Hvað heitir þessi nýi aftur? Tinni Kári Jóhannesson og Þorsteinn V. Einarsson skrifar 24. september 2015 08:00 Ímyndaðu þér að eiga að mæta fyrsta vinnudaginn í nýrri vinnu á morgun. Kannski búinn að vera að mennta þig eða skapa þér reynslu annars staðar. Þig langar til þess að þetta gangi vel og reynir að sjá fyrir þér hvað bíður þín. Þú mætir og yfirmaðurinn þinn er bara ansi fínn, virðist vera gott fólk sem vinnur þarna og spennandi verkefni sem bíða þín. Vikurnar líða og þú ert enn þá að koma þér fyrir á vinnustaðnum, átta þig á menningunni og hvernig fólkið er sem vinnur þarna. Hálf óöruggur með kaffibollann á kaffistofunni heldurðu uppi „small-talki“ um þetta helsta; fótbolta, mat og veðrið. Mánuðir líða og það er komið að hinu árlega kokteilboði, enda stjórnendur fyrirtækisins meðvitaðir um að brjóta þurfi upp hversdagsleikann af og til. Okkur grunar að þetta sé ekki óralangt frá raunveruleika margra fyrirtækja. Mikill skilningur virðist vera á mikilvægi þess að gleðja starfsmenn og standa fyrir ýmiss konar skemmtunum; haustfagnaði, vorhátíð, jólahlaðborði og þess háttar. Jafnvel sjá starfsmenn sjálfir um að skipuleggja þessi uppbrot. Hins vegar virðist takmarkaður skilningur vera á aðlögunarferli einstaklinga inn í nýjan hóp og uppbyggilegum leiðum til aukinnar starfsánægju. Við veltum fyrir okkur hlutverki stjórnenda í aðlögunarferli nýrra einstaklinga inn í starfsmannahóp og að viðhalda góðum starfsanda. Margir stjórnendur virðast loka augunum fyrir þeirri staðreynd að einstaklingar tengjast ekki sterkum böndum sjálfkrafa. Þrátt fyrir að eðlis starfsins vegna sé jafnvel nauðsynlegt að einstaklingar tengist ákveðnum böndum; treysti hver öðrum, þekki inn á styrk- og veikleika hver annars og vinni vel saman. Mætti segja að ábyrgðinni sé varpað yfir á starfsmennina sjálfa að aðlagast og beðið í von og óvon um að kokteilboðið heppnist nú vel. „Mætti ekki þessi nýi?“ er mögulega einn starfsmanna spurður af yfirmanninum á mánudegi. Hugsanlega er um almenna vanþekkingu á hópþróun að ræða og/eða „kokteilboða“-aðferðin sú eina sem tíðkast; svona til að hrista fólk saman. Kannski hefur hugtakið hópefli laumast í undirmeðvitundina tengt starfsmannagleði (með áfengi) og þykir okkur það miður. Hópefli ætti ekki að vera sett í flokk með árshátíðum eða nokkrum öðrum drykkjutengdum skemmtunum, þó hópefli sé vissulega skemmtun. Hópefli ætti ekki eingöngu að vera starfsmannanefnda að skipuleggja (eins og algengast er um þessar mundir). Hópefli og liðsheildarvinna ætti að vera á ábyrgð stjórnenda að innleiða, sérstaklega þegar nýir bætast í hópinn. Stjórnendur ættu, að okkar mati, markvisst að beita aðferðum hópeflis- og liðsheildarvinnu við að skapa þá menningu og þann anda sem þeir vilja að ríki á sínum vinnustað – sérstaklega ef starfið felur í sér einhver samskipti starfsmanna á milli. Hvernig má annars tryggja góðan starfsanda og að allir þekki nýja manninn ef það eina sem vinnustaðurinn notar eru drykkjutengdar skemmtanir? Sumir nefnilega muna ekki mjög vel á mánudögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Ímyndaðu þér að eiga að mæta fyrsta vinnudaginn í nýrri vinnu á morgun. Kannski búinn að vera að mennta þig eða skapa þér reynslu annars staðar. Þig langar til þess að þetta gangi vel og reynir að sjá fyrir þér hvað bíður þín. Þú mætir og yfirmaðurinn þinn er bara ansi fínn, virðist vera gott fólk sem vinnur þarna og spennandi verkefni sem bíða þín. Vikurnar líða og þú ert enn þá að koma þér fyrir á vinnustaðnum, átta þig á menningunni og hvernig fólkið er sem vinnur þarna. Hálf óöruggur með kaffibollann á kaffistofunni heldurðu uppi „small-talki“ um þetta helsta; fótbolta, mat og veðrið. Mánuðir líða og það er komið að hinu árlega kokteilboði, enda stjórnendur fyrirtækisins meðvitaðir um að brjóta þurfi upp hversdagsleikann af og til. Okkur grunar að þetta sé ekki óralangt frá raunveruleika margra fyrirtækja. Mikill skilningur virðist vera á mikilvægi þess að gleðja starfsmenn og standa fyrir ýmiss konar skemmtunum; haustfagnaði, vorhátíð, jólahlaðborði og þess háttar. Jafnvel sjá starfsmenn sjálfir um að skipuleggja þessi uppbrot. Hins vegar virðist takmarkaður skilningur vera á aðlögunarferli einstaklinga inn í nýjan hóp og uppbyggilegum leiðum til aukinnar starfsánægju. Við veltum fyrir okkur hlutverki stjórnenda í aðlögunarferli nýrra einstaklinga inn í starfsmannahóp og að viðhalda góðum starfsanda. Margir stjórnendur virðast loka augunum fyrir þeirri staðreynd að einstaklingar tengjast ekki sterkum böndum sjálfkrafa. Þrátt fyrir að eðlis starfsins vegna sé jafnvel nauðsynlegt að einstaklingar tengist ákveðnum böndum; treysti hver öðrum, þekki inn á styrk- og veikleika hver annars og vinni vel saman. Mætti segja að ábyrgðinni sé varpað yfir á starfsmennina sjálfa að aðlagast og beðið í von og óvon um að kokteilboðið heppnist nú vel. „Mætti ekki þessi nýi?“ er mögulega einn starfsmanna spurður af yfirmanninum á mánudegi. Hugsanlega er um almenna vanþekkingu á hópþróun að ræða og/eða „kokteilboða“-aðferðin sú eina sem tíðkast; svona til að hrista fólk saman. Kannski hefur hugtakið hópefli laumast í undirmeðvitundina tengt starfsmannagleði (með áfengi) og þykir okkur það miður. Hópefli ætti ekki að vera sett í flokk með árshátíðum eða nokkrum öðrum drykkjutengdum skemmtunum, þó hópefli sé vissulega skemmtun. Hópefli ætti ekki eingöngu að vera starfsmannanefnda að skipuleggja (eins og algengast er um þessar mundir). Hópefli og liðsheildarvinna ætti að vera á ábyrgð stjórnenda að innleiða, sérstaklega þegar nýir bætast í hópinn. Stjórnendur ættu, að okkar mati, markvisst að beita aðferðum hópeflis- og liðsheildarvinnu við að skapa þá menningu og þann anda sem þeir vilja að ríki á sínum vinnustað – sérstaklega ef starfið felur í sér einhver samskipti starfsmanna á milli. Hvernig má annars tryggja góðan starfsanda og að allir þekki nýja manninn ef það eina sem vinnustaðurinn notar eru drykkjutengdar skemmtanir? Sumir nefnilega muna ekki mjög vel á mánudögum.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar