Á að sameina RÚV og Stöð 2? Ögmundur Jónasson skrifar 23. desember 2015 07:00 Væri hægt að sameina RÚV og Stöð 2? Hvað með blöðin, eru þau ekki að segja sömu fréttirnar? Mætti ekki ná samlegðaráhrifum þar, alla vega í einhverjum þáttum rekstursins? Á agnarsmáum svæðum í þéttbýlinu eru í einni stöppu stórar matvörukeðjur að selja sama varninginn – má ekki sameina? Og hvað með olíu- og bensínsölufyrirtækin, hvers vegna ekki sameina þau, enda keppa þau lítið sem ekkert á grundvelli verðlags – heldur fyrst og fremst hvernig þeim gengur að sannfæra landsmenn um að þau séu dugleg í skógrækt eða einhverju ámóta. Alls staðar blasa við möguleikar til að draga úr sóun – eða hvað? Gæti verið að eitthvað annað færi forgörðum við kerfisbreytingar af þessu tagi? Viðskiptaráð hefur eina ferðina enn kynnt herhvöt sína gegn opinberri þjónustu með tilheyrandi alhæfingum um hið illa opinbera og samneysluna. Viðskiptaráðið segist vilja spara. Og aðaltillagan er að leggja niður ÁTVR sem færir milljarða inn í ríkiskassann. Viðskiptaráð vill að þeir milljarðar renni til eigin skjólstæðinga! Svo er okkur sagt að Íbúðalánasjóður hafi verið landsmönnum dýr. Það er alrangt. Hann varð eins og samfélagið allt fyrir áföllum í hruninu en hefðu íbúðakaupendur verið betur settir ef hinir föllnu bankar hefðu verið búnir að gleypa allan húsnæðismarkaðinn fyrir hrun eins og þeir reyndu? Hefði skattborgurunum þá verið borgið? Peninga þurfti að sönnu að setja inn í Íbúðalánasjóð til að fullnægja fáránlegri kröfu EES um lágmarkseiginfjárhlutfall á sama tíma og Íbúðalánasjóður var vel haldinn að öðru leyti. Viðskiptaráðið er ekki með neinar kröfur inn í eigin raðir. Þar er allt með miklum ágætum. Ekki þarf einu sinni að íhuga fækkun fjármálastofnana – það er bara eftirlitinu sem er ofaukið! Það er ekkert nýtt í tillögum Viðskiptaráðs. Allt gamlar viðbrenndar lummur úr gamalgróinni hagsmunagæslu þess ráðs. Þetta eru sömu tillögur og fyrir aldarfjórðungi! Það sem er nýtt eru viðbrögðin við hinni „vel ígrunduðu“ skýrslu Viðskiptaráðs. Þeim virðist fjölga á Íslandi sem ekki sjá nekt keisarans. Auðvitað á allur ríkisrekstur að vera í stöðugri endurmótun. En það gildir um allt efnahagskerfið. Líka hið einkarekna. Stundum getur smá stofnun verið kröftugri en stór og síðan öfugt. Og stundum eru tillögur settar fram bara til að passa upp á hagsmuni. Það hefur Viðskiptaráðið gert svo lengi sem ég man eftir. En á meðal annarra orða, hví ekki sameina Viðskiptaráð og Samtök atvinnulífsins? Er þetta ekki sama tóbakið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Væri hægt að sameina RÚV og Stöð 2? Hvað með blöðin, eru þau ekki að segja sömu fréttirnar? Mætti ekki ná samlegðaráhrifum þar, alla vega í einhverjum þáttum rekstursins? Á agnarsmáum svæðum í þéttbýlinu eru í einni stöppu stórar matvörukeðjur að selja sama varninginn – má ekki sameina? Og hvað með olíu- og bensínsölufyrirtækin, hvers vegna ekki sameina þau, enda keppa þau lítið sem ekkert á grundvelli verðlags – heldur fyrst og fremst hvernig þeim gengur að sannfæra landsmenn um að þau séu dugleg í skógrækt eða einhverju ámóta. Alls staðar blasa við möguleikar til að draga úr sóun – eða hvað? Gæti verið að eitthvað annað færi forgörðum við kerfisbreytingar af þessu tagi? Viðskiptaráð hefur eina ferðina enn kynnt herhvöt sína gegn opinberri þjónustu með tilheyrandi alhæfingum um hið illa opinbera og samneysluna. Viðskiptaráðið segist vilja spara. Og aðaltillagan er að leggja niður ÁTVR sem færir milljarða inn í ríkiskassann. Viðskiptaráð vill að þeir milljarðar renni til eigin skjólstæðinga! Svo er okkur sagt að Íbúðalánasjóður hafi verið landsmönnum dýr. Það er alrangt. Hann varð eins og samfélagið allt fyrir áföllum í hruninu en hefðu íbúðakaupendur verið betur settir ef hinir föllnu bankar hefðu verið búnir að gleypa allan húsnæðismarkaðinn fyrir hrun eins og þeir reyndu? Hefði skattborgurunum þá verið borgið? Peninga þurfti að sönnu að setja inn í Íbúðalánasjóð til að fullnægja fáránlegri kröfu EES um lágmarkseiginfjárhlutfall á sama tíma og Íbúðalánasjóður var vel haldinn að öðru leyti. Viðskiptaráðið er ekki með neinar kröfur inn í eigin raðir. Þar er allt með miklum ágætum. Ekki þarf einu sinni að íhuga fækkun fjármálastofnana – það er bara eftirlitinu sem er ofaukið! Það er ekkert nýtt í tillögum Viðskiptaráðs. Allt gamlar viðbrenndar lummur úr gamalgróinni hagsmunagæslu þess ráðs. Þetta eru sömu tillögur og fyrir aldarfjórðungi! Það sem er nýtt eru viðbrögðin við hinni „vel ígrunduðu“ skýrslu Viðskiptaráðs. Þeim virðist fjölga á Íslandi sem ekki sjá nekt keisarans. Auðvitað á allur ríkisrekstur að vera í stöðugri endurmótun. En það gildir um allt efnahagskerfið. Líka hið einkarekna. Stundum getur smá stofnun verið kröftugri en stór og síðan öfugt. Og stundum eru tillögur settar fram bara til að passa upp á hagsmuni. Það hefur Viðskiptaráðið gert svo lengi sem ég man eftir. En á meðal annarra orða, hví ekki sameina Viðskiptaráð og Samtök atvinnulífsins? Er þetta ekki sama tóbakið?
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun