Óopinber gögn Baldur Thorlacius skrifar 11. mars 2015 12:00 Þessi grein er ekki opinber. Í það minnsta ekki í skilningi laga um verðbréfaviðskipti og reglugerðar um upplýsingagjöf og tilkynningarskyldu sem sett er á grundvelli sömu laga. Er þar um að ræða lög og reglur sem gilda um upplýsingagjöf fyrirtækja og stofnana sem eru með verðbréf skráð í kauphöll eða á markaðstorgi fjármálagerninga (hér eftir „útgefendur“). Á útgefendum hvílir ströng skylda til þess að upplýsa almenning um allt það sem er líklegt til að hafa marktæk áhrif á markaðsverð verðbréfa þeirra. Ákvörðun um hvaða upplýsingar teljast hafa marktæk áhrif á markaðsverð verðbréfa byggir á mati á því hvernig upplýstir fjárfestar kæmu til með að bregðast við opinberri birtingu slíkra upplýsinga. Með öðrum orðum eiga útgefendur að sjá til þess að almenningur hafi aðgang að öllum þeim upplýsingum sem nauðsynlegar eru til þess að leggja mat á virði verðbréfa þeirra. Geta það verið fjárhagsupplýsingar, upplýsingar um umfangsmiklar fjárfestingar eða upplýsingar um ákvarðanir stjórnvalda, svo dæmi séu tekin. Að auki skulu slíkar upplýsingar birtar almenningi eins fljótt og auðið er og á jafnræðisgrundvelli. Lykilatriðið hér er jafnræði. Til útskýringar á titli greinarinnar þá getur birting upplýsinga í Fréttablaðinu, eða öðrum prentmiðli, aldrei uppfyllt jafnræðisskilyrðið eitt og sér, þar sem ekki er hægt að tryggja að allir fái blaðið afhent á sama tíma. Einhverjir kæmu alltaf til með að fá aðgang að upplýsingunum á undan öðrum. Birting upplýsinga á vefnum getur vissulega uppfyllt þetta skilyrði en þá þarf sjálfur birtingarmátinn að vera vel skilgreindur og það þarf að vera fyrirsjáanlegt hvar upplýsingarnar munu birtast. Birting á vefsíðu Vísis, eða öðrum almennum vefmiðli, gæti ekki heldur uppfyllt þetta skilyrði þar sem Vísir hefur, eðli málsins samkvæmt, ekki verið fyrirfram skilgreindur sem meginvettvangur opinberrar birtingar á verðmótandi upplýsingum. Jafnræðið væri því ekki tryggt þar sem fjárfestar ættu ekki von á því að slíkar upplýsingar væru fyrst birtar á vefsíðu Vísis og það gæti því verið tilviljun háð hverjir fengju aðgang að upplýsingunum fyrst. Regluverkinu er ætlað að tryggja þetta jafnræði en í því er m.a. gert ráð fyrir að upplýsingum sé dreift samtímis til fjölmiðla innan Evrópska efnahagssvæðisins með aðferð sem tryggir örugg samskipti, lágmarkar hættu á óheimilum aðgangi og veitir fullvissu um uppruna upplýsinganna. Sérhæfð fréttadreifingarkerfi eru notuð til þess að birta opinberlega upplýsingar í samræmi við regluverkið. Hver og einn fjölmiðill sem móttekur upplýsingarnar getur síðan ákveðið að miðla þeim áfram til sinna viðskiptavina í rauntíma, en því til viðbótar eru þær birtar samstundis á fréttasíðu Kauphallarinnar. Lykilatriðið er að allir sem hafa áhuga eiga að fá aðgang að upplýsingunum á sama tíma. Mikilvægt er að fólk sem hefur aðkomu að verðbréfamarkaðnum átti sig á því hvenær upplýsingar hafa verið birtar opinberlega samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti og hvenær ekki. Sérstaklega þegar haft er í huga að upplýsingar geta verið opinberar í hefðbundnum skilningi orðsins án þess að teljast opinberlega birtar samkvæmt regluverkinu. Algengur misskilningur er t.d. að upplýsingar sem hafa einungis komið fram á vefsíðu útgefanda, í ræðum forsvarsmanna útgefanda á opinberum vettvangi, í fjölmiðlum eða á vefsíðu stjórnvalda teljist opinberar í skilningi regluverksins. Svo er vissulega ekki. Séu slíkar upplýsingar þess eðlis að þær geta haft marktæk áhrif á markaðsverð viðkomandi verðbréfa, ef birtar opinberlega, gætu þær jafnvel talist innherjaupplýsingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Þessi grein er ekki opinber. Í það minnsta ekki í skilningi laga um verðbréfaviðskipti og reglugerðar um upplýsingagjöf og tilkynningarskyldu sem sett er á grundvelli sömu laga. Er þar um að ræða lög og reglur sem gilda um upplýsingagjöf fyrirtækja og stofnana sem eru með verðbréf skráð í kauphöll eða á markaðstorgi fjármálagerninga (hér eftir „útgefendur“). Á útgefendum hvílir ströng skylda til þess að upplýsa almenning um allt það sem er líklegt til að hafa marktæk áhrif á markaðsverð verðbréfa þeirra. Ákvörðun um hvaða upplýsingar teljast hafa marktæk áhrif á markaðsverð verðbréfa byggir á mati á því hvernig upplýstir fjárfestar kæmu til með að bregðast við opinberri birtingu slíkra upplýsinga. Með öðrum orðum eiga útgefendur að sjá til þess að almenningur hafi aðgang að öllum þeim upplýsingum sem nauðsynlegar eru til þess að leggja mat á virði verðbréfa þeirra. Geta það verið fjárhagsupplýsingar, upplýsingar um umfangsmiklar fjárfestingar eða upplýsingar um ákvarðanir stjórnvalda, svo dæmi séu tekin. Að auki skulu slíkar upplýsingar birtar almenningi eins fljótt og auðið er og á jafnræðisgrundvelli. Lykilatriðið hér er jafnræði. Til útskýringar á titli greinarinnar þá getur birting upplýsinga í Fréttablaðinu, eða öðrum prentmiðli, aldrei uppfyllt jafnræðisskilyrðið eitt og sér, þar sem ekki er hægt að tryggja að allir fái blaðið afhent á sama tíma. Einhverjir kæmu alltaf til með að fá aðgang að upplýsingunum á undan öðrum. Birting upplýsinga á vefnum getur vissulega uppfyllt þetta skilyrði en þá þarf sjálfur birtingarmátinn að vera vel skilgreindur og það þarf að vera fyrirsjáanlegt hvar upplýsingarnar munu birtast. Birting á vefsíðu Vísis, eða öðrum almennum vefmiðli, gæti ekki heldur uppfyllt þetta skilyrði þar sem Vísir hefur, eðli málsins samkvæmt, ekki verið fyrirfram skilgreindur sem meginvettvangur opinberrar birtingar á verðmótandi upplýsingum. Jafnræðið væri því ekki tryggt þar sem fjárfestar ættu ekki von á því að slíkar upplýsingar væru fyrst birtar á vefsíðu Vísis og það gæti því verið tilviljun háð hverjir fengju aðgang að upplýsingunum fyrst. Regluverkinu er ætlað að tryggja þetta jafnræði en í því er m.a. gert ráð fyrir að upplýsingum sé dreift samtímis til fjölmiðla innan Evrópska efnahagssvæðisins með aðferð sem tryggir örugg samskipti, lágmarkar hættu á óheimilum aðgangi og veitir fullvissu um uppruna upplýsinganna. Sérhæfð fréttadreifingarkerfi eru notuð til þess að birta opinberlega upplýsingar í samræmi við regluverkið. Hver og einn fjölmiðill sem móttekur upplýsingarnar getur síðan ákveðið að miðla þeim áfram til sinna viðskiptavina í rauntíma, en því til viðbótar eru þær birtar samstundis á fréttasíðu Kauphallarinnar. Lykilatriðið er að allir sem hafa áhuga eiga að fá aðgang að upplýsingunum á sama tíma. Mikilvægt er að fólk sem hefur aðkomu að verðbréfamarkaðnum átti sig á því hvenær upplýsingar hafa verið birtar opinberlega samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti og hvenær ekki. Sérstaklega þegar haft er í huga að upplýsingar geta verið opinberar í hefðbundnum skilningi orðsins án þess að teljast opinberlega birtar samkvæmt regluverkinu. Algengur misskilningur er t.d. að upplýsingar sem hafa einungis komið fram á vefsíðu útgefanda, í ræðum forsvarsmanna útgefanda á opinberum vettvangi, í fjölmiðlum eða á vefsíðu stjórnvalda teljist opinberar í skilningi regluverksins. Svo er vissulega ekki. Séu slíkar upplýsingar þess eðlis að þær geta haft marktæk áhrif á markaðsverð viðkomandi verðbréfa, ef birtar opinberlega, gætu þær jafnvel talist innherjaupplýsingar.
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar