Handbolti

Afturelding og FH skildu jöfn

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Heiðdís Rún var öflug og setti þrjú mörk í dag.
Heiðdís Rún var öflug og setti þrjú mörk í dag. Vísir/Stefán
Afturelding og FH skyldu jöfn í 10. umferð Olís-deildar kvenna í dag en með bæði liðin taka stiginu fagnandi í baráttunni um að halda sæti sínu í Olís-deild kvenna.

Gestirnir úr Hafnarfirðinum leiddu fyrstu mínútur leiksins en Mosfellskonur unnu sig inn í leikinn og náðu forskotinu fyrir lok fyrri hálfleiks. Tóku Mosfellskonur eins marks forskot inn í hálfleikinn, 17-16.

Í seinni hálfleik leiddi Afturelding allt þar til tíu mínútur voru til leiksloka en þá náði FH forskotinu á ný og hélt því allt fram að lokasekúndum leiksins þegar Aftureldingu tókst að jafna metin.

Afturelding mætir KA/Þór í næstu umferð en á sama tíma tekur FH á móti ÍR í Kaplakrika.

Afturelding 27-27 FH (17-16)

Afturelding: Hekla Ingunn Daðadóttir 9, Dagný Hulda Birgisdóttir 5, Ingibjörg Bergdís Jóhannesdóttir 3, Þóra María Sigurjónsdóttir 3, Telma Rut Frímannsdóttir 3, Vigdís Brandsdóttir 3, Sara Lind Stefánsdóttir 1.

FH: Rakel Sigurðardóttir 4, Sara Kristjánsdóttir 4, Elín Anna Baldursdóttir 4, Heiðdís Rún Guðmunsdóttir 3, Hildur Marín Andrésdóttir 3, Sigrún Jóhannsdóttir 2, Steinunn Snorradóttir 2, Jóhanna Helga Jensdóttir 2, Ingibjörg Pálmadóttir 2, Fanney Þóra Þórsdóttir 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×