Vinsamlegast hættið þessari vitleysu Birgir Örn Guðjónsson skrifar 24. september 2015 14:45 Dóttir mín sem er í fjórða bekk er að fara í samræmd próf í dag og á morgun. Ég skal viðurkenna að ég er pínu pirraður yfir því. Sérstaklega eftir að ég rak augun í eitt eldra próf sem hún var að æfa sig á. Þar las ég meðal annars eftirfarandi texta. Ég minni aftur á að þetta er fyrir fjórða bekk; „Sagan sagði að í fyrndinni hafi prestssetrið og kirkjan verið handa fjarðarins, á Hánefsstaðaeyrum, og þá var þar í grenndinni stór steinn, sem almennt var trúað að dvergar byggju í, þess vegna var hann kallaður Dvergasteinn. Þegar fram liðu tímar, þótti staðurinn og kirkjan einhverra hluta vegna óhaganlega sett þeim megin fjarðarins. Var því hvort tveggja flutt yfir fjörðinn. Steinninn var eins og nærri má geta skilinn eftir.“ Þetta er bara smá partur af lengri texta. Fyrirgefið en með hvaða týnda kaupskipi koma þessi próf eiginlega? Er tilgangurinn með þeim að láta börn fá það á tilfinninguna að þau séu vitlaus? Mikið hlýtur þessum fjórðu bekkingum að líða vel þegar þau sitja í þrúgandi prófa andrúmslofti og horfa skelkuð á þessi orð sem fyrir þeim flestum líta út sem útlenska. Þetta er heldur betur hvetjandi fyrir þessi grey. Þó ég sé fæddur upp úr miðri síðustu öld þá dó ég næstum því úr leiðindum við að lesa þennan texta. Við erum sko að tala um börn sem eru fædd árið 2006. Ég veit að mjög margir ef ekki flestir kennarar eru á móti þessu. Af hverju þarf að taka þessa umræðu á hverju ári? Hvernig í ósköpunum passa þessi samræmdu próf inn í eitthvað sem á að heita einstaklingsmiðað nám? Fyrir mér er þetta lítið annað en pissukeppni milli skóla sem segir manni ekkert um alla snillingana sem þar eru. Þegar ég var sjálfur í grunnskóla komst ég fljótlega að því að það væri ekki mikið spunnið í mig sem námsmann. Ég veit svo sem ekki hvað varð til þess nákvæmlega en væntanlega hefur eilífur samanburður við næsta mann verið partur af því. Það dró úr manni kjarkinn og manni fannst þetta ekki vera þess virði. Áhuginn á náminu hvarf hægt og rólega. Ég fékk kannski ekkert lélegar einkunnir en ekki heldur neitt góðar. Samkvæmt fyrir fram gefnum stöðum var ég meðalmennskan uppmáluð. Hver hefur gaman af því? Skólagangan hjálpaði mér því að moka yfir það sem ég hafði með moldinni sem kom upp úr holunni sem ég var látinn grafa í leitinni af því sem ég átti að vera. Ég var sennilega kominn yfir þrítugt þegar ég þorði loksins að gægjast upp úr þessari mold. Kannski er ég bara einn um að hafa upplifað þetta. Ég efast samt um það. Ég held meira að segja að því miður séu allt of margir grafnir í óöryggi og sannfæringu um eigin heimsku alla ævi vegna þess að þeir náðu ekki niðurskurði í prófakeppni skólakerfisins. Ég vona svo sannarlega að þessi samræmdu próf í dag og á morgun verði ekki til þess að draga kjarkinn úr þessum flottu krökkum. Ég bið þau ykkar sem eiga börn sem taka þessi próf að uppörva börnin ykkar og gera sem minnst úr þessum sirkus. Hjálpið þeim að vera örugg með það sem þau eru og hjálpið þeim að grafa eftir styrkleikum sínum. Þau ykkar sem stjórna þessu öllu vil ég vinsamlegast biðja um að hætta þessari vitleysu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Dóttir mín sem er í fjórða bekk er að fara í samræmd próf í dag og á morgun. Ég skal viðurkenna að ég er pínu pirraður yfir því. Sérstaklega eftir að ég rak augun í eitt eldra próf sem hún var að æfa sig á. Þar las ég meðal annars eftirfarandi texta. Ég minni aftur á að þetta er fyrir fjórða bekk; „Sagan sagði að í fyrndinni hafi prestssetrið og kirkjan verið handa fjarðarins, á Hánefsstaðaeyrum, og þá var þar í grenndinni stór steinn, sem almennt var trúað að dvergar byggju í, þess vegna var hann kallaður Dvergasteinn. Þegar fram liðu tímar, þótti staðurinn og kirkjan einhverra hluta vegna óhaganlega sett þeim megin fjarðarins. Var því hvort tveggja flutt yfir fjörðinn. Steinninn var eins og nærri má geta skilinn eftir.“ Þetta er bara smá partur af lengri texta. Fyrirgefið en með hvaða týnda kaupskipi koma þessi próf eiginlega? Er tilgangurinn með þeim að láta börn fá það á tilfinninguna að þau séu vitlaus? Mikið hlýtur þessum fjórðu bekkingum að líða vel þegar þau sitja í þrúgandi prófa andrúmslofti og horfa skelkuð á þessi orð sem fyrir þeim flestum líta út sem útlenska. Þetta er heldur betur hvetjandi fyrir þessi grey. Þó ég sé fæddur upp úr miðri síðustu öld þá dó ég næstum því úr leiðindum við að lesa þennan texta. Við erum sko að tala um börn sem eru fædd árið 2006. Ég veit að mjög margir ef ekki flestir kennarar eru á móti þessu. Af hverju þarf að taka þessa umræðu á hverju ári? Hvernig í ósköpunum passa þessi samræmdu próf inn í eitthvað sem á að heita einstaklingsmiðað nám? Fyrir mér er þetta lítið annað en pissukeppni milli skóla sem segir manni ekkert um alla snillingana sem þar eru. Þegar ég var sjálfur í grunnskóla komst ég fljótlega að því að það væri ekki mikið spunnið í mig sem námsmann. Ég veit svo sem ekki hvað varð til þess nákvæmlega en væntanlega hefur eilífur samanburður við næsta mann verið partur af því. Það dró úr manni kjarkinn og manni fannst þetta ekki vera þess virði. Áhuginn á náminu hvarf hægt og rólega. Ég fékk kannski ekkert lélegar einkunnir en ekki heldur neitt góðar. Samkvæmt fyrir fram gefnum stöðum var ég meðalmennskan uppmáluð. Hver hefur gaman af því? Skólagangan hjálpaði mér því að moka yfir það sem ég hafði með moldinni sem kom upp úr holunni sem ég var látinn grafa í leitinni af því sem ég átti að vera. Ég var sennilega kominn yfir þrítugt þegar ég þorði loksins að gægjast upp úr þessari mold. Kannski er ég bara einn um að hafa upplifað þetta. Ég efast samt um það. Ég held meira að segja að því miður séu allt of margir grafnir í óöryggi og sannfæringu um eigin heimsku alla ævi vegna þess að þeir náðu ekki niðurskurði í prófakeppni skólakerfisins. Ég vona svo sannarlega að þessi samræmdu próf í dag og á morgun verði ekki til þess að draga kjarkinn úr þessum flottu krökkum. Ég bið þau ykkar sem eiga börn sem taka þessi próf að uppörva börnin ykkar og gera sem minnst úr þessum sirkus. Hjálpið þeim að vera örugg með það sem þau eru og hjálpið þeim að grafa eftir styrkleikum sínum. Þau ykkar sem stjórna þessu öllu vil ég vinsamlegast biðja um að hætta þessari vitleysu.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun