Kæra Ólöf Nordal innanríkisráðherra Guðrún Sigurðardóttir skrifar 13. september 2016 16:35 Til hamingju með gott gengi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Ef vel gengur hjá flokknum í komandi alþingiskosningum er ekki ólíklegt að hann verði áfram í ríkisstjórn og þú jafnvel áfram innanríkisráðherra. Miðað við skoðanakannanir þá getur Sjálfstæðisflokkurinn og þar af leiðandi þú a.m.k. haft veruleg áhrif á stjórnmálaumræðu í landinu að loknum kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn gerði þau grundvallarmistök að standa að stofnun embættis sérstaks saksóknara. Munt þú beita þér fyrir því að hefja skoðun á málsmeðferð manna sem sætt hafa rannsókn til margra ára og sæta enn vegna mála er tengjast bankahruninu? Finnst þér eðlilegt að menn sem hafa verið ofsóttir síðan 2009 og núna margir hverjir að afplána dóma, lifi enn í óvissu um það hversu marga dóma í viðbót þeir þurfi að afplána? Svona til að taka dæmi þá er einn af þessum mönnum nú að afplána þriggja ára dóm, hann bíður eftir meðferð Hæstaréttar vegna dóms sem féll í héraði á síðasta ári þar sem hann fékk tveggja ára viðbótardóm. Einnig bíður hann þess nú að aðalmeðferð hefjist í Héraðsdómi vegna ákæru frá því í mars og enn ríkir óvissa um hvort ákært verður í fleiri málum. Þetta eru að verða nokkuð mörg ár og miðað við hraða dómskerfisins fram að þessu á líf viðkomandi áfram eftir að vera gegnsýrt af þessu til fjölda ára í viðbót. Finnst þér þetta ásættanlegt? Hefur aldrei hvarflað að þér í gegnum öll þessi ár að nú ættu sér stað nornaveiðar af verstu gerð og að tíminn muni leiða í ljós að brotið hafi verið illa á ríkisborgurum þessa lands? Enn það væri s.s. ekki í fyrsta sinn sem íslensk stjórnvöld færu þá leið ofsókna gagnvart afmörkuðum hópi þjóðfélagsþegna sinna. Kæra Ólöf hvarflar það að þér að mögulega gætu flóknari ástæður legið að baki bankahruninu en var á færi nokkurra manna að stýra? Hvarflar það að þér að bankahrunið hafi ef til vill haft lengri aðdraganda en nokkra mánuði? Hvarflar það að þér að fall á mörkuðum erlendis hafi haft eitthvað með það að gera? Hvarflar það að þér að þeir sem hafa verið ofsóttir og dæmdir nú hafi lagt sig alla fram við það að reyna að bjarga fjármálakerfinu? Hvarflar það að þér að aðrir innviðir samfélagsins hafi brugðist? Finnst þér ekki undarlegt að refsingin beinist eingöngu að afmörkuðum hópi einstaklinga sem stóðu í eldlínunni rétt fyrir hrun? Með von um skjót viðbrögð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Til hamingju með gott gengi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Ef vel gengur hjá flokknum í komandi alþingiskosningum er ekki ólíklegt að hann verði áfram í ríkisstjórn og þú jafnvel áfram innanríkisráðherra. Miðað við skoðanakannanir þá getur Sjálfstæðisflokkurinn og þar af leiðandi þú a.m.k. haft veruleg áhrif á stjórnmálaumræðu í landinu að loknum kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn gerði þau grundvallarmistök að standa að stofnun embættis sérstaks saksóknara. Munt þú beita þér fyrir því að hefja skoðun á málsmeðferð manna sem sætt hafa rannsókn til margra ára og sæta enn vegna mála er tengjast bankahruninu? Finnst þér eðlilegt að menn sem hafa verið ofsóttir síðan 2009 og núna margir hverjir að afplána dóma, lifi enn í óvissu um það hversu marga dóma í viðbót þeir þurfi að afplána? Svona til að taka dæmi þá er einn af þessum mönnum nú að afplána þriggja ára dóm, hann bíður eftir meðferð Hæstaréttar vegna dóms sem féll í héraði á síðasta ári þar sem hann fékk tveggja ára viðbótardóm. Einnig bíður hann þess nú að aðalmeðferð hefjist í Héraðsdómi vegna ákæru frá því í mars og enn ríkir óvissa um hvort ákært verður í fleiri málum. Þetta eru að verða nokkuð mörg ár og miðað við hraða dómskerfisins fram að þessu á líf viðkomandi áfram eftir að vera gegnsýrt af þessu til fjölda ára í viðbót. Finnst þér þetta ásættanlegt? Hefur aldrei hvarflað að þér í gegnum öll þessi ár að nú ættu sér stað nornaveiðar af verstu gerð og að tíminn muni leiða í ljós að brotið hafi verið illa á ríkisborgurum þessa lands? Enn það væri s.s. ekki í fyrsta sinn sem íslensk stjórnvöld færu þá leið ofsókna gagnvart afmörkuðum hópi þjóðfélagsþegna sinna. Kæra Ólöf hvarflar það að þér að mögulega gætu flóknari ástæður legið að baki bankahruninu en var á færi nokkurra manna að stýra? Hvarflar það að þér að bankahrunið hafi ef til vill haft lengri aðdraganda en nokkra mánuði? Hvarflar það að þér að fall á mörkuðum erlendis hafi haft eitthvað með það að gera? Hvarflar það að þér að þeir sem hafa verið ofsóttir og dæmdir nú hafi lagt sig alla fram við það að reyna að bjarga fjármálakerfinu? Hvarflar það að þér að aðrir innviðir samfélagsins hafi brugðist? Finnst þér ekki undarlegt að refsingin beinist eingöngu að afmörkuðum hópi einstaklinga sem stóðu í eldlínunni rétt fyrir hrun? Með von um skjót viðbrögð
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar