Við viljum fá ábyrgð, samfélagsins vegna Árni Þór Hlynsson skrifar 11. mars 2015 12:08 Í ár eru 25 ár liðin frá því að Félag bókhaldsstofa var stofnað af hugsjónamönnum sem sáu þörf á hagsmunasamtökum þeirra er starfa á sviði bókhalds, reiknings- og skattskila. Í dag eru félagsmenn um 80 talsins og rekur hver félagsmaður stofu með allt að 15 manns í vinnu. Áætla má að um 200 starfsgildi séu á stofum félagsmanna. Þá hefur og verið áætlað að a.m.k. 5-8 þúsund lögaðilar í landinu njóti bókhalds- og uppgjörsþjónustu félagsmanna í Félagi bókhaldsstofa. Frá upphafi hafa markmið þessara hagsmunasamtaka verið þau að efla faglega þekkingu í stéttinni með kröfum um endurmenntun, samræmingu vinnubragða, veita félagsmönnum aðhald og vinna að bættri þjónustu félagsmanna við viðskiptavini sína, opinbera aðila og annarra er treysta á störf þeirra. Til að ná því markmiði sínu að auka faglega þekkingu hefur félagið haldið tvær ráðstefnur á ári; annars vegar stóra vetrarráðstefnu (sem eru að jafnaði tveir dagar), og hinsvegar haustráðstefnu (gjarnan einn til tveir dagar, eftir því sem stjórn félagsins telur þörf á). Þessu til viðbótar hafa verið haldin sjálfstæð námskeið. Morgunverðarfundir eru haldnir þriðja miðvikudag í mánuði. Á þessum fundum hittast félagsmenn og ræða saman, leita eftir ráðleggingum frá öðrum í faginu og læra þannig hver af öðrum. Einnig hafa hinir ýmsu gestir mætt á þessa fundi og haldið fyrirlestra. Félagsmenn hafa undirgengist að stunda endurmenntun sem er mæld samkvæmt ákveðnu stigakerfi; með því að mæta á ráðstefnu og/eða morgunverðarfundi safna félagsmenn stigum. Meðal hagsmunamála sem félagsmenn hafa barist fyrir er að tryggja tilurð skoðunarmanna í lögum um ársreikninga. Árin 2009 og 2010 voru lögð fram frumvörp á Alþingi sem lögðu til svo gott sem útþurrkun á nærri allri ábyrgð þeirra er vinna ársreikninga fyrir stóran hluta fyrirtækja í landinu. Í núgildandi lögum segir um skoðunarmenn (fyrir m.a. tilstilli félagsmanna í Félagi bókhaldsstofa) að þeir skuli vera lögráða og fjár síns ráðandi. Þeir skulu hafa þá reynslu í bókhaldi og viðskiptaháttum sem með hliðsjón af starfsemi og stærð félagsins er nauðsynleg til rækslu starfans. Þá gilda sömu óhæðisskilyrði um skoðunarmenn og endurskoðendur. Þá samdi félagið við tryggingafélögin í landinu um atvinnurekstrartryggingu til handa félagsmönnum, fyrst fagstétta sem ekki hafa löggildingu. Slíkt þótti mjög mikilvært gagnvart umbjóðendum okkar, fyrirtækjum í landinu. Félagsmenn hafa lengi barist fyrir því að breytingar verði gerðar á lögum um ársreikninga, þannig að löggilt millistig milli bókara og endurskoðenda verði tekið upp á Íslandi. Slíkt fyrirkomulag er vel þekkt í löggjöf landa sem við kjósum gjarnan að bera okkur saman við, t.d. í Noregi. Með þessu móti mætti tryggja aðgreiningu starfa, þ.e.a.s. sami maður skal ekki semja reikningsskil fyrirtækja og endurskoða síðan sömu (eigin) reikningsskil. Með því að löggilda reikningsskilamenn/skattskilamenn mætti skylda félög yfir tilteknum veltumörkum, t.d. 10 milljónum, til að láta endurskoðendur eða reikningsskilamenn staðfesta skattframtöl þeirra og ársreikninga, gegn ábyrgð. Með þessu móti ynnist tvennt; Reikningsskil félaga í landinu yrðu mun áreiðanlegri en nú er og skattaeftirlit ríkisskattstjóra yrði í mun ríkari mæli forvirkt, með t.a.m. heimsóknum, prófunum og samvinnu, enda yrðu innsend gögn í formi skattframtala fyrirtækja vottuð af löggiltum aðilum. Með þessu móti mætti ætla að með tímanum næðist að lágmarka svarta atvinnustarfsemi og auka tekjustofna ríkisins. Hér er því er um þjóðþrifamál að ræða.Höfundur er formaður félags bókhaldsstofa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Í ár eru 25 ár liðin frá því að Félag bókhaldsstofa var stofnað af hugsjónamönnum sem sáu þörf á hagsmunasamtökum þeirra er starfa á sviði bókhalds, reiknings- og skattskila. Í dag eru félagsmenn um 80 talsins og rekur hver félagsmaður stofu með allt að 15 manns í vinnu. Áætla má að um 200 starfsgildi séu á stofum félagsmanna. Þá hefur og verið áætlað að a.m.k. 5-8 þúsund lögaðilar í landinu njóti bókhalds- og uppgjörsþjónustu félagsmanna í Félagi bókhaldsstofa. Frá upphafi hafa markmið þessara hagsmunasamtaka verið þau að efla faglega þekkingu í stéttinni með kröfum um endurmenntun, samræmingu vinnubragða, veita félagsmönnum aðhald og vinna að bættri þjónustu félagsmanna við viðskiptavini sína, opinbera aðila og annarra er treysta á störf þeirra. Til að ná því markmiði sínu að auka faglega þekkingu hefur félagið haldið tvær ráðstefnur á ári; annars vegar stóra vetrarráðstefnu (sem eru að jafnaði tveir dagar), og hinsvegar haustráðstefnu (gjarnan einn til tveir dagar, eftir því sem stjórn félagsins telur þörf á). Þessu til viðbótar hafa verið haldin sjálfstæð námskeið. Morgunverðarfundir eru haldnir þriðja miðvikudag í mánuði. Á þessum fundum hittast félagsmenn og ræða saman, leita eftir ráðleggingum frá öðrum í faginu og læra þannig hver af öðrum. Einnig hafa hinir ýmsu gestir mætt á þessa fundi og haldið fyrirlestra. Félagsmenn hafa undirgengist að stunda endurmenntun sem er mæld samkvæmt ákveðnu stigakerfi; með því að mæta á ráðstefnu og/eða morgunverðarfundi safna félagsmenn stigum. Meðal hagsmunamála sem félagsmenn hafa barist fyrir er að tryggja tilurð skoðunarmanna í lögum um ársreikninga. Árin 2009 og 2010 voru lögð fram frumvörp á Alþingi sem lögðu til svo gott sem útþurrkun á nærri allri ábyrgð þeirra er vinna ársreikninga fyrir stóran hluta fyrirtækja í landinu. Í núgildandi lögum segir um skoðunarmenn (fyrir m.a. tilstilli félagsmanna í Félagi bókhaldsstofa) að þeir skuli vera lögráða og fjár síns ráðandi. Þeir skulu hafa þá reynslu í bókhaldi og viðskiptaháttum sem með hliðsjón af starfsemi og stærð félagsins er nauðsynleg til rækslu starfans. Þá gilda sömu óhæðisskilyrði um skoðunarmenn og endurskoðendur. Þá samdi félagið við tryggingafélögin í landinu um atvinnurekstrartryggingu til handa félagsmönnum, fyrst fagstétta sem ekki hafa löggildingu. Slíkt þótti mjög mikilvært gagnvart umbjóðendum okkar, fyrirtækjum í landinu. Félagsmenn hafa lengi barist fyrir því að breytingar verði gerðar á lögum um ársreikninga, þannig að löggilt millistig milli bókara og endurskoðenda verði tekið upp á Íslandi. Slíkt fyrirkomulag er vel þekkt í löggjöf landa sem við kjósum gjarnan að bera okkur saman við, t.d. í Noregi. Með þessu móti mætti tryggja aðgreiningu starfa, þ.e.a.s. sami maður skal ekki semja reikningsskil fyrirtækja og endurskoða síðan sömu (eigin) reikningsskil. Með því að löggilda reikningsskilamenn/skattskilamenn mætti skylda félög yfir tilteknum veltumörkum, t.d. 10 milljónum, til að láta endurskoðendur eða reikningsskilamenn staðfesta skattframtöl þeirra og ársreikninga, gegn ábyrgð. Með þessu móti ynnist tvennt; Reikningsskil félaga í landinu yrðu mun áreiðanlegri en nú er og skattaeftirlit ríkisskattstjóra yrði í mun ríkari mæli forvirkt, með t.a.m. heimsóknum, prófunum og samvinnu, enda yrðu innsend gögn í formi skattframtala fyrirtækja vottuð af löggiltum aðilum. Með þessu móti mætti ætla að með tímanum næðist að lágmarka svarta atvinnustarfsemi og auka tekjustofna ríkisins. Hér er því er um þjóðþrifamál að ræða.Höfundur er formaður félags bókhaldsstofa.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun