Engum duldist hvað á gekk í Auschwitz Guðsteinn Bjarnason skrifar 12. mars 2016 07:00 Reinhold Hanning er orðinn 94 ára og hefur verið í hjólastól við réttarhöldin, þótt upphaflega hafi hann gengið inn í réttarsalinn í síðasta mánuði. Fréttablaðið/EPA „Þegar maður er þarna í tvö ár, þá áttar maður sig alveg á því hvað er í gangi,“ sagði Jakob Wendel, 92 ára gamall fyrrverandi fangavörður í Auschwitz við réttarhöld yfir félaga sínum, hinum 94 ára gamla Reinhold Hanning. Báðir voru þeir kornungir félagar í hinum alræmdu SS-sveitum þýskra nasista. Réttarhöldin hófust í síðasta mánuði í borginni Detmold, og almennt er talið að þetta séu líklega síðustu réttarhöldin yfir þýskum nasista vegna glæpa frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Hanning er sakaður um að hafa átt hlutdeild í að myrða að minnsta kosti 170 þúsund manns. Hann er þó ekki sakaður um að hafa tekið beinan þátt í neinu morði, heldur hafi hann stöðu sinnar vegna sem fangavörður verið meðsekur. Sjálfur hefur Hanning ekkert viljað tjá sig við réttarhöldin, en í gær var Wendel kallaður til vitnis og sá hann enga ástæðu til annars en að segja frá því sem hann upplifði í útrýmingarbúðunum. „Ég var vörður,“ sagði hann. „Við stóðum þarna til að hindra að einhver færi að flýja. Ef svo færi, þá áttum við auðvitað að skjóta. En fólkið var svo hrætt. Það flúði ekki nokkur maður.“ Wendel var sjálfur dreginn fyrir dómstól árið 2014 en málið var fellt niður vegna þess að hann hlaut fimm ára fangelsisdóm í Póllandi árið 1946 og lauk afplánun hans. Árið 2014 sagðist hann hafa góða samvisku vegna þess að hann hefði ekki gert neitt rangt: „Ég var fórnarlamb stjórnarinnar líka.“ Önnur vitni í réttarsalnum í gær sáu hins vegar enga ástæðu til að fyrirgefa þeim Hanning og Wendel nokkurn skapaðan hlut. „Það voru menn eins og þú sem gerðuð helvítið í Auschwitz mögulegt. Menn sem horfðu á og hjálpuðuð til án þess að spyrja spurninga,“ sagði Angela Orosz Richt-Bein í réttarsalnum. Hún fæddist í Auschwitz, þrátt fyrir að læknirinn alræmdi, Josef Mengele, hefði gert ljótar tilraunir á móður hennar, meðal annars sprautað ætandi efnum beint inn í leg hennar meðan á meðgöngunni stóð. Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Sjá meira
„Þegar maður er þarna í tvö ár, þá áttar maður sig alveg á því hvað er í gangi,“ sagði Jakob Wendel, 92 ára gamall fyrrverandi fangavörður í Auschwitz við réttarhöld yfir félaga sínum, hinum 94 ára gamla Reinhold Hanning. Báðir voru þeir kornungir félagar í hinum alræmdu SS-sveitum þýskra nasista. Réttarhöldin hófust í síðasta mánuði í borginni Detmold, og almennt er talið að þetta séu líklega síðustu réttarhöldin yfir þýskum nasista vegna glæpa frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Hanning er sakaður um að hafa átt hlutdeild í að myrða að minnsta kosti 170 þúsund manns. Hann er þó ekki sakaður um að hafa tekið beinan þátt í neinu morði, heldur hafi hann stöðu sinnar vegna sem fangavörður verið meðsekur. Sjálfur hefur Hanning ekkert viljað tjá sig við réttarhöldin, en í gær var Wendel kallaður til vitnis og sá hann enga ástæðu til annars en að segja frá því sem hann upplifði í útrýmingarbúðunum. „Ég var vörður,“ sagði hann. „Við stóðum þarna til að hindra að einhver færi að flýja. Ef svo færi, þá áttum við auðvitað að skjóta. En fólkið var svo hrætt. Það flúði ekki nokkur maður.“ Wendel var sjálfur dreginn fyrir dómstól árið 2014 en málið var fellt niður vegna þess að hann hlaut fimm ára fangelsisdóm í Póllandi árið 1946 og lauk afplánun hans. Árið 2014 sagðist hann hafa góða samvisku vegna þess að hann hefði ekki gert neitt rangt: „Ég var fórnarlamb stjórnarinnar líka.“ Önnur vitni í réttarsalnum í gær sáu hins vegar enga ástæðu til að fyrirgefa þeim Hanning og Wendel nokkurn skapaðan hlut. „Það voru menn eins og þú sem gerðuð helvítið í Auschwitz mögulegt. Menn sem horfðu á og hjálpuðuð til án þess að spyrja spurninga,“ sagði Angela Orosz Richt-Bein í réttarsalnum. Hún fæddist í Auschwitz, þrátt fyrir að læknirinn alræmdi, Josef Mengele, hefði gert ljótar tilraunir á móður hennar, meðal annars sprautað ætandi efnum beint inn í leg hennar meðan á meðgöngunni stóð.
Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Sjá meira