Af Kúludalsá og Matvælastofnun Pétur Blöndal skrifar 21. janúar 2016 07:00 Ragnheiður Þorgrímsdóttir, Kúludalsá í Hvalfirði, gerir athugasemd við þá staðhæfingu í grein minni 15. janúar sl. að veikindi hrossa á Kúludalsá hafi verið „rannsökuð af opinberum stofnunum“ og að rannsóknir hafi „staðið í mörg ár“. Um það má segja að veikindin voru fyrst rannsökuð af dýralækni árið 2007 og síðan af dýralæknum Matvælastofnunar árið 2011. Í stuttu máli gefa niðurstöðurnar „engar vísbendingar um að hrossin hafi orðið fyrir eitrun af völdum flúors eða þungmálma.“ Yfirdýralæknir hefur staðfest það. Þá hafa sérfræðingar á vegum iðnaðarráðuneytisins haft málið til skoðunar og er beðið lokaskýrslu þaðan. Á heimasíðu Matvælastofnunar segir orðrétt: „Matvælastofnun hefur nú birt á vef sínum skýrslur með niðurstöðum rannsókna á veikindum hrossa á Kúludalsá í nágrenni Grundartanga. Áður hafði stofnunin birt frétt um niðurstöður rannsóknarinnar sem sýndu engar vísbendingar um að hrossin hafi orðið fyrir eitrun af völdum flúors eða þungmálma. Vísindasamfélaginu ber saman um að vísbendingar um flúormengun komi fyrst fram í beinvef og glerungi tanna enda sýnt fram á að flúor safnast upp í þessum vefjum. Mæling flúors í beinvef er besta leið til að greina flúoreitrun í dýrum. Viðmiðunargildi hafa ekki verið ákvörðuð sérstaklega fyrir hross og því eru rannsóknir á öðrum dýrategundum hafðar til hliðsjónar. Það er styrkur rannsóknar á þremur hrossum frá Kúludalsá að tækifæri gafst til að skoða tennur og bein hrossanna mjög nákvæmlega sem og vefjasýni úr lifur og nýrum. Því er hægt að fullyrða að þau gildi sem komu fram á styrk flúors í beini höfðu ekki heilsufarsleg áhrif á hrossin. Að þeirri niðurstöðu fenginni eru ekki faglegar forsendur til að mæla styrk flúors í öðrum líffærum enda liggja ekki fyrir viðmiðunargildi sem hægt væri að bera slíkar mælingar saman við. Matvælastofnun getur ekki beitt sér fyrir frekari rannsóknum nema fyrir liggi faglegur rökstuðningur um gagnsemi þeirra.” Svo mörg eru þau orð. Úr því Ragnheiður er ósátt við niðurstöður sérfræðinga í heilbrigði og velferð dýra er eðlilegt að hún beini gagnrýni sinni þangað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pétur Blöndal Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Ragnheiður Þorgrímsdóttir, Kúludalsá í Hvalfirði, gerir athugasemd við þá staðhæfingu í grein minni 15. janúar sl. að veikindi hrossa á Kúludalsá hafi verið „rannsökuð af opinberum stofnunum“ og að rannsóknir hafi „staðið í mörg ár“. Um það má segja að veikindin voru fyrst rannsökuð af dýralækni árið 2007 og síðan af dýralæknum Matvælastofnunar árið 2011. Í stuttu máli gefa niðurstöðurnar „engar vísbendingar um að hrossin hafi orðið fyrir eitrun af völdum flúors eða þungmálma.“ Yfirdýralæknir hefur staðfest það. Þá hafa sérfræðingar á vegum iðnaðarráðuneytisins haft málið til skoðunar og er beðið lokaskýrslu þaðan. Á heimasíðu Matvælastofnunar segir orðrétt: „Matvælastofnun hefur nú birt á vef sínum skýrslur með niðurstöðum rannsókna á veikindum hrossa á Kúludalsá í nágrenni Grundartanga. Áður hafði stofnunin birt frétt um niðurstöður rannsóknarinnar sem sýndu engar vísbendingar um að hrossin hafi orðið fyrir eitrun af völdum flúors eða þungmálma. Vísindasamfélaginu ber saman um að vísbendingar um flúormengun komi fyrst fram í beinvef og glerungi tanna enda sýnt fram á að flúor safnast upp í þessum vefjum. Mæling flúors í beinvef er besta leið til að greina flúoreitrun í dýrum. Viðmiðunargildi hafa ekki verið ákvörðuð sérstaklega fyrir hross og því eru rannsóknir á öðrum dýrategundum hafðar til hliðsjónar. Það er styrkur rannsóknar á þremur hrossum frá Kúludalsá að tækifæri gafst til að skoða tennur og bein hrossanna mjög nákvæmlega sem og vefjasýni úr lifur og nýrum. Því er hægt að fullyrða að þau gildi sem komu fram á styrk flúors í beini höfðu ekki heilsufarsleg áhrif á hrossin. Að þeirri niðurstöðu fenginni eru ekki faglegar forsendur til að mæla styrk flúors í öðrum líffærum enda liggja ekki fyrir viðmiðunargildi sem hægt væri að bera slíkar mælingar saman við. Matvælastofnun getur ekki beitt sér fyrir frekari rannsóknum nema fyrir liggi faglegur rökstuðningur um gagnsemi þeirra.” Svo mörg eru þau orð. Úr því Ragnheiður er ósátt við niðurstöður sérfræðinga í heilbrigði og velferð dýra er eðlilegt að hún beini gagnrýni sinni þangað.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar