Landflótti eykst á ný Höskuldur Kári Schram skrifar 11. maí 2015 18:45 Fólksflótti frá Íslandi er að aukast á ný. Þetta sýna tölur Hagstofunnar. Verkefnastjóri hjá Vinnumálastofnun segir suma vera að flýja ástandið hér heima en uppbókað er í námskeið sem kennir fólki að flytja til Norðurlanda. Þúsundir Íslendinga fluttu til útlanda á árunum í kringum hrun meðal annars útaf ástandinu á vinnumarkaði en á tímabili mældist atvinnuleysi um tíu prósent. Tæplega ellefu þúsund Íslendingar hafa flutt til útlanda frá aldamótum sé horft á fjölda brottfluttra umfram aðflutta. Verulega dró úr landflótta á árinu 2013 en hann jókst ný í fyrra þegar 760 fleiri Íslendingar fluttu frá landinu en til þess. Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs var talan komin upp í 370 samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í dag. Vinnumálastofnun aðstoðar fólk sem vill finna atvinnu í útlöndum en Þóra Ágústsdóttir verkefnastjóri hjá stofnuninni segir að um sé að ræða fólk á öllum aldri. „Það var ofboðslega mikil aukning fyrst eftir hrun 2009 og 2010. Svo hefur þetta minnkað en þetta er orðið nokkuð stöðugt núna og er búið að vera í nokkur ár,“ segir Þóra. Flestir eru að leita eftir vinnu í Noregi en þar á eftir kemur Danmörk og Svíþjóð. Þóra segir að fólk nefni ýmsar ástæður fyrir því afhverju það kýs að flytja til útlanda. „Sumir segja að þeir séu einfaldlega að gefast upp, finnst þetta of erfitt. Aðrir eru með ævintýraþrá og vilja bara breyta til,“ segir Þóra. Vinnumálastofnun hefur í samstarfi við Norræna félagið á Íslandi boðið upp á námskeið fyrir fólk sem vill flytja til Norðurlanda. Uppbókað var á námskeið sem var haldið í dag og um fimmtán manns á biðlista. Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hundamatur reyndist vera kíló af kannabis Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Fólksflótti frá Íslandi er að aukast á ný. Þetta sýna tölur Hagstofunnar. Verkefnastjóri hjá Vinnumálastofnun segir suma vera að flýja ástandið hér heima en uppbókað er í námskeið sem kennir fólki að flytja til Norðurlanda. Þúsundir Íslendinga fluttu til útlanda á árunum í kringum hrun meðal annars útaf ástandinu á vinnumarkaði en á tímabili mældist atvinnuleysi um tíu prósent. Tæplega ellefu þúsund Íslendingar hafa flutt til útlanda frá aldamótum sé horft á fjölda brottfluttra umfram aðflutta. Verulega dró úr landflótta á árinu 2013 en hann jókst ný í fyrra þegar 760 fleiri Íslendingar fluttu frá landinu en til þess. Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs var talan komin upp í 370 samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í dag. Vinnumálastofnun aðstoðar fólk sem vill finna atvinnu í útlöndum en Þóra Ágústsdóttir verkefnastjóri hjá stofnuninni segir að um sé að ræða fólk á öllum aldri. „Það var ofboðslega mikil aukning fyrst eftir hrun 2009 og 2010. Svo hefur þetta minnkað en þetta er orðið nokkuð stöðugt núna og er búið að vera í nokkur ár,“ segir Þóra. Flestir eru að leita eftir vinnu í Noregi en þar á eftir kemur Danmörk og Svíþjóð. Þóra segir að fólk nefni ýmsar ástæður fyrir því afhverju það kýs að flytja til útlanda. „Sumir segja að þeir séu einfaldlega að gefast upp, finnst þetta of erfitt. Aðrir eru með ævintýraþrá og vilja bara breyta til,“ segir Þóra. Vinnumálastofnun hefur í samstarfi við Norræna félagið á Íslandi boðið upp á námskeið fyrir fólk sem vill flytja til Norðurlanda. Uppbókað var á námskeið sem var haldið í dag og um fimmtán manns á biðlista.
Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hundamatur reyndist vera kíló af kannabis Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira