Cassini tekur dýfu Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 8. nóvember 2015 20:00 Geimfarið safnaði sýnum úr gosstrókunum miklu á suðurhveli tunglsins. Svona sér listamaður NASA heimsóknina fyrir sér. Einn lífvænlegasti staðurinn í sólkerfinu er lítið, ísilagt tungl á sporbraut um Satúrnus. Geimfarið Cassini þaut í gegnum miklar gossúlur tunglsins í leit að vísbendingum um jarðhitavirkni og framandi lif. Stórkostlegum áfanga var náð í júlí þegar New Horizons beindi linsum sínum og mælitækjum að Plútó og myndaði dvergplánetuna og ógnarstórt tungl hennar, Karon, í fyrsta sinn í allri sinni dýrð. Framhjáflug geimfarsins markaði á sama tíma önnur tímamót sem fæstir virtust taka eftir. Þegar New Horizons kvaddi Plútó og hélt dýpra í Kuiperbeltið lauk fyrstu könnun okkar á himintunglum sólkerfisins. Þetta er mögnuð staðreynd, sérstaklega í ljósi þess að það tók manninn aðeins 48 ár að ná þessum áfanga.Cassini náði þessari mynd af yfirborði Enkeladusar þegar það flaug yfir suðurhvel tunglsins.Þar með er ekki sagt að NASA og aðrar geimvísindastofnanir geti pakkað saman og snúið sér að öðru. Það sem tekur við núna er tímabil ítarlegri rannsókna, þar sem líffræðilegar athuganir eru í forgrunni.Leyndarmál Enkeladusar Það eru nokkrir staðir í sólkerfinu sem þykja sérstaklega vænlegir þegar líf er annars vegar. Þar á meðal eru tunglin Títan, sem er á sporbraut um Satúrnus, og Evrópa sem hringar Júpíter, ásamt rauðu plánetunni Mars. Allra augu beinast þó að 502 kílómetra breiðu tungli á sporbraut um Satúrnus (þvermál Íslands er í kringum 500 km). Við fyrstu sýn virðist Enkeladus vera einkar óspennandi fyrirbæri. Dauðhreinsuð ísveröld, sem þó veitir tignarlegt útsýni yfir hringi Satúrnusar. Þessar hugmyndir manna um Enkeladus breyttust árið 2005 þegar könnunarfarið Cassini náði einstökum myndum af gríðarmiklum gossúlum á suðurpól tunglsins. Cassini, sem hefur reynst eitt afkastamesta tól vísindasögunnar, náði sýnum úr gosstrókunum og við vitum nú að þeir innihalda vatnsís og lífræn efnasambönd. Skyndilega varð Enkeladus sá staður í sólkerfinu þar sem vænlegastar líkur eru á að líf þrífist.Eftir að Cassini þaut fram hjá Enkeladus náði geimfarið þessari mynd af tunglinu og hringum Satúrnusar. MYNDir/NASANúna telja vísindamenn að hnattrænt haf sé að finna undir íshellu tunglsins. „Það verða flóðkraftar milli tunglanna og Satúrnusar. Kraftur sem togar og teygir og myndar núning í iðrum Enkeladusar sem jafnframt knýr jarðhitavirkni tunglsins og heldur hafinu mikla fljótandi,“ segir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnaness. „Núna eru menn að leita að merkjum um jarðhitavirkni á botni hafsins. Sé hún til staðar getur það þýtt að aðstæður á Enkeladusi séu lífvænlegar.“ Rannsóknir Cassini sýna að hið hnattræna haf sem umlykur Enkeladus er áþekkt því sem gengur og gerist á Jörðinni. Rannsókn bandaríska jarðefnafræðingsins Christopher Glein hjá Carnegie-háskóla leiddi í ljós að hafið á Enkeladusi er basískt. Sýrustig þess er 11 til 12. Meðalsýrustig hafa á Jörðinni er 8,1, en það eru basísk stöðuvötn hér þar sem fjölbreytt örverulíf er að finna.Cassini sækir Enkeladus heim Í síðustu viku þaut Cassini í gegnum gossúlurnar á 13 þúsund kílómetra hraða og í 48 kílómetra hæð yfir yfirborði Enkeladusar. Geimfarið náði nýjum myndum af tunglinu og gossúlunum og vísindamenn NASA fara nú í gegnum sýni sem farið tók. Cassini var ekki hannað með leit að framandi lífi í huga, markmið geimfarsins var að kanna Satúrnus, hrikalega hringi hans og tunglin sem eru á sporbraut um reikistjörnuna. „Cassini getur ekki skorið úr um hvort líf er að finna á Enkeladusi eða ekki, en geimfarið getur fundið út hvort þetta er lífvænlegur staður og það er tilgangur framhjáflugsins,“ segir Sævar Helgi.Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnaness MYND/GVAÞannig vona vísindamenn að Cassini hafi fundið sameindavetni (H2) í gosstrókunum sem staðfestir jarðefnafræðilega ferla sem mynda serpentín, sem er afar basískt djúpberg, á hafsbotninum og varpa ljósi á ástæður þess að haf Enkeladusar er jafn basískt og raun ber vitni. „Það gætu verið hverir eða hverastrýtur á botni hafsins,“ segir Sævar Helgi. „Þá ertu kominn með orku sem lífverur þurfa. Við þekkjum það á Jörðinni að þar sem orka er og vatn, þar þrífst líf.“Hvergi lífvænlegri aðstæður Það er því ekki óhugsandi að lífverur þrífist á Enkeladusi sem ekki eru ósvipaðar þeim sem halda til djúpt í jarðneskum höfum í grennd við gosstrýtur. En, eins og Sævar Helgi bendir á, þá verður það ekki Cassini sem færir okkur þau tíðindi. Sé það markmiðið að staðfesta það að framandi líf sé að finna undir íshellunni á Enkeladusi, þá þurfum við að fara þangað. „Það þyrfti að senda annað geimfar á staðinn til að staðfesta að líf sé þarna að finna. Það er því miður framtíðarstef en ef það kemur eitthvað áhugavert út úr þessu framhjáflugi þá er ég viss um að þeir setja aðra ferð til tunglsins hátt á forgangslistann.“ Þetta er hin nöturlega staðreynd sem blasir við þeim sem „elta vatnið“, eins og vísindamenn NASA orða það. Leitin að lífi handan Jarðarinnar felur í sér stórfellda fjárfestingu í nýrri tækni og ferðalög þvers og kruss um sólkerfið. Það gæti farið svo að ekkert gerist á næstu 50 árum. Hvað gerum við þegar heil öld af geimkönnun hefur ekki fært okkur svör? „Enkeladus er bara enn eitt púslið í þessu mikla púsluspili sem við erum að setja saman,“ segir Sævar Helgi. Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Fleiri fréttir Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Sjá meira
Einn lífvænlegasti staðurinn í sólkerfinu er lítið, ísilagt tungl á sporbraut um Satúrnus. Geimfarið Cassini þaut í gegnum miklar gossúlur tunglsins í leit að vísbendingum um jarðhitavirkni og framandi lif. Stórkostlegum áfanga var náð í júlí þegar New Horizons beindi linsum sínum og mælitækjum að Plútó og myndaði dvergplánetuna og ógnarstórt tungl hennar, Karon, í fyrsta sinn í allri sinni dýrð. Framhjáflug geimfarsins markaði á sama tíma önnur tímamót sem fæstir virtust taka eftir. Þegar New Horizons kvaddi Plútó og hélt dýpra í Kuiperbeltið lauk fyrstu könnun okkar á himintunglum sólkerfisins. Þetta er mögnuð staðreynd, sérstaklega í ljósi þess að það tók manninn aðeins 48 ár að ná þessum áfanga.Cassini náði þessari mynd af yfirborði Enkeladusar þegar það flaug yfir suðurhvel tunglsins.Þar með er ekki sagt að NASA og aðrar geimvísindastofnanir geti pakkað saman og snúið sér að öðru. Það sem tekur við núna er tímabil ítarlegri rannsókna, þar sem líffræðilegar athuganir eru í forgrunni.Leyndarmál Enkeladusar Það eru nokkrir staðir í sólkerfinu sem þykja sérstaklega vænlegir þegar líf er annars vegar. Þar á meðal eru tunglin Títan, sem er á sporbraut um Satúrnus, og Evrópa sem hringar Júpíter, ásamt rauðu plánetunni Mars. Allra augu beinast þó að 502 kílómetra breiðu tungli á sporbraut um Satúrnus (þvermál Íslands er í kringum 500 km). Við fyrstu sýn virðist Enkeladus vera einkar óspennandi fyrirbæri. Dauðhreinsuð ísveröld, sem þó veitir tignarlegt útsýni yfir hringi Satúrnusar. Þessar hugmyndir manna um Enkeladus breyttust árið 2005 þegar könnunarfarið Cassini náði einstökum myndum af gríðarmiklum gossúlum á suðurpól tunglsins. Cassini, sem hefur reynst eitt afkastamesta tól vísindasögunnar, náði sýnum úr gosstrókunum og við vitum nú að þeir innihalda vatnsís og lífræn efnasambönd. Skyndilega varð Enkeladus sá staður í sólkerfinu þar sem vænlegastar líkur eru á að líf þrífist.Eftir að Cassini þaut fram hjá Enkeladus náði geimfarið þessari mynd af tunglinu og hringum Satúrnusar. MYNDir/NASANúna telja vísindamenn að hnattrænt haf sé að finna undir íshellu tunglsins. „Það verða flóðkraftar milli tunglanna og Satúrnusar. Kraftur sem togar og teygir og myndar núning í iðrum Enkeladusar sem jafnframt knýr jarðhitavirkni tunglsins og heldur hafinu mikla fljótandi,“ segir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnaness. „Núna eru menn að leita að merkjum um jarðhitavirkni á botni hafsins. Sé hún til staðar getur það þýtt að aðstæður á Enkeladusi séu lífvænlegar.“ Rannsóknir Cassini sýna að hið hnattræna haf sem umlykur Enkeladus er áþekkt því sem gengur og gerist á Jörðinni. Rannsókn bandaríska jarðefnafræðingsins Christopher Glein hjá Carnegie-háskóla leiddi í ljós að hafið á Enkeladusi er basískt. Sýrustig þess er 11 til 12. Meðalsýrustig hafa á Jörðinni er 8,1, en það eru basísk stöðuvötn hér þar sem fjölbreytt örverulíf er að finna.Cassini sækir Enkeladus heim Í síðustu viku þaut Cassini í gegnum gossúlurnar á 13 þúsund kílómetra hraða og í 48 kílómetra hæð yfir yfirborði Enkeladusar. Geimfarið náði nýjum myndum af tunglinu og gossúlunum og vísindamenn NASA fara nú í gegnum sýni sem farið tók. Cassini var ekki hannað með leit að framandi lífi í huga, markmið geimfarsins var að kanna Satúrnus, hrikalega hringi hans og tunglin sem eru á sporbraut um reikistjörnuna. „Cassini getur ekki skorið úr um hvort líf er að finna á Enkeladusi eða ekki, en geimfarið getur fundið út hvort þetta er lífvænlegur staður og það er tilgangur framhjáflugsins,“ segir Sævar Helgi.Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnaness MYND/GVAÞannig vona vísindamenn að Cassini hafi fundið sameindavetni (H2) í gosstrókunum sem staðfestir jarðefnafræðilega ferla sem mynda serpentín, sem er afar basískt djúpberg, á hafsbotninum og varpa ljósi á ástæður þess að haf Enkeladusar er jafn basískt og raun ber vitni. „Það gætu verið hverir eða hverastrýtur á botni hafsins,“ segir Sævar Helgi. „Þá ertu kominn með orku sem lífverur þurfa. Við þekkjum það á Jörðinni að þar sem orka er og vatn, þar þrífst líf.“Hvergi lífvænlegri aðstæður Það er því ekki óhugsandi að lífverur þrífist á Enkeladusi sem ekki eru ósvipaðar þeim sem halda til djúpt í jarðneskum höfum í grennd við gosstrýtur. En, eins og Sævar Helgi bendir á, þá verður það ekki Cassini sem færir okkur þau tíðindi. Sé það markmiðið að staðfesta það að framandi líf sé að finna undir íshellunni á Enkeladusi, þá þurfum við að fara þangað. „Það þyrfti að senda annað geimfar á staðinn til að staðfesta að líf sé þarna að finna. Það er því miður framtíðarstef en ef það kemur eitthvað áhugavert út úr þessu framhjáflugi þá er ég viss um að þeir setja aðra ferð til tunglsins hátt á forgangslistann.“ Þetta er hin nöturlega staðreynd sem blasir við þeim sem „elta vatnið“, eins og vísindamenn NASA orða það. Leitin að lífi handan Jarðarinnar felur í sér stórfellda fjárfestingu í nýrri tækni og ferðalög þvers og kruss um sólkerfið. Það gæti farið svo að ekkert gerist á næstu 50 árum. Hvað gerum við þegar heil öld af geimkönnun hefur ekki fært okkur svör? „Enkeladus er bara enn eitt púslið í þessu mikla púsluspili sem við erum að setja saman,“ segir Sævar Helgi.
Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Fleiri fréttir Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Sjá meira