Erlendur ríkisborgari í einangrun grunaður um aðild að ráni og frelsissviptingu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. mars 2016 17:19 Maðurinn mun sæta gæsluvarðhaldi til 4. mars næstkomandi samkvæmt dómi Hæstaréttar. Vísir/GVA Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að maður sem grunaður er um aðild að ráni og frelsissviptingu í heimahúsi þann 16. febrúar síðastliðinn sæti gæsluvarðhaldi, og einangrun á meðan á því stendur, til 4. mars næstkomandi á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Maðurinn er erlendur ríkisborgari og ekki með nein tengsl við Ísland að því er virðist. Í úrskurði héraðsdóms er því lýst að lögreglan rannsaki nú meint rán og frelsissviptingu á heimili konu sem lýsti því vð skýrslutöku hvernig sex menn hafi ruðst inn til hennar og haldið henni nauðugri þar í sex klukkustundir. Hafi mennirnir bundið hana niður og beitt hana ofbeldi, meðal annars notað rafbyssu á hana og tekið hana kyrkingartaki svo hún leið út af í tvígang. Þegar mennirnir hafi farið hafi þeir haft með sér skartgripi og peninga í hennar eigu. Eftir árásina hafi síðan maðurinn sem nú situr í haldi ítrekað hringt í konuna og hótað henni lífláti. Málið er talið tengjast því að konan hafi átt að geyma fíkniefni sem maðurinn smyglaði hingað til lands á síðasta ári en lögregla lagði síðar hald á efnin á heimili konunnar. Maðurinn á að hafa hótað konunni lífláti ef hún myndi ekki greiða honum 5 milljónir króna vegna fíkniefnanna. Maðurinn er grunaður um aðild að brotum sem geta varðað allt að 16 ára fangelsi. Rannsókn málsins sé hvergi nærri lokið en enginn hafi verið handtekinn vegna þess og því afar brýnt að mati lögreglu að maðurinn sæti gæsluvarðhaldi og einangrun þannig að hann hafi ekki tækifæri til að torvelda rannsóknina, til dæmis með því að koma munum undan og/eða hafa áhrif á aðra samseka. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að maður sem grunaður er um aðild að ráni og frelsissviptingu í heimahúsi þann 16. febrúar síðastliðinn sæti gæsluvarðhaldi, og einangrun á meðan á því stendur, til 4. mars næstkomandi á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Maðurinn er erlendur ríkisborgari og ekki með nein tengsl við Ísland að því er virðist. Í úrskurði héraðsdóms er því lýst að lögreglan rannsaki nú meint rán og frelsissviptingu á heimili konu sem lýsti því vð skýrslutöku hvernig sex menn hafi ruðst inn til hennar og haldið henni nauðugri þar í sex klukkustundir. Hafi mennirnir bundið hana niður og beitt hana ofbeldi, meðal annars notað rafbyssu á hana og tekið hana kyrkingartaki svo hún leið út af í tvígang. Þegar mennirnir hafi farið hafi þeir haft með sér skartgripi og peninga í hennar eigu. Eftir árásina hafi síðan maðurinn sem nú situr í haldi ítrekað hringt í konuna og hótað henni lífláti. Málið er talið tengjast því að konan hafi átt að geyma fíkniefni sem maðurinn smyglaði hingað til lands á síðasta ári en lögregla lagði síðar hald á efnin á heimili konunnar. Maðurinn á að hafa hótað konunni lífláti ef hún myndi ekki greiða honum 5 milljónir króna vegna fíkniefnanna. Maðurinn er grunaður um aðild að brotum sem geta varðað allt að 16 ára fangelsi. Rannsókn málsins sé hvergi nærri lokið en enginn hafi verið handtekinn vegna þess og því afar brýnt að mati lögreglu að maðurinn sæti gæsluvarðhaldi og einangrun þannig að hann hafi ekki tækifæri til að torvelda rannsóknina, til dæmis með því að koma munum undan og/eða hafa áhrif á aðra samseka.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira