Staða mála á Gaza Birgir Þórarinsson skrifar 6. febrúar 2015 00:01 Árið 2014 reyndist íbúum á Gaza afar erfitt. Enn eitt stríðið skall á. Sprengjuregn Ísraels stóð yfir í 51 dag, úr lofti, frá sjó og af landi. Tilgangurinn, að sögn Ísraels, að stöðva flugskeytaárásir frá Gaza yfir til Ísraels. Alls létust 2.310 Palestínumenn, þar af um 70% óbreyttir borgarar. Særðir eru 10.626. Látin börn eru 495. Um 1.500 börn hafa misst báða eða annað foreldri. Fjöldi fallinna Ísraelsmanna er 73, þar af 7 óbreyttir borgarar. Um 110.000 heimili Palestínumanna voru eyðilögð eða urðu fyrir skemmdum. Engum dylst hugur um að aflsmunurinn í þessu stríði var gífurlegur og eyðileggingin á Gaza veruleg. Nýja árið byrjar ekki vel. Margir búa í húsarústum og hafa þurft að yfirgefa hrörleg heimili sín vegna flóðahættu. Rafmagnslaust er víða og fólk hefur látist úr kulda. Starf SÞ mikilvægt UNRWA, Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna fyrir Palestínumenn, starfar í 5 löndum og þjónar rúmlega 5 milljónum flóttamanna. Íslensk stjórnvöld styðja UNRWA fjárhagslega. Stofnunin er með starfsstöð á Gaza og rekur þar heilbrigðisþjónustu, skóla og félagsþjónustu fyrir 1,26 milljónir flóttamanna. Mikið álag hefur verið á starfsmönnum vegna ástandsins á Gaza. Þegar stríðsátökin stóðu sem hæst leituðu um 290.000 manns skjóls í 90 skólum á vegum UNRWA. Skólarnir njóta friðhelgi samkvæmt alþjóðalögum. Þrátt fyrir það urðu alls 6 skólar fyrir loftárásum Ísraels. Í þessum árásum létust 47 manns og mörg hundruð slösuðust. Í dag halda enn um 14.400 manns til í skólum. UNRWA veitir mataraðstoð til um 868.000 flóttamanna á Gaza á ársgrundvelli. Stofnunin veitir einnig fjárhagsaðstoð til þúsunda fjölskyldna, sem hafa misst húsnæði sitt í átökunum. Allt bendir til að hætta verði fjárhagsaðstoðinni núna í byrjun árs vegna skorts á lausafé. Í október sl. var haldin fjáröflunarráðstefna í Kaíró í Egyptalandi fyrir endurbyggingu á Gaza. Ráðstefnan gekk vel og lofuðu mörg ríki fjárstuðningi eða sem samsvarar um 355 milljörðum íslenskra króna. Enn sem komið er hefur ekkert af þessum fjármunum borist og því engin uppbygging átt sér stað. Ein af forsendum þess að ríkin tækju saman höndum með fjárstuðningi var svokallað GRM (Gaza Reconstruction Mechanism) samkomulag. Það er samkomulag sem Sameinuðu þjóðirnar (UNSCO), palestínsk stjórnvöld og Ísrael gerðu með sér um uppbygginguna. Meginástæða þess að uppbyggingin er ekki hafin er sú að GRM-samkomulagið er ekki að virka sem skyldi vegna pólitísks ágreinings. UNRWA fagnar samkomulaginu en telur tafir við uppbygginguna óásættanlegar. Mikil óvissa er nú á Gaza. Reiði og vonleysi ríkir. Almenningur er orðinn langeygur eftir því að uppbyggingin hefjist. Atvinnuleysi er um 50%. Opinberir starfsmenn hafa ekki fengið greidd laun í 1 ár. Mótmæli eru víða. Engar viðræður hafa átt sér stað milli Hamas og Ísraels eftir að vopnahlé tók gildi þann 26. ágúst sl. Engar breytingar hafa átt sér stað í 8 ára herkví Ísraels. Flugskeyti eru farin að sjást að nýju á Gazasvæðinu og er þeim skotið frá Gaza á haf út. Náist ekki samstaða á allra næstu mánuðum um uppbyggingu á Gaza og samningar um að aflétta þar herkví Ísraels, er talin veruleg hætta á því að stríð brjótist út að nýju með tilheyrandi hörmungum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Árið 2014 reyndist íbúum á Gaza afar erfitt. Enn eitt stríðið skall á. Sprengjuregn Ísraels stóð yfir í 51 dag, úr lofti, frá sjó og af landi. Tilgangurinn, að sögn Ísraels, að stöðva flugskeytaárásir frá Gaza yfir til Ísraels. Alls létust 2.310 Palestínumenn, þar af um 70% óbreyttir borgarar. Særðir eru 10.626. Látin börn eru 495. Um 1.500 börn hafa misst báða eða annað foreldri. Fjöldi fallinna Ísraelsmanna er 73, þar af 7 óbreyttir borgarar. Um 110.000 heimili Palestínumanna voru eyðilögð eða urðu fyrir skemmdum. Engum dylst hugur um að aflsmunurinn í þessu stríði var gífurlegur og eyðileggingin á Gaza veruleg. Nýja árið byrjar ekki vel. Margir búa í húsarústum og hafa þurft að yfirgefa hrörleg heimili sín vegna flóðahættu. Rafmagnslaust er víða og fólk hefur látist úr kulda. Starf SÞ mikilvægt UNRWA, Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna fyrir Palestínumenn, starfar í 5 löndum og þjónar rúmlega 5 milljónum flóttamanna. Íslensk stjórnvöld styðja UNRWA fjárhagslega. Stofnunin er með starfsstöð á Gaza og rekur þar heilbrigðisþjónustu, skóla og félagsþjónustu fyrir 1,26 milljónir flóttamanna. Mikið álag hefur verið á starfsmönnum vegna ástandsins á Gaza. Þegar stríðsátökin stóðu sem hæst leituðu um 290.000 manns skjóls í 90 skólum á vegum UNRWA. Skólarnir njóta friðhelgi samkvæmt alþjóðalögum. Þrátt fyrir það urðu alls 6 skólar fyrir loftárásum Ísraels. Í þessum árásum létust 47 manns og mörg hundruð slösuðust. Í dag halda enn um 14.400 manns til í skólum. UNRWA veitir mataraðstoð til um 868.000 flóttamanna á Gaza á ársgrundvelli. Stofnunin veitir einnig fjárhagsaðstoð til þúsunda fjölskyldna, sem hafa misst húsnæði sitt í átökunum. Allt bendir til að hætta verði fjárhagsaðstoðinni núna í byrjun árs vegna skorts á lausafé. Í október sl. var haldin fjáröflunarráðstefna í Kaíró í Egyptalandi fyrir endurbyggingu á Gaza. Ráðstefnan gekk vel og lofuðu mörg ríki fjárstuðningi eða sem samsvarar um 355 milljörðum íslenskra króna. Enn sem komið er hefur ekkert af þessum fjármunum borist og því engin uppbygging átt sér stað. Ein af forsendum þess að ríkin tækju saman höndum með fjárstuðningi var svokallað GRM (Gaza Reconstruction Mechanism) samkomulag. Það er samkomulag sem Sameinuðu þjóðirnar (UNSCO), palestínsk stjórnvöld og Ísrael gerðu með sér um uppbygginguna. Meginástæða þess að uppbyggingin er ekki hafin er sú að GRM-samkomulagið er ekki að virka sem skyldi vegna pólitísks ágreinings. UNRWA fagnar samkomulaginu en telur tafir við uppbygginguna óásættanlegar. Mikil óvissa er nú á Gaza. Reiði og vonleysi ríkir. Almenningur er orðinn langeygur eftir því að uppbyggingin hefjist. Atvinnuleysi er um 50%. Opinberir starfsmenn hafa ekki fengið greidd laun í 1 ár. Mótmæli eru víða. Engar viðræður hafa átt sér stað milli Hamas og Ísraels eftir að vopnahlé tók gildi þann 26. ágúst sl. Engar breytingar hafa átt sér stað í 8 ára herkví Ísraels. Flugskeyti eru farin að sjást að nýju á Gazasvæðinu og er þeim skotið frá Gaza á haf út. Náist ekki samstaða á allra næstu mánuðum um uppbyggingu á Gaza og samningar um að aflétta þar herkví Ísraels, er talin veruleg hætta á því að stríð brjótist út að nýju með tilheyrandi hörmungum.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar