfsson, forstjóri Bílabúðar Benna. Verðlækkunin gildir frá og með föstudeginum 5. ágúst. Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent
Bílabúð Benna hefur ákveðið að lækka verð á öllum nýjum bílum hjá fyrirtækinu vegna styrkingar krónunnar. Þær bílgerðir sem um ræðir eru: Opel, Chevrolet, SsangYong og Porsche. Verðlækkunin er mismunandi eftir tegundum, en getur numið umtalsverðum upphæðum. „Við höfum lagt metnað okkar í að standa verðlagsvaktina og láta viðskiptavini njóta bestu mögulegra kjara á hverjum tíma. Vegna hagstæðarar gengisþróunar að undanförnu sjáum við nú svigrúm til að lækka verð á nýjum bílum og létta þannig undir með því fólki sem er í bílahugleiðingum. Sem dæmi um verðlækkunina, langar mig til að nefna Bíl ársins í Evrópu, Opel Astra, sem fer úr 3.190 þús. í 2.990 þús. kr. og Tivoli, smájeppann vinsæla frá SsangYong, sem lækkar úr 3.790 þús. kr. í 3.490 þús. kr. eða um 300.000 kr., “ segir Benedikt Eyjólfsson, forstjóri Bílabúðar Benna. Verðlækkunin gildir frá og með föstudeginum 5. ágúst.
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent