Innlent

Lögregla lagði hald á vasahníf við Fjörð

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Fjörður var lokaður á þeim tíma sem atvikið átti sér stað.
Fjörður var lokaður á þeim tíma sem atvikið átti sér stað. Vísir/Stefán
Á tólfta tímanum í gær hafði lögregla afskipti af manni við verslunarmiðstöðina Fjörð í Hafnarfirði. Hann var grunaður um vörslu og sölu á fíkniefnum og broti á vopnalögum. Lögregla lagði hald á vasahníf sem hann hafði í fórum sínum.

Þá var bifreið stöðvuð á Arnarnesvegi í gærkvöldi.  Ökumaðurinn grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og farþegi í bifeiðinni grunaður um vörslu fíkniefna. Á fjórða tímanum í nótt var önnur bifreið stöðvuð á Reykjavíkurvegi en ökumaður þeirrar bifreiðar var grunaður um ölvun við akstur.

Á Suðurlandsbraut var í nótt bifreið stöðvuð og kom í ljós að ökumaðurinn var án ökuréttinda og er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna.

Í gærkvöldi var að auki tilkynnt um innbrot og þjófnað í bifreið í Breiðholti.  Brotin var rúða í bílnum og úr honum tekið veski með greiðslukortum meðal annars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×