Staða mála á Gaza Birgir Þórarinsson skrifar 6. febrúar 2015 00:01 Árið 2014 reyndist íbúum á Gaza afar erfitt. Enn eitt stríðið skall á. Sprengjuregn Ísraels stóð yfir í 51 dag, úr lofti, frá sjó og af landi. Tilgangurinn, að sögn Ísraels, að stöðva flugskeytaárásir frá Gaza yfir til Ísraels. Alls létust 2.310 Palestínumenn, þar af um 70% óbreyttir borgarar. Særðir eru 10.626. Látin börn eru 495. Um 1.500 börn hafa misst báða eða annað foreldri. Fjöldi fallinna Ísraelsmanna er 73, þar af 7 óbreyttir borgarar. Um 110.000 heimili Palestínumanna voru eyðilögð eða urðu fyrir skemmdum. Engum dylst hugur um að aflsmunurinn í þessu stríði var gífurlegur og eyðileggingin á Gaza veruleg. Nýja árið byrjar ekki vel. Margir búa í húsarústum og hafa þurft að yfirgefa hrörleg heimili sín vegna flóðahættu. Rafmagnslaust er víða og fólk hefur látist úr kulda. Starf SÞ mikilvægt UNRWA, Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna fyrir Palestínumenn, starfar í 5 löndum og þjónar rúmlega 5 milljónum flóttamanna. Íslensk stjórnvöld styðja UNRWA fjárhagslega. Stofnunin er með starfsstöð á Gaza og rekur þar heilbrigðisþjónustu, skóla og félagsþjónustu fyrir 1,26 milljónir flóttamanna. Mikið álag hefur verið á starfsmönnum vegna ástandsins á Gaza. Þegar stríðsátökin stóðu sem hæst leituðu um 290.000 manns skjóls í 90 skólum á vegum UNRWA. Skólarnir njóta friðhelgi samkvæmt alþjóðalögum. Þrátt fyrir það urðu alls 6 skólar fyrir loftárásum Ísraels. Í þessum árásum létust 47 manns og mörg hundruð slösuðust. Í dag halda enn um 14.400 manns til í skólum. UNRWA veitir mataraðstoð til um 868.000 flóttamanna á Gaza á ársgrundvelli. Stofnunin veitir einnig fjárhagsaðstoð til þúsunda fjölskyldna, sem hafa misst húsnæði sitt í átökunum. Allt bendir til að hætta verði fjárhagsaðstoðinni núna í byrjun árs vegna skorts á lausafé. Í október sl. var haldin fjáröflunarráðstefna í Kaíró í Egyptalandi fyrir endurbyggingu á Gaza. Ráðstefnan gekk vel og lofuðu mörg ríki fjárstuðningi eða sem samsvarar um 355 milljörðum íslenskra króna. Enn sem komið er hefur ekkert af þessum fjármunum borist og því engin uppbygging átt sér stað. Ein af forsendum þess að ríkin tækju saman höndum með fjárstuðningi var svokallað GRM (Gaza Reconstruction Mechanism) samkomulag. Það er samkomulag sem Sameinuðu þjóðirnar (UNSCO), palestínsk stjórnvöld og Ísrael gerðu með sér um uppbygginguna. Meginástæða þess að uppbyggingin er ekki hafin er sú að GRM-samkomulagið er ekki að virka sem skyldi vegna pólitísks ágreinings. UNRWA fagnar samkomulaginu en telur tafir við uppbygginguna óásættanlegar. Mikil óvissa er nú á Gaza. Reiði og vonleysi ríkir. Almenningur er orðinn langeygur eftir því að uppbyggingin hefjist. Atvinnuleysi er um 50%. Opinberir starfsmenn hafa ekki fengið greidd laun í 1 ár. Mótmæli eru víða. Engar viðræður hafa átt sér stað milli Hamas og Ísraels eftir að vopnahlé tók gildi þann 26. ágúst sl. Engar breytingar hafa átt sér stað í 8 ára herkví Ísraels. Flugskeyti eru farin að sjást að nýju á Gazasvæðinu og er þeim skotið frá Gaza á haf út. Náist ekki samstaða á allra næstu mánuðum um uppbyggingu á Gaza og samningar um að aflétta þar herkví Ísraels, er talin veruleg hætta á því að stríð brjótist út að nýju með tilheyrandi hörmungum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Árið 2014 reyndist íbúum á Gaza afar erfitt. Enn eitt stríðið skall á. Sprengjuregn Ísraels stóð yfir í 51 dag, úr lofti, frá sjó og af landi. Tilgangurinn, að sögn Ísraels, að stöðva flugskeytaárásir frá Gaza yfir til Ísraels. Alls létust 2.310 Palestínumenn, þar af um 70% óbreyttir borgarar. Særðir eru 10.626. Látin börn eru 495. Um 1.500 börn hafa misst báða eða annað foreldri. Fjöldi fallinna Ísraelsmanna er 73, þar af 7 óbreyttir borgarar. Um 110.000 heimili Palestínumanna voru eyðilögð eða urðu fyrir skemmdum. Engum dylst hugur um að aflsmunurinn í þessu stríði var gífurlegur og eyðileggingin á Gaza veruleg. Nýja árið byrjar ekki vel. Margir búa í húsarústum og hafa þurft að yfirgefa hrörleg heimili sín vegna flóðahættu. Rafmagnslaust er víða og fólk hefur látist úr kulda. Starf SÞ mikilvægt UNRWA, Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna fyrir Palestínumenn, starfar í 5 löndum og þjónar rúmlega 5 milljónum flóttamanna. Íslensk stjórnvöld styðja UNRWA fjárhagslega. Stofnunin er með starfsstöð á Gaza og rekur þar heilbrigðisþjónustu, skóla og félagsþjónustu fyrir 1,26 milljónir flóttamanna. Mikið álag hefur verið á starfsmönnum vegna ástandsins á Gaza. Þegar stríðsátökin stóðu sem hæst leituðu um 290.000 manns skjóls í 90 skólum á vegum UNRWA. Skólarnir njóta friðhelgi samkvæmt alþjóðalögum. Þrátt fyrir það urðu alls 6 skólar fyrir loftárásum Ísraels. Í þessum árásum létust 47 manns og mörg hundruð slösuðust. Í dag halda enn um 14.400 manns til í skólum. UNRWA veitir mataraðstoð til um 868.000 flóttamanna á Gaza á ársgrundvelli. Stofnunin veitir einnig fjárhagsaðstoð til þúsunda fjölskyldna, sem hafa misst húsnæði sitt í átökunum. Allt bendir til að hætta verði fjárhagsaðstoðinni núna í byrjun árs vegna skorts á lausafé. Í október sl. var haldin fjáröflunarráðstefna í Kaíró í Egyptalandi fyrir endurbyggingu á Gaza. Ráðstefnan gekk vel og lofuðu mörg ríki fjárstuðningi eða sem samsvarar um 355 milljörðum íslenskra króna. Enn sem komið er hefur ekkert af þessum fjármunum borist og því engin uppbygging átt sér stað. Ein af forsendum þess að ríkin tækju saman höndum með fjárstuðningi var svokallað GRM (Gaza Reconstruction Mechanism) samkomulag. Það er samkomulag sem Sameinuðu þjóðirnar (UNSCO), palestínsk stjórnvöld og Ísrael gerðu með sér um uppbygginguna. Meginástæða þess að uppbyggingin er ekki hafin er sú að GRM-samkomulagið er ekki að virka sem skyldi vegna pólitísks ágreinings. UNRWA fagnar samkomulaginu en telur tafir við uppbygginguna óásættanlegar. Mikil óvissa er nú á Gaza. Reiði og vonleysi ríkir. Almenningur er orðinn langeygur eftir því að uppbyggingin hefjist. Atvinnuleysi er um 50%. Opinberir starfsmenn hafa ekki fengið greidd laun í 1 ár. Mótmæli eru víða. Engar viðræður hafa átt sér stað milli Hamas og Ísraels eftir að vopnahlé tók gildi þann 26. ágúst sl. Engar breytingar hafa átt sér stað í 8 ára herkví Ísraels. Flugskeyti eru farin að sjást að nýju á Gazasvæðinu og er þeim skotið frá Gaza á haf út. Náist ekki samstaða á allra næstu mánuðum um uppbyggingu á Gaza og samningar um að aflétta þar herkví Ísraels, er talin veruleg hætta á því að stríð brjótist út að nýju með tilheyrandi hörmungum.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun