Innlent

Breytingar við Steinahlíð á ís eftir mótmælaöldu

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Íbúar í Gnoðarvogi vilja ekki að endi götunnar verði opnaður.
Íbúar í Gnoðarvogi vilja ekki að endi götunnar verði opnaður. Fréttablaðið/Pjetur
„Á auglýsingatíma komu fram fjölmargar neikvæðar athugasemdir íbúa og er því ljóst að málið þarfnast betri skoðunar og rýni,“ segir meirihlutinn í skipulagsráði Reykjavíkurborgar vegna hugmyndar um nýja aðkomu að leikskólanum Steinahlíð.

Lagt var til að ekið yrði að leikskólanum um Gnoðarvog en ekki frá Suðurlandsbraut eins og nú er. Fjölmörg mótmæli bárust og er nú ætlunin að halda fund með íbúum „þar sem framlagt skipulag verði rætt og aðrir möguleikar skoðaðir“, eins og segir í bókun meirihlutans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×