Dómur er fallinn Áslaug Agnarsdóttir skrifar 24. september 2015 08:00 Dómur er fallinn. Samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur á Fanney Björk Ásbjörnsdóttir ekki rétt á nýjustu lyfjum við lifrarbólgu-C. Þar með hafa mannréttindi verið fótum troðin á Íslandi. Héraðsdómur hefur orðið sér til skammar. Í dag skammast ég mín fyrir að vera Íslendingur. Einu sinni áttum við gott heilbrigðiskerfi. Sjúklingum var ekki mismunað og allir fengu þá meðferð sem þeir þurftu á að halda. Svona mál hefði ekki þurft að fara fyrir dómstóla og það hefði þótt sjálfsagt að Fanney fengi þau lyf sem hún þyrfti, óháð kostnaði. Lifrarbólga-C er ekkert grín. Samkvæmt upplýsingum á síðu landlæknisembættisins fá um það bil 80% þeirra sem smitast af lifrarbólgu-C viðvarandi lifrarbólgu og hluti þeirra fær eftir mörg ár skorpulifur og lifrarkrabbamein. Sjúklingurinn getur smitað aðra á meðan veiran er til staðar. Þetta er alvarlegur sjúkdómur og það er því allra hagur, sjúklingsins og samfélagsins, að þeir sem hafa smitast af lifrarbólgu-C fái að fara í meðferð. Nú er komið nýtt lyf til sögunnar, lyf sem Fanney óskar eftir að fá. Þetta lyf heitir Harvoni og er ætlað til inntöku í 12 vikur. Það hefur sáralitlar aukaverkanir og batalíkur eftir meðferð eru yfir 90%. Gamla meðferðin sem íslenskum sjúklingum hefur boðist til þessa hefur falist í 24 eða 48 vikna meðferð með sprautum og pillum, miklum aukaverkunum og mun minni líkum á bata. Fanney hefur prófað þessa aðferð og hún heppnaðist ekki. Ég fékk að fara tvisvar í slíka meðferð sem varði í 48 vikur í bæði skiptin. Aukaverkanir voru miklar og um tíma meðan á meðferðinni stóð var ég óvinnufær. Í fyrra skiptið voru batalíkur um 50% og lyfin dugðu ekki til að drepa veiruna. Í seinna skiptið bættist annað lyf við og batalíkur færðust upp í um 70% og þá var ég heppin því í lok meðferðar mældist veiran ekki lengur. Þess vegna er mér fyrirmunað að skilja hvers vegna sjúklingi er neitað um mun mannúðlegri og styttri meðferð, sem er jafnframt mun líklegra að leiði til bata. Sagt er að lyfið sé of dýrt til að hægt sé að láta Fanneyju hafa það. Meðferðin mun kosta 9-10 milljónir. Mér reiknaðist svo til að mín meðferð hafi kostað um 6 milljónir og þar sem ég þurfti að fara tvisvar í meðferð var kostnaðurinn alls um 12 milljónir þegar upp er staðið. Er heil brú í þessu? Þeir sem smitast af lifrarbólgu-C verða fyrir miklum fordómum. Þessi sjúkdómur er algengur meðal fíkla og þeir smitast gjarnan með því að nota sprautur hver annars. En hægt er að smitast eftir öðrum leiðum, næstalgengasta smitleiðin er við blóðgjöf. Er það einmitt þannig sem Fanney smitaðist. Hún fékk blóðgjöf eftir barnsburð á sjúkrahúsi hérlendis. En það er ekki það sem skiptir höfuðmáli. Að mínu mati á ekki að skipta máli hvernig menn smitast. Allir ættu að eiga rétt á þeirri meðferð sem er tiltæk, já, allir, óháð kostnaði. Sjúku fólki á ekki að mismuna. Íslenskt samfélag hlýtur að geta séð um sína sjúku. Ef það er ekki hægt getum við ekki verið stolt af að tilheyra því. Ef það er ekki hægt erum við augljóslega ekki að forgangsraða rétt. Ef það er ekki hægt getum við ekki talið okkur til þjóða þar sem mannréttindi eru virt. Baráttukveðjur til Fanneyjar og allra þeirra sem bíða eftir nýja lyfinu! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Dómur er fallinn. Samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur á Fanney Björk Ásbjörnsdóttir ekki rétt á nýjustu lyfjum við lifrarbólgu-C. Þar með hafa mannréttindi verið fótum troðin á Íslandi. Héraðsdómur hefur orðið sér til skammar. Í dag skammast ég mín fyrir að vera Íslendingur. Einu sinni áttum við gott heilbrigðiskerfi. Sjúklingum var ekki mismunað og allir fengu þá meðferð sem þeir þurftu á að halda. Svona mál hefði ekki þurft að fara fyrir dómstóla og það hefði þótt sjálfsagt að Fanney fengi þau lyf sem hún þyrfti, óháð kostnaði. Lifrarbólga-C er ekkert grín. Samkvæmt upplýsingum á síðu landlæknisembættisins fá um það bil 80% þeirra sem smitast af lifrarbólgu-C viðvarandi lifrarbólgu og hluti þeirra fær eftir mörg ár skorpulifur og lifrarkrabbamein. Sjúklingurinn getur smitað aðra á meðan veiran er til staðar. Þetta er alvarlegur sjúkdómur og það er því allra hagur, sjúklingsins og samfélagsins, að þeir sem hafa smitast af lifrarbólgu-C fái að fara í meðferð. Nú er komið nýtt lyf til sögunnar, lyf sem Fanney óskar eftir að fá. Þetta lyf heitir Harvoni og er ætlað til inntöku í 12 vikur. Það hefur sáralitlar aukaverkanir og batalíkur eftir meðferð eru yfir 90%. Gamla meðferðin sem íslenskum sjúklingum hefur boðist til þessa hefur falist í 24 eða 48 vikna meðferð með sprautum og pillum, miklum aukaverkunum og mun minni líkum á bata. Fanney hefur prófað þessa aðferð og hún heppnaðist ekki. Ég fékk að fara tvisvar í slíka meðferð sem varði í 48 vikur í bæði skiptin. Aukaverkanir voru miklar og um tíma meðan á meðferðinni stóð var ég óvinnufær. Í fyrra skiptið voru batalíkur um 50% og lyfin dugðu ekki til að drepa veiruna. Í seinna skiptið bættist annað lyf við og batalíkur færðust upp í um 70% og þá var ég heppin því í lok meðferðar mældist veiran ekki lengur. Þess vegna er mér fyrirmunað að skilja hvers vegna sjúklingi er neitað um mun mannúðlegri og styttri meðferð, sem er jafnframt mun líklegra að leiði til bata. Sagt er að lyfið sé of dýrt til að hægt sé að láta Fanneyju hafa það. Meðferðin mun kosta 9-10 milljónir. Mér reiknaðist svo til að mín meðferð hafi kostað um 6 milljónir og þar sem ég þurfti að fara tvisvar í meðferð var kostnaðurinn alls um 12 milljónir þegar upp er staðið. Er heil brú í þessu? Þeir sem smitast af lifrarbólgu-C verða fyrir miklum fordómum. Þessi sjúkdómur er algengur meðal fíkla og þeir smitast gjarnan með því að nota sprautur hver annars. En hægt er að smitast eftir öðrum leiðum, næstalgengasta smitleiðin er við blóðgjöf. Er það einmitt þannig sem Fanney smitaðist. Hún fékk blóðgjöf eftir barnsburð á sjúkrahúsi hérlendis. En það er ekki það sem skiptir höfuðmáli. Að mínu mati á ekki að skipta máli hvernig menn smitast. Allir ættu að eiga rétt á þeirri meðferð sem er tiltæk, já, allir, óháð kostnaði. Sjúku fólki á ekki að mismuna. Íslenskt samfélag hlýtur að geta séð um sína sjúku. Ef það er ekki hægt getum við ekki verið stolt af að tilheyra því. Ef það er ekki hægt erum við augljóslega ekki að forgangsraða rétt. Ef það er ekki hægt getum við ekki talið okkur til þjóða þar sem mannréttindi eru virt. Baráttukveðjur til Fanneyjar og allra þeirra sem bíða eftir nýja lyfinu!
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun