Innlent

Arabískt forlag keypti útgáfurétt bóka þriggja íslenskra höfunda

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Egill Örn, framkvæmdastjóri Forlagsins, segir arabíska útgefendur hafa mikinn áhuga á íslenskum bókmenntum. Til hægri má sjá Úu Matthíasdóttur, starfsmaður Réttindaskrifstofu Forlagsins ásamt nýju samstarfsaðilunum.
Egill Örn, framkvæmdastjóri Forlagsins, segir arabíska útgefendur hafa mikinn áhuga á íslenskum bókmenntum. Til hægri má sjá Úu Matthíasdóttur, starfsmaður Réttindaskrifstofu Forlagsins ásamt nýju samstarfsaðilunum. Vísir/Anton/Forlagið
Forlagið undirritaði samninga um útgáfu á bókum þriggja höfunda sinna við Arab Scientific Publishing síðastliðinn laugardag. Starfsmenn Réttindaskrifstofu bókaútgáfunnar eru staddir ásamt stjórnendum forlagsins í Abu Dhabi um þessar mundir á bókasýningunni í ár þar sem Ísland er heiðursgestur.

Áhugi arabískra útgefanda á íslenskum bókmenntum hefur stóraukist að sögn Egils Arnar Jóhannssonar, framkvæmdastjóra Forlagsins. Ekki hefur verið greint frá um hvaða höfunda ræðir þar sem þeim hefur ekki enn verið tilkynnt um það sjálfum. 

Á bókasýningunni hlaut forlagið sem keypti útgáfuréttinn af Forlaginu hin virtu Sheikh Zayed verlauð sem besti útgefandi á arabíska málsvæðinu. Verðlaunin eru veitt árlega þeim sem þykir skara fram úr á sviði bókmennta, útgáfu og menningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×