Staða mála á Gaza Birgir Þórarinsson skrifar 6. febrúar 2015 00:01 Árið 2014 reyndist íbúum á Gaza afar erfitt. Enn eitt stríðið skall á. Sprengjuregn Ísraels stóð yfir í 51 dag, úr lofti, frá sjó og af landi. Tilgangurinn, að sögn Ísraels, að stöðva flugskeytaárásir frá Gaza yfir til Ísraels. Alls létust 2.310 Palestínumenn, þar af um 70% óbreyttir borgarar. Særðir eru 10.626. Látin börn eru 495. Um 1.500 börn hafa misst báða eða annað foreldri. Fjöldi fallinna Ísraelsmanna er 73, þar af 7 óbreyttir borgarar. Um 110.000 heimili Palestínumanna voru eyðilögð eða urðu fyrir skemmdum. Engum dylst hugur um að aflsmunurinn í þessu stríði var gífurlegur og eyðileggingin á Gaza veruleg. Nýja árið byrjar ekki vel. Margir búa í húsarústum og hafa þurft að yfirgefa hrörleg heimili sín vegna flóðahættu. Rafmagnslaust er víða og fólk hefur látist úr kulda. Starf SÞ mikilvægt UNRWA, Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna fyrir Palestínumenn, starfar í 5 löndum og þjónar rúmlega 5 milljónum flóttamanna. Íslensk stjórnvöld styðja UNRWA fjárhagslega. Stofnunin er með starfsstöð á Gaza og rekur þar heilbrigðisþjónustu, skóla og félagsþjónustu fyrir 1,26 milljónir flóttamanna. Mikið álag hefur verið á starfsmönnum vegna ástandsins á Gaza. Þegar stríðsátökin stóðu sem hæst leituðu um 290.000 manns skjóls í 90 skólum á vegum UNRWA. Skólarnir njóta friðhelgi samkvæmt alþjóðalögum. Þrátt fyrir það urðu alls 6 skólar fyrir loftárásum Ísraels. Í þessum árásum létust 47 manns og mörg hundruð slösuðust. Í dag halda enn um 14.400 manns til í skólum. UNRWA veitir mataraðstoð til um 868.000 flóttamanna á Gaza á ársgrundvelli. Stofnunin veitir einnig fjárhagsaðstoð til þúsunda fjölskyldna, sem hafa misst húsnæði sitt í átökunum. Allt bendir til að hætta verði fjárhagsaðstoðinni núna í byrjun árs vegna skorts á lausafé. Í október sl. var haldin fjáröflunarráðstefna í Kaíró í Egyptalandi fyrir endurbyggingu á Gaza. Ráðstefnan gekk vel og lofuðu mörg ríki fjárstuðningi eða sem samsvarar um 355 milljörðum íslenskra króna. Enn sem komið er hefur ekkert af þessum fjármunum borist og því engin uppbygging átt sér stað. Ein af forsendum þess að ríkin tækju saman höndum með fjárstuðningi var svokallað GRM (Gaza Reconstruction Mechanism) samkomulag. Það er samkomulag sem Sameinuðu þjóðirnar (UNSCO), palestínsk stjórnvöld og Ísrael gerðu með sér um uppbygginguna. Meginástæða þess að uppbyggingin er ekki hafin er sú að GRM-samkomulagið er ekki að virka sem skyldi vegna pólitísks ágreinings. UNRWA fagnar samkomulaginu en telur tafir við uppbygginguna óásættanlegar. Mikil óvissa er nú á Gaza. Reiði og vonleysi ríkir. Almenningur er orðinn langeygur eftir því að uppbyggingin hefjist. Atvinnuleysi er um 50%. Opinberir starfsmenn hafa ekki fengið greidd laun í 1 ár. Mótmæli eru víða. Engar viðræður hafa átt sér stað milli Hamas og Ísraels eftir að vopnahlé tók gildi þann 26. ágúst sl. Engar breytingar hafa átt sér stað í 8 ára herkví Ísraels. Flugskeyti eru farin að sjást að nýju á Gazasvæðinu og er þeim skotið frá Gaza á haf út. Náist ekki samstaða á allra næstu mánuðum um uppbyggingu á Gaza og samningar um að aflétta þar herkví Ísraels, er talin veruleg hætta á því að stríð brjótist út að nýju með tilheyrandi hörmungum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Sjá meira
Árið 2014 reyndist íbúum á Gaza afar erfitt. Enn eitt stríðið skall á. Sprengjuregn Ísraels stóð yfir í 51 dag, úr lofti, frá sjó og af landi. Tilgangurinn, að sögn Ísraels, að stöðva flugskeytaárásir frá Gaza yfir til Ísraels. Alls létust 2.310 Palestínumenn, þar af um 70% óbreyttir borgarar. Særðir eru 10.626. Látin börn eru 495. Um 1.500 börn hafa misst báða eða annað foreldri. Fjöldi fallinna Ísraelsmanna er 73, þar af 7 óbreyttir borgarar. Um 110.000 heimili Palestínumanna voru eyðilögð eða urðu fyrir skemmdum. Engum dylst hugur um að aflsmunurinn í þessu stríði var gífurlegur og eyðileggingin á Gaza veruleg. Nýja árið byrjar ekki vel. Margir búa í húsarústum og hafa þurft að yfirgefa hrörleg heimili sín vegna flóðahættu. Rafmagnslaust er víða og fólk hefur látist úr kulda. Starf SÞ mikilvægt UNRWA, Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna fyrir Palestínumenn, starfar í 5 löndum og þjónar rúmlega 5 milljónum flóttamanna. Íslensk stjórnvöld styðja UNRWA fjárhagslega. Stofnunin er með starfsstöð á Gaza og rekur þar heilbrigðisþjónustu, skóla og félagsþjónustu fyrir 1,26 milljónir flóttamanna. Mikið álag hefur verið á starfsmönnum vegna ástandsins á Gaza. Þegar stríðsátökin stóðu sem hæst leituðu um 290.000 manns skjóls í 90 skólum á vegum UNRWA. Skólarnir njóta friðhelgi samkvæmt alþjóðalögum. Þrátt fyrir það urðu alls 6 skólar fyrir loftárásum Ísraels. Í þessum árásum létust 47 manns og mörg hundruð slösuðust. Í dag halda enn um 14.400 manns til í skólum. UNRWA veitir mataraðstoð til um 868.000 flóttamanna á Gaza á ársgrundvelli. Stofnunin veitir einnig fjárhagsaðstoð til þúsunda fjölskyldna, sem hafa misst húsnæði sitt í átökunum. Allt bendir til að hætta verði fjárhagsaðstoðinni núna í byrjun árs vegna skorts á lausafé. Í október sl. var haldin fjáröflunarráðstefna í Kaíró í Egyptalandi fyrir endurbyggingu á Gaza. Ráðstefnan gekk vel og lofuðu mörg ríki fjárstuðningi eða sem samsvarar um 355 milljörðum íslenskra króna. Enn sem komið er hefur ekkert af þessum fjármunum borist og því engin uppbygging átt sér stað. Ein af forsendum þess að ríkin tækju saman höndum með fjárstuðningi var svokallað GRM (Gaza Reconstruction Mechanism) samkomulag. Það er samkomulag sem Sameinuðu þjóðirnar (UNSCO), palestínsk stjórnvöld og Ísrael gerðu með sér um uppbygginguna. Meginástæða þess að uppbyggingin er ekki hafin er sú að GRM-samkomulagið er ekki að virka sem skyldi vegna pólitísks ágreinings. UNRWA fagnar samkomulaginu en telur tafir við uppbygginguna óásættanlegar. Mikil óvissa er nú á Gaza. Reiði og vonleysi ríkir. Almenningur er orðinn langeygur eftir því að uppbyggingin hefjist. Atvinnuleysi er um 50%. Opinberir starfsmenn hafa ekki fengið greidd laun í 1 ár. Mótmæli eru víða. Engar viðræður hafa átt sér stað milli Hamas og Ísraels eftir að vopnahlé tók gildi þann 26. ágúst sl. Engar breytingar hafa átt sér stað í 8 ára herkví Ísraels. Flugskeyti eru farin að sjást að nýju á Gazasvæðinu og er þeim skotið frá Gaza á haf út. Náist ekki samstaða á allra næstu mánuðum um uppbyggingu á Gaza og samningar um að aflétta þar herkví Ísraels, er talin veruleg hætta á því að stríð brjótist út að nýju með tilheyrandi hörmungum.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar