Þetta snýst ekki um ölmusu Ellert B. Schram skrifar 18. ágúst 2015 00:01 Ég tek ofan fyrir Björgvin Guðmundssyni, fyrrum borgarfulltrúa og starfsmanni í utanríkisþjónustunni. Björgvin er kominn á níræðisaldur en lætur ekki deigan síga, þegar kemur að málefnum eldri borgara. Skrifar grein eftir grein í Fréttablaðið um kjör og hagsmuni fullorðinna og vekur athygli á þeirri staðreynd að hlutur hins opinbera og framlag ríkisins hafa dregist aftur úr öðrum kjarabótum á árunum eftir hrun. Björgvin heldur því fram að þær upphæðir skipti milljörðum króna. Ekki bara vegna launahækkana á vinnumarkaðnum, heldur áhrifa hrunsins á fjárhagsstöðu aldraðra, þar sem lífeyrir var skertur og hefur ekki verið bættur síðan. Sem skyldi. Fyrr í sumar var gengið frá launamálum langflestra vinnandi manna og kvenna með hækkunum á grunnlaunum. Lífeyrisgreiðslur til eldri borgara standa hinsvegar í stað og svörin frá ráðamönnum eru þau, að hendur þeirra séu bundnar við afgreiðslu fjárlaga, og ekkert sé hægt að gera fyrr en um næstu áramót, þegar fjárlög næsta árs liggja fyrir. Gefið er út að lífeyrir Almannatrygginga hækki þá um 8.9%, (með vísan til neysluvísitölu) sem er auðvitað langt undir þeim launahækkunum, sem vinnumarkaðurinn hefur samið um. Ef einhver ágreiningur er varðandi málflutning Björgvins Guðmundssonar, sem talar í nafni Félags eldri borgara, þá skora ég á fjármálaráðuneytið og ríkisstjórnina að skjóta saman nefnd beggja aðila, (ríkisins og FEB) sem reikni það skilmerkilega og heiðarlega út, hvort eða hvernig, kjör eldri borgara hafa þróast frá hruni. Heiðarleg úttekt á stöðunni eins og hún er. Ég skora líka á einstaklinga, úr hópi fólks, sem er komið á lífeyrisaldur, að láta í sér heyra og taka undir þær kröfur, sem Björgvin hefur í eins manns hljóði, borið fram af kjarki og rökum. Út um víðan völl samfélagsins er að finna eldra fólk, sem lifir við skort og fátækt. Auðvitað eru líka margir sem hafa komið ár sinni fyrir borð enda snýst þessi umræði ekki um hækkanir á lífeyri á alla línuna, heldur er hér um að ræða velferð, lífsskilyrði og mannúð gagnvart öldruðum einstaklingum, sem eiga varla til hnífs og skeiðar. Stjórnvöld hrósa sér fyrir bættan hag landsmanna og víst er það rétt að okkur hefur tekist að rétta úr kútnum og fjáhagsstaða hins opinbera fer batnandi. Ætti það þá ekki að vera metnaður og vilji til að rétta því fólki hjálparhönd, sem þarf mest á því að halda. Þetta snýst ekki um ölmusu heldur um sóma og réttlæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Fjárlög Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Ég tek ofan fyrir Björgvin Guðmundssyni, fyrrum borgarfulltrúa og starfsmanni í utanríkisþjónustunni. Björgvin er kominn á níræðisaldur en lætur ekki deigan síga, þegar kemur að málefnum eldri borgara. Skrifar grein eftir grein í Fréttablaðið um kjör og hagsmuni fullorðinna og vekur athygli á þeirri staðreynd að hlutur hins opinbera og framlag ríkisins hafa dregist aftur úr öðrum kjarabótum á árunum eftir hrun. Björgvin heldur því fram að þær upphæðir skipti milljörðum króna. Ekki bara vegna launahækkana á vinnumarkaðnum, heldur áhrifa hrunsins á fjárhagsstöðu aldraðra, þar sem lífeyrir var skertur og hefur ekki verið bættur síðan. Sem skyldi. Fyrr í sumar var gengið frá launamálum langflestra vinnandi manna og kvenna með hækkunum á grunnlaunum. Lífeyrisgreiðslur til eldri borgara standa hinsvegar í stað og svörin frá ráðamönnum eru þau, að hendur þeirra séu bundnar við afgreiðslu fjárlaga, og ekkert sé hægt að gera fyrr en um næstu áramót, þegar fjárlög næsta árs liggja fyrir. Gefið er út að lífeyrir Almannatrygginga hækki þá um 8.9%, (með vísan til neysluvísitölu) sem er auðvitað langt undir þeim launahækkunum, sem vinnumarkaðurinn hefur samið um. Ef einhver ágreiningur er varðandi málflutning Björgvins Guðmundssonar, sem talar í nafni Félags eldri borgara, þá skora ég á fjármálaráðuneytið og ríkisstjórnina að skjóta saman nefnd beggja aðila, (ríkisins og FEB) sem reikni það skilmerkilega og heiðarlega út, hvort eða hvernig, kjör eldri borgara hafa þróast frá hruni. Heiðarleg úttekt á stöðunni eins og hún er. Ég skora líka á einstaklinga, úr hópi fólks, sem er komið á lífeyrisaldur, að láta í sér heyra og taka undir þær kröfur, sem Björgvin hefur í eins manns hljóði, borið fram af kjarki og rökum. Út um víðan völl samfélagsins er að finna eldra fólk, sem lifir við skort og fátækt. Auðvitað eru líka margir sem hafa komið ár sinni fyrir borð enda snýst þessi umræði ekki um hækkanir á lífeyri á alla línuna, heldur er hér um að ræða velferð, lífsskilyrði og mannúð gagnvart öldruðum einstaklingum, sem eiga varla til hnífs og skeiðar. Stjórnvöld hrósa sér fyrir bættan hag landsmanna og víst er það rétt að okkur hefur tekist að rétta úr kútnum og fjáhagsstaða hins opinbera fer batnandi. Ætti það þá ekki að vera metnaður og vilji til að rétta því fólki hjálparhönd, sem þarf mest á því að halda. Þetta snýst ekki um ölmusu heldur um sóma og réttlæti.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar