Átta tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir Kristjana B. Guðbrandsdóttir skrifar 12. mars 2016 07:00 Aukaverkun er alvarleg ef hún leiðir til dauða, lífshættu, fötlunar, fæðingargalla og til sjúkrahúsvistar eða lengri sjúkrahúsvistar. Fréttablaðið/Vilhelm Söfnun og rannsókn á tilkynningum um aukaverkanir er forsenda fyrir bættu lyfjaöryggi sjúklinga. Hlutfallslega fáar tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir berast frá heilbrigðisstarfsfólki hér á landi miðað við Danmörku og Svíþjóð. Lyfjastofnun tekur við aukaverkanatilkynningum frá heilbrigðisstarfsmönnum og almenningi. Guðrún Kristín Steingrímsdóttir, sérfræðingur hjá Lyfjastofnun, segir tilkynningar um aukaverkanir færðar inn í evrópskan gagnagrunn þar sem þær eru nýttar af sérfræðingum á vegum lyfjastofnana einstakra Evrópulanda og Lyfjastofnunar Evrópu. „Þessir gagnagrunnar eru vaktaðir af lyfjayfirvöldum og ef eitthvað óviðbúið virðist geta verið að koma fram varðandi verkun eða aukaverkanir lyfs, setja þau af stað ákveðið ferli þar sem þetta er skoðað ofan í kjölinn,“ segir Guðrún. Árið 2015 bárust Lyfjastofnun 105 aukaverkanatilkynningar, átta þeirra vörðuðu alvarlegar aukaverkanir. Árið 2014 var borinn saman fjöldi aukaverkanatilkynninga á hverja 100.000 íbúa á nokkrum Norðurlandanna. Þar kemur meðal annars fram að það árið var heildarfjöldi tilkynninga á Íslandi sambærilegur við fjölda tilkynninga í Danmörku og Svíþjóð. Hins vegar eru tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir mun færri hér á landi. „Heilbrigðisstarfsfólki á Íslandi ber, enn sem komið er, ekki lagaleg skylda til að tilkynna um aukaverkanir,“ bendir Guðrún á. Að sögn Guðrúnar fékk ráðherra, í nýlegum breytingum á lyfjalögum, svigrúm til að kveða á um skyldur heilbrigðisstarfsmanna til að tilkynna Lyfjastofnun um aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfi. „Vitað er að það er þörf á því að auka vakningu um mikilvægi þess að tilkynna um aukaverkanir og vinnur stofnunin að því jöfnum höndum,“ segir Guðrún. Þótt mikilvægt sé að afla sem mestrar þekkingar um aukaverkanir og að þær geti oft verið slæmar, jafnvel lífshættulegar, sé rétt að undirstrika að það verði að fara varlega í það að leggja mat á áhættu lyfja og ætíð þurfi að gera það með viðbúinn ávinning meðferðar í huga. Háð því hvaða sjúkdóm barist er við getur að sögn Guðrúnar verið mun verra eða hættulegra að hætta meðferð eða þiggja hana ekki, vegna hræðslu við aukaverkanir. „Eins mikilvægt og það er að fræða bæði heilbrigðisstarfsfólk og sjúklinga um áhættu jafnt sem ávinning lyfja verður að standa faglega að miðlun upplýsinga og sýna aðgát. Markmiðið verður að vera bætt heilsa og öryggi sjúklinga.“ Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Sjá meira
Söfnun og rannsókn á tilkynningum um aukaverkanir er forsenda fyrir bættu lyfjaöryggi sjúklinga. Hlutfallslega fáar tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir berast frá heilbrigðisstarfsfólki hér á landi miðað við Danmörku og Svíþjóð. Lyfjastofnun tekur við aukaverkanatilkynningum frá heilbrigðisstarfsmönnum og almenningi. Guðrún Kristín Steingrímsdóttir, sérfræðingur hjá Lyfjastofnun, segir tilkynningar um aukaverkanir færðar inn í evrópskan gagnagrunn þar sem þær eru nýttar af sérfræðingum á vegum lyfjastofnana einstakra Evrópulanda og Lyfjastofnunar Evrópu. „Þessir gagnagrunnar eru vaktaðir af lyfjayfirvöldum og ef eitthvað óviðbúið virðist geta verið að koma fram varðandi verkun eða aukaverkanir lyfs, setja þau af stað ákveðið ferli þar sem þetta er skoðað ofan í kjölinn,“ segir Guðrún. Árið 2015 bárust Lyfjastofnun 105 aukaverkanatilkynningar, átta þeirra vörðuðu alvarlegar aukaverkanir. Árið 2014 var borinn saman fjöldi aukaverkanatilkynninga á hverja 100.000 íbúa á nokkrum Norðurlandanna. Þar kemur meðal annars fram að það árið var heildarfjöldi tilkynninga á Íslandi sambærilegur við fjölda tilkynninga í Danmörku og Svíþjóð. Hins vegar eru tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir mun færri hér á landi. „Heilbrigðisstarfsfólki á Íslandi ber, enn sem komið er, ekki lagaleg skylda til að tilkynna um aukaverkanir,“ bendir Guðrún á. Að sögn Guðrúnar fékk ráðherra, í nýlegum breytingum á lyfjalögum, svigrúm til að kveða á um skyldur heilbrigðisstarfsmanna til að tilkynna Lyfjastofnun um aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfi. „Vitað er að það er þörf á því að auka vakningu um mikilvægi þess að tilkynna um aukaverkanir og vinnur stofnunin að því jöfnum höndum,“ segir Guðrún. Þótt mikilvægt sé að afla sem mestrar þekkingar um aukaverkanir og að þær geti oft verið slæmar, jafnvel lífshættulegar, sé rétt að undirstrika að það verði að fara varlega í það að leggja mat á áhættu lyfja og ætíð þurfi að gera það með viðbúinn ávinning meðferðar í huga. Háð því hvaða sjúkdóm barist er við getur að sögn Guðrúnar verið mun verra eða hættulegra að hætta meðferð eða þiggja hana ekki, vegna hræðslu við aukaverkanir. „Eins mikilvægt og það er að fræða bæði heilbrigðisstarfsfólk og sjúklinga um áhættu jafnt sem ávinning lyfja verður að standa faglega að miðlun upplýsinga og sýna aðgát. Markmiðið verður að vera bætt heilsa og öryggi sjúklinga.“
Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Sjá meira